Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 24.nóv

Í þessum tíma byrjuðum við í Nearpod kynningu um stjörnur og allt í kringum þær. við horfðum á nokkur myndbönd um að sjálfsögðu stjörnur! Og það var svoldið fyndið og smá pirrandi að þegar við horfðum á myndbandið horfðum við á það í gegnum nearpod og einginn ýtti á ‘play’ á sama tíma þannig að það var eins og það bergmálaði mjög mikið inní stofu, fyrir utan hjá þeim sem voru gáfaðir að nota heirnatól.

Þriðjudagurinn 25.nóv

Í þessum tíma var stöðvavinna. Í þessum hlekki erum við bara í stöðvavinnum þannig við förum ekki í próf. Hér koma stöðvarnar.

 1. Tölva – NASA vefur
 2. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
 3. Hugtakakortið góða
 4. Bók – Geimurinn bls. 32-35
 5. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
 6. Verkefni  – Lotukerfið.  Frumefnin og stjörnunar.
 7. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
 8. Tölva – Sólkerfið
 9. Bók Jarðargæði bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
 10. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
 11. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
 12. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur tengdar hugtökum í þessari viku.
 13. Fréttir – kynin og geimurinn  –  dulstirni  –  philae og rosetta  – Íslendingur rannsakar miklahvell  – kirkjan og kenningarnar

 

Á þessum sama tíma var eitt og eitt af okkur að fá sprautu, láta bólusetja sig, og ég var svo stressuð allan tíman að ég átti erfitt að vinna en ég vann samt og hér kemur það.

Stöð 7.  Tölva – myndband ævi stjörnu

Á þessari stöð var verið að segja mér hvernig stjörnur verða til og hvernig þær deyja. Ég horfði á myndband sem heitir ‘The life cycle of stars’. Stjarna verður til þegar steinar í geimnum massast saman, þegar þeir eru búnir að því ýtir stjarnan frá sér ölluu í kringum sig. Rauðiu risarnir eru sólir sem eru að þenjast út og svo annað hvert springa þær eða skreppa aftur saman og verða að stjörnu. Sólin okkar er að þenjast út! Sólin okkar þennst út og er að því núna, hún mun gleypa allar reikistjörnurnar svo skreppur hún saman og verður að Hvítum dvergi. Það eru ransóknirnar í dag.

Stöð 12.  Orð af orði

Á þessari stöð gerði ég orðarugl og svo fékk ég mér blað með krossgátum.

Stöð 8. Tölva – Sólkerfið

Í Þessari stöð raðaði ég plánetunum í sólkerfinu í röð, frá sólu.

Það er Sólin ->merkúríus -> Venus -> Jörðin -> Mars -> Júpíter -> Satúrnus -> Úranus -> Neptúnus.

solkerfid_reikistjornur_dvergreikistjornur

Fimmtudagurinn 27.nóv

Í þessum tíma vorum við niðri í tölvuveri. Við áttum að vera búinn að finna okkur eitthvað til að gera glærusýningu um og ég valdi Svarthol. Svarthol er svoldið erfitt að skrifa um því það veit einginn neitt mikið um svarthol. Svarthol verður til þegar massi í stjörnu er svo mikill að hún springur og eftir verðu svarthol. Svarthol hefur svo mikinn massa að það dregur allt til sín meira að segja ljós. Ef eitthvað fer inní svarthol fer það ekki aftur úr!

svarthol_syn_listamanns

Heimildir mynda er frá Stjörnufræðivefnum.

Leave a Reply