Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 28.sept

Þennan mánudaginn fórum við í glænýtt verkefni, allavega fyrir okkur. Orð af Orði er gagnvirkur lestur.  Markmiðið með þessu verkefni er að láta okkur hugleiða hlutina og hugsa um þá. Okkur var skipt í hópa og í hverjum hópi voru 4 aðilar. Ég var í hópi með Birgit, Dísu og Heiðari. Okkur var gefið hlutverk. Ein manneskjan átti að lesa texta í bókinni CO2 framtíðin í okkar höndum á bls.20, og taka saman hvað hann var að lesa, önnur átti að spurja spurninga úr textanum sem hin var að lesa, þriðja átti að lúta skýringa. Eiginlega bara að svara spurningunum. Og fjórða átti að spá, spá í textan og hugleiða um hvað hann var um. Ég byrjaði að spá, Heiðar las, Birgit spurði og Dísa laut skýringum. Næsta hring laut ég skýringum, Dísa spurði, Birgit las og Heiðar spáði. Þannig gekk hringurinn. Seinna verður svo próf/verkefni úr þessum texta sem við lásum. Textin var aðalega um afleiðingar gróðurhúsaáhryfanna. Um hvernig jöklarnir bráðna, hvað mundi gerast við kóralrifin og vötn.

Gróðurhúsaáhryf

Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2). Meðal annarra gróðurhúsalofttegunda eru vatnsgufa, metan, tvínituroxíð (N2O), óson (O3). Til þess að átta sig á hvernig þessi efni virka og hvers vegna þau eru kennd við gróðurhús er mikilvægt að skoða hvernig geislar sólar hegða sér á jörðinni!

„Þegar sólargeislar falla á lofthjúp jarðar endurkastast 26% þeirra strax aftur út í geiminn vegna frákasts frá skýjum og ýmsum ögnum í lofthjúpnum. Skýin og agnir í andrúmsloftinu gleypa svo í sig um 19% þeirra geisla sem berast frá sólu en afgangurinn, 55%, nær að yfirborði jarðar. Af þeim geislum er 4% varpað strax aftur út í geim. Hin 51% hafa margvísleg áhrif og valda meðal annars bráðnun jökla, uppgufun vatns og hitun yfirborðsins. Síðast en ekki síst nýtast þessir geislar til ljóstillífunar plantna.“

Gró'urhúsaáhryfin að verki

Gró’urhúsaáhryfin að verki

mynd fékk ég frá Vísindavefnum

textan fékk ég á sama stað.

Miðvikudagurinn 30.sept

Einginn skóli var þennan Miðvikudag vegna foreldraviðtala.

Fimmtudagurinn 1.okt

Dagurinn í dag var bara hálfur og þess vegna í staðinn að annar hópurinn myndi fara í náttúrufræði og hinn í samfélagsfræði var allur bekkurinn saman í einu verkefni. Verkefnið var að búa okkur til ofurhetju! málið var þannig að það voru að koma nýjar áskoranir frá sameinuðuþjóðunum sem kallast Global Goals Alliance.  Við horfðum á myndband um efnið og áttum svo að downloada appi í símana/iphadana okkar sem heitir The Alliance. Þar gátum við valið okkur eina af sautján áskorunum og gerðum okkur ofurhetju sem tengist áskorunnini. Við áttum að skila svo verkefninu á Twitter, Facebook og padlet. Hér geturu séð allar ofurhetjurnar sem bekkurinn valdi, og inná því sama eru myndbönd, teiknimyndasaga og fleiri aðferðir til að afla sér uppl. um þetta verkefni ef þú hefur áhuga. Ég valdi ofurhetjuna fyrir áskorun 15. um Líf á landi.

Fréttir

Konur leiða Discovery-áætlunnini

Vísbendingar um fljótandi vatn á mars

 

Leave a Reply