Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 7.sept

Ljóstillífun og Bruni – Fyrlestur, umræður og verkefni.

Nearpod tími – Móðir Náttúra

Gyða lét okkur skrifa niður tengingu á hlínun jarða, lundum, kríum og fiskum! ég skrifaði niður þetta.

Krían er að fækkavegna ísjakar bráðna svo sjórinn kólni og fiskar eru nokkuð viðkvæmir að þeir deyja ef að vatnið kólnar og mikið, þá er minni matur fyrir kríurnar og lundanna að þeim fækkar.

Þetta er að hluta rétt! En sjórinn er ekki að kólna! Hann er að hitna, þess vegna er makríllin svona mikill núna um Ísland. Í sjónum eru plöntusvif sem ljóstillífast, dýrasvifin éta þau og svo éta sandsílin dýrasvifið og svo étur krýan/lundinn sandílin. Og svo ef eitt að þessu fjóru minnkar, t.d. ef dýrasvifin fá ekki nóg að borða fá sandílin ekki heldur nóg að borða og þá er svo lítil fæða fyrir fuglana. Svo er líka erfiðleiki í vestmanneyjum um kanínu vanda, því lundar eiga hreiður niðri í holum og á veturna stela kanínurnar holunum þeirra!

Við fórum líka yfir nokkrar glærur í Nearpod um lífhvolf, búsvæði, líffélög og vistkerfi. Við töluðum líka eitthvað um skóga á íslandi.

Miðvikudagurinn 9.sept

Stöðfavinnutími

stöðvarnar voru.

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Lesskilningur – vistkerfið
 7. Kolefni skolen i norden
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
 11. Orð af orði.  Orðhlutar vistfræði.
 12. Lifandi vísindi.  01/2014 Dýrin og náttúrulækningar.

Ég fór í stöðvar 2, 5, 3 og 11

Stöð 2 – Smjásjávinna

Í þessri stöð vorum við að reyna sjá varafumurnar í laufblaði. Ég byrjaði með stækkun 7×8 og sá ein og net sem varði grænukornin eða eh. Ég breytti svo í stækkun 7×40, þá var ég byrjuð að sjá grænukornin inni í laufblaðinu. Eftir að ég var buinn að reyna finna varafrumurnar ákvað ég að færa til sýnið og þá fann ég nokkrar varafrumur, þær eru soldið eins og munnur eða auga. Stækkun 7×40 virkaði best hjá mér.

Stöð 5 – Krossgátur

Spurningarnar voru

 1. Grænt litarefni – Blaðgræna
 2. Lofttegund sem er nauðsinleg plöntum – Koltvíoxið
 3. Næringarefni sem myndast við ljóstillífun – Glúkosi
 4. Orkuríkt eni í kartöflum – Mjölvi
 5. Frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram – Grænukorn
 6. Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkosa – Súrefni
 7. Op í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út – Loftauga
 8. Aðalefnið í viði – Tréni
 9. Það sem umlykur okkur og inniheldur lofttegundir – Loft
 10. Sogað upp af rótum plantna – Vatn
 11. umlykja loftaugu – Varafruman
 12. Uppispretta ljósorku – Sólin

Og úr þessum svörum kom út orðið Ljóstillífun

Stöð 3 – Hringrás kolefnis

kolefnishringur_020804

Ég fékk þessa mynd af Vísindavefnum.

Stöð 11 –  orð af orð

Kol

Olía

fLæði

brEnnsla

ljóstillíFun

öNdun

heImili

Fimmtudagurinn 10.sept

Á þessum degi var ég ekki í skólanum því ég var að fara á hestbak með safni. En þeir sem mættu í skólan fóru að svara spurningum í tölvuverinu.

Frétt.

Handtekin fyrir að koma með klukku í skólan.