Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 26.jan

Í þessum tíma var glósutími! við fengum nýjar glærur og nýjan hlekk. Við vorum í Nearpod, við vorum að læra um mismunandi form orku! T.d.

 • Hreyfiorka
 • Stöðuorka
 • Varmaorka
 • Efnaorka
 • Rafsegulorka
 • Kjarnaorka

Við lærðum líka að varmi og hiti er ekki það sama. „Heat“ er þýtt á íslensku varmi ekki hiti. Varmi er mældur í júlum (J) og einnig í kaloríum (cal eða kal) og hitaeiningum (he). Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti! Varmi er alltaf í hlutnum hvort sem hann hitnar eða kólnar. Hiti er Mælikvarði á meðalhreifiorku, hitamælir mælir annað hvort í gráðum á Celcíus (°C) eða einingum á Kelvin (K)

Vatn frýs við 273 K og O°C

Vatn sýður við 373 K og 100°C

Alkul er þegar hluturinn er allveg frosinn og þá mælist hann, 0 K  eða -273°C

Þriðjudagurinn 27.jan

Í þessum tvöfalda tíma kláruðum við Nearpod kynninguna og svöruðum spurningum. Spurningin var hvað hefði gerst ef að í væri eðlisþyngri en vatn? Svarið er að ef að ís væri eðlisþyngri en vatn mynu ekki vera ísjakar fljótandi á sjónum heldur myndu þeir liggja þeir á hafsbotninum og þá væru ekki t.d. humrar til! Titanic hefði líka alldrei sokkið og það væri meira af landi undir sjó!

Það eru til þrjár leiðir til að varmi flyst á milli, Varmaleiðni, Varmaburður og Varmageislun! Varmaleiðni er þegar tveir hlutir snertast, eins og t.d. þegar þú ert að elda og ert að nota stálausu eða eitthvað, þá verður ausan heit vegna þess að það er svo mikill varmi í súpuni og hann flyst yfir í ausuna! Varmaburður er t.d. eins og þegar þú ert með eld útí skógi og ert að hita þér þá flyst varminn í eldinum út sem varmaburður og lendir á þér sem hitar þig upp. Varmageislun er bara eins og t.d. sólinn, Það er þegar orka flyst gegnum rúmið. orkan er í formi ósýnilegra rafseglubylgna sem kallast innrauðar bylgjur.

Við byrjuðum svo eitthvað með Jarðvarma. Ísland sker sig út frá öðrum löndum því að 85% heimila á íslandi eru hituð upp með jarðvarma. Við töluðum líka um afh við einángrum húsin okkar! það er til að draga úr varma tapi út úr húsinu.

!Það er hvorki hægt að skapa orku né eyða henni, hún skiptist einungis um mynd!

Það sem eftir var af tímanum notuðum við í að kíkja á phet forrit.

Fimmtudagurinn 29.jan

Í þessum tíma byrjuðum við á að taka stutt próf, ég fékk 7,5 á því prófi. síðan fórum við niður í tölvuver að svara nokkrum spurningum um varma, hita og fleira. hér eru spurningarnar

 1. Á hvaða þrjá vegu flyst varmi?  Lýstu því hvernig varminn flyst í hverju tilviki um sig.
 2. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
 3. Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?
 4. Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?
 5. Hvaða tilgangi gegnir eingangrun?
 6. Hvaða tengsl eru milli vinnu, varma og orku?  Útskýringar óskast.

Ég skilaði svo verkefninu í verkefnabankann minn hér á bloggsíðunni minni.

heat_transfer

Heimild af mynd hér

 

Leave a Reply