Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Þriðjudaginn 12.5.2015 fórum við bekkurinn í Flúðasveppi og vorum að fræðast um sveppi og allt ferlið í kring um að rækta þá. Síðan bjuggum við til skýslu um það. Hér er mín skýsla.

sveppir sigga

Mánudagurinn 27.apríl

Við fengum nýjar glærur um heilkjarna einfrumunga.

Heilkjarna einfrumungar

Einkenni

  • Frumverur eru stundum skilgreindar þannig að þærséu einfruma lífverur með frumukjarna.
  • Komu fram fyrir 1.5 milljarði ára.
  • Voru fyrstu lífverurnar sem komu fram með kjarna.

Einfrumungar eru í ólíkum hópi lífvera. Þær geta bæði verið frumbjarga og sumar ófrumbjarga, flestarlifa í vatni, sumar í rökum jarðvegi, aðrar inni í stærri lífverum, sumar eru sníklar og valda hýslingum skaða á meðan aðrar lifa í samlífi við hýsil sinn.

Stundum er þessum lífverum hópað saman í eitt ríki…. sem skiptist í margar ólíkar fylkingar. Til einföldunar er frumverum skipt í tvo meginhópa, Frumdýr og Frumþörunga.

Frumþörungar eru frumbjarga, einfruma lífverur. Þeir nýta sér orku ljóss til þess að búa til eigin fæðu úr einföldum ólífrænum hráefnum. Þeir eru ásamt öðrum ljóstillífandi lífverum undirstaða annars lífs í náttúrunni. Þeir framleiða 60-70% alssúrefnis með ljóstillífun og þeir kallast oft plöntusvif. Þeir eru t.d. augnglennur, kísilþörungar og skoruþörungar.

Frumdýr eru ýmiskonar dýr. T.d. slímdýr, bifdýr, svipudýr og gródýr. Frumdýr líkjast dýrum af lifnaðarháttum, eru ófrumbjarga og geta flest hreift sig um stað.

Í enda tímans horfðum við á myndband um heilkjarna einfrumunga.

Þriðjudagurinn 28.apríls 

Þennan skóladaginn eyddi ég í höfuðborg Íslands með móður minni. Ég þurfti að skreppa til lækni vegna húðinni minni og ég fékk sýklalif. Mér fannst það svoldið fyndið því við erum ný búinn á að vera að tala um sýkla, gerla og veirur. Allavega ég var ekki en bekkurinn minn eyddi deginum í að fara yfir Nearpod kynningu og svara einhverjum spurningum því að Gyða var ekki þennan skóladaginn.

Fimmtudagurinn 30.apríl

Þessi tími var eiginlega bara chill tími. Við fórum yfir það sem var framundan hjá okkur, við fórum yfir blogg og Gyða sagði okkur frá verkefninu sem við myndum gera næsta þriðjudag.

 

Þetta er líklegast seinasta bloggið mitt í 9.bekk. Við sjáumst bara í 10.bekk aftur 😉

En hér eru nokkrar fréttir:

Dragon náði að flýja.

Bjuggu til fellibyl.

Er líf á stjörnustríðsplánetum?

Æfði fyrir mars á Íslandi.

Messenger hrapar til Merkúríusar.