Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 17.nóv

Byrjuðum á nýjum hlekki, hlekki 3 sem sagt, og við erum að fjalla um Stjörnufræði.  Við skoðuðum nokkrar fréttir um stjörnur og geimferðir.

Stjörnur eru uppáhaldið mitt. Geimurinn er svo stór og dulafullur, og ég er forvitin manneskja þannig ég er mjög spennt fyrir þessum hlekki. Í sólkerfinu okkar er 8 plánetur svo er eins stór sól í miðjunni. Röðin á þeim frá Sólu er, fyrst er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Einu sinni var Plútó líka með í sólkerfinu okkar en hann var tekin út því hann var of langt í burtu, Þannig hann er ekki talin með, því miður, því það er uppáhalds plánetan mín.

Þriðjudagurinn 18.nóv

Þennan Þriðjudaginn fórum við í Stöðfavinnu.

 

 1. Stjörnufræðivefurinn fréttir af Rosetta leiðangrinum og Philae
 2. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
 3. Bók – Alheimurinn – skoða – Hvað er áhugavert?
 4. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit(sporbaugar, massi, hraði, stefna)
 5. Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
 6. Lifandi vísindi 2013 nr. 2 Aftur til plánetanna og nr. 10 óreiða í sólkerfinu
 7. Bók – Jarðargæði – Orkulind stjarna bls. 48
 8. Bók – STS – verkefni bls. 88 Samanburður á hraða
 9. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
 10. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur bls.16-17 – Flokkun vetrarbrauta
 11. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi
 12. Galíleió – sjónaukinn.  Lærum að nota – skoðum…
 13. Lifandi vísindi –  2010 nr. 11 – geimtæknin… í daglegu lífi og nr. 5 – hópferðir út í geim.
 14. Orð af orði – krossgátur og þrautir með hugtök

 

Ég fór í 4 stöðvar.

Stöð 5   Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi

Þetta verkefni sýnir hvernig sporbaugar virka og ég get sagt þér það að það er ruglingslegt. Hægt er að hafa 1-3 auka plánetur svo er náttúrulega Sólin alltaf í miðjunni. Sólin er í miðjunni vegna þess að hún hefur mesta massan þannig hún dregur til sín pláneturnar, en pláneturnar hafa massa líka þannig þær ýta sér frá sólunni og hringar í kringum hana.

Stöð 6    Tölva – Luna landing

Í þessu forriti var ég að lenda geimflaug. Ég gerði 1 sinni mjúka lendingu 2 harðalendingu og því miður gerði ég einu sinni brotlendingu og allir dóu sem voru um borð. :/ Hvernig virkar öflin? Plánetan togar til sín geimfarið, en geimfarið notar orku til að ýta sér frá henni, orkan sem geimfarið lætur frá sér er minna en togkrafturinn í plánetunni og þess vegna lendir hún mjóklega.

Stöð 10 Tölva

Sólkerfið okkar er stórt á jarðneskan mælikvarða en agnar lítið á stjarnfræðilegan mælikvarða. Jörðin er fimmta minnsta, eða fjórða stærsta reikistjarnan í sólkerfinu og tunglið er fjórðungur af stærð hennar. Júpíter, stærsta reikistjarnan sólkerfisins, er hins vegar svo stór að meira en þúsund jarðir kæmust fyrir innan í honum. Að meðaltali er tunglið í um 384,000 km fjarðlægð frá jörðinni. Svo langt að það tæki hálft ár að aka þangað ef meðalhraðinn væri 90 km/klst. Þótt reikistjörnur séu margar risavaxnar kemur það eflaust mörgum á óvart að allar kæmust þær fyrir milli jarðar og tunglsinns.

Stöð 15   Krossgátur og þrautir

Í þessari stöð fékk ég blað með krossgátum og þrautum um að sjálfsögðu sólkerfið.

Fimmtudagurinn 20.nóv

Í þessum tíma vorum við að klára skýslur úr tilraun sem við gerðu í síðustu viku. Ég var þá með Heiðari, Sunnevu og Hönnu í hóp og okkur gekk bara ágætlega með tilrauninna. Við náðum að klára Skýsluna í þessum tíma og við fengu 7,5 fyrir hana, sem er nokkuð gott, allavega var það hæsta einkuninn sem Gyða gaf bekknum.

Á þessari mynd sést að pláneturnar komast fyrir á milli tunglins og jarðar

Á þessari mynd sést að pláneturnar komast fyrir á milli tunglins og jarðar

Fréttir:

Alldrey séð viðbrögð eins og þessi.

kynin bregðast ekki eins við geiminum

Hlýnun gæti valdið kuldarkasti.

Munaðarlaust svarthol.

 

 

 

Leave a Reply