Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 1.des

Gyða var veik í þessum tíma svo við fengum að vera í frjálsum tíma. Nokkrir voru í tölvum og einhverjir voru bara að ‘chilla’ í sófanum frammi.

Þriðjudagurinn 2.des

Þessi tími var seinasti stöðvavinnutíminn því að það eru að koma jól!!! Hér eru stöðvarnar.

 1. Tölva –geimrannsóknir
 2. Hugtakakortið – betrumbæta og tengja
 3. Orð af orði – krossgátur, skilgreiningar og hugtök
 4. Teikning – sólkerfið okkar
 5. Bók – Alheimurinn – pólhverf stjörnumerki
 6. Tölva –lögmál Newtons í geimstöð
 7. Teikning – geimverur og vistkerfi þeirra
 8. Tölva – Avatar – lífið á Pandora og meira hér og kannski eitthvað fleira mjög áhugavert
 9. Umræður – kvikmyndir
 10. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62 og Himingeimurinn – bls. 115-116 og fleiri góðar til að skoða
 11. Hnöttur – stjörnumerki
 12. Tölva – rannsóknir í geimnum
 13. Tímarit – Lifandi vísindi nr. 1 2014 óróleg sól – eða  nr. 3 2014 Leitin að ET – eða nr. 8 2014 til sjö framandi heima

Ég fór í stöðvarnar 1,4 og 8 og svo fengum við líka að fara í gamlar stöðvar sem við vorum búinn að gera í öðrum tímum.

Stöð 1   Tölva- geimrannsóknir

Í þessari stöð var ég bara að skoða stjörnufræðivefinn sem er ggjaður vefur fyrir stjörnuáhugamenn! Við bekkurinn erum að gera glærur um það sem við vildum, eitthvað sem tengist geimnum, og þessi vefur hefur hjálpað mér rosalega mikið!! alveg mjög mikið! Í þessum vefi geturu ekki fundið allt á milli himins og jarðar heldur himins og mjög langt!! Ég er að fjalla um svarthol í verkefninu og þessi vefur hefur allt um svarthol sem er að vita! hér er linkurinn.

Stöð 8   Tölva

Í þessari stöð vissi ég ekki mikið hvað ég átti að gera því mest af þessu var á ensku, þannig ég skoðaði þá bara og ég get sagt að þeir eru mjög fræðandi vefir!

Stöð 4  Teikning – sólkerfið okkar

Í þessari stöð var ég að teikna sólkerfið okkar á blað og merkti inn á myndina allar pláneturnar og næstum allt sem er í sólkerfinu. Náttúrulega er Sólinn miðjan á sólkerfinu okkar, við hringsólum um hana. næst í röðinni er minnsta plánetan hún Merkúríus! næst er Venus sem er minni en Jörðin sem er næst í röðinni og svo eftir Jörðinni er Mars. Á milli Mars og Júpíter, sem er stærsta plánetan fyrir utan  Sólina, er smástirnabelti sem fer líka hringinn í kringum Sólina. Eftir Júpíter kemur Satúrnus, með sinn fallega baug í kringum sig og eftir honum koma Úranus og Neptúnus. Aftast eru litlar plánetur kallaðar dvergar og Plútó er einn af þessum dvergum. Dvergarnir eru ekki talnir með sem Reikistjörnur því þeir eru svo litlir.

solkerfid_reikistjornur_dvergreikistjornur

Þessa mynd fékk ég af stjörnufræðivefnum!

 

Eftir stöðvarnar gerði ég bara svona smáverkefni.

Orð af Orði:

út tirni.

Ó lkerfið.

ha astjörnur.

smást rni.

úra us.

Fimmtudagurinn 4.des

Í þessum tíma vorum við að vinna í glærunum okkar um eitthvað í geimnum. Mér er búið að ganga mjög vel að gera glærurnar þótt það sem ég er að fjalla um er svoldið erfitt því einginn veit neitt mikið um Svarthol. Ég vona allavega að glærurnar mínar séu góðar! Við eigum að vera búinn með glærurnar fimmtudaginn 11.des en við eigum svo að sýna þær á mánudeginum 15.des. Ég mun klára glærurnar mína allveg örugglega á fimmtudaginn því mér gengur rosalega vel með þær.

Fréttir.

Vatn myndaði fjall á Mars!

Hulduorkan að éta upp efnið.

Plútó á sjóndeildarhringnum.

Eru pólskipti yfirvonandi?

 

 

 

Leave a Reply