Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Í enda ágúst og byrjun septembers fórum við bekkurinn til Danmerkur í bekkjarferð.

Þegar við lentum byrjaði ég um leið að finna hvað loftið væri mikið öðruvísi þar heldur en heima. Í Danmörku er meira að trjám heldur en á Íslandi finnst mér! Allt lítur út fyrir að vera miklu þéttara vegna trjánna sem eru þar allt í kring. Vegna heitara loftslags, heldur en er á Íslandi, og raka í loftinu, t.d. þegar byrjar að rigna, koma þrumur og eldingar! Við lentum í því einn daginn að það var það heitt í veðri, og hellirignig að það kom þessi svakalegi kvellur! Þegar það gerðist sá ég fyrst eitthvað flass, og það var fólk við hliðina á mér að taka myndir og ég hugsaði með mér, vá hvað flassið á myndavélinni er sterkt! En svo kom þessi svakalegi kvellur að ég hélt að ég myndi deyja!! Landslagið í Danmörku er mikið öðruvísi heldur en á Íslandi!! Á svo marga vegu!! T.d. er mikið að fjöllum og tindum hér á Íslandi en Danmörk er meira og minna sléttlendi! Mig minnir að hæsti tindur í Danmörku er jafn langt frá sjávarmáli og Ásinn hér á Flúðum. Þar er líka meiri vindur, kannski þess vegna eru öll trén. Til að bæla niður vindinn. En út um alla Danmörk eru stórar Vindmyllur til að gera eitthvað við allan þennan vind!

Þetta er það sem mér finnst um landslagið í Danmörku, ég veit ekki allveg hvort það sé rétt hjá mér um Ásinn og hæsta tind í Danmörku en ég vil trúa því.