Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 5.okt

Við fengum nýjar glósur, og þeir sem þurftu kláruru að setja inn myndir af global goals aliance inn á facebook, twitter og padlet. Gyða mynti okkur líka á prófið sem verður á finnmtudaginn. Næst fórum við í glósur.

Frumur

Við fórum heldur hratt yfir vegna þess að við eigum að kunna þetta allt.

 • Plöntufrumur eru heldur stærri en dýrafrumur.
 • Fruman er minnsta eining lífs.

Frumuhimnan skiptir miklu máli því hún stýrir efnum inn og út úr frumunni. Ef himnan væri ekki myndi hvað sem er komast inn í frumuna og það myndi drepa hana.

Frumuveggur finnst einungis í plöntufrumum. Það er serkur og stinnur veggur úr efni sem kallast beðmi. „Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda.“

Frumulíffæri er eingöngu í dýrafrumum. Það geymir ensím og þegar fruman deyr meltir það frumuna.

Safabólur eru stærri í plöntufrumum heldur en dýrafrumum og eru hálfgerðlega geimsluílát fyrir fitu, vatn eða ensím.

Hvatberar sjá um frumuöndun og efnaskipti og er orkuver frumunar.

Grænukorn eru bara í plöntufrumum og eru uppspretta alls lífræns efnis.

Kjarninn er stórt egglaga frumu líffæri og er stjórnstöðin í frumunni, heilinn í frumunni, stjórnar allri starfsemi frumunar.

Litningar -Venjuleg fruma í líkamanum hefur 46 litninga.

Við ræddum líka um kynfrumur og um mítósa og meitósa eða jafnskipting og rýriskipting.

Miðvikudagur 7.okt

Stöðvavinnu tími. hér eru stöðvarnar.

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

Ég fór í stöðvar 4,10 og 6

Stöð 4 – stærðfræðistöð

a/Ef ég er 62kg er ég 62000gr og 62000 x 1.000.000.000 þá eru 6,2×10 í þrettándavledi mikið af frumun í einu grammi af mér.

b/Því þær eru alltaf að endurnýja sig á og þú eldist og stækkar á hverjum degi, þá þarf líkaminn alltaf fleiri og fleiri frumur.

c/Allstaðar í líkamanum, mest í/á húðinni.

d/ 1. Vöðvafrumur, taugafrumur, fitufrumur, blóðfrumur, beinfrumur og hjartafrumur.

2. Hópur af eins frumum mynda vef og vefurimm myndar líffæri.

3.Fyrsta daga eftir frjóvgvun myndast stofnfrumur. það eru frumur sem vita ekki hvað þær verða. En um leið og er    búið að ráða þær í vinnu breytast þær í alskyns frumur meðal annars vöðvafrumur, beinfrumur eða hjartafrumur        svo eitthvað sé nefnt.

Stöð 10 – Munurinn á meiósa og mítósa.

Við rýriskiptingu/meiósa skiptir fruman sér tvisvar, sem hefur í för með sér myndun dótturfrumna með helmingi færri litninga en móðurfruman hafði. Kynfrumurnar, egg og sáðfrumur, myndast við rýriskiptinga. Þegar kynfrumur myndast skiljast genapör að. Við kynæxlun sameinast kynfrumurnar og mynda við það okfrumu sem er með genapör, eitt frá hvoru foreldri.

Hvernig rýriskipting/meitósa fer fram

Hver foreldisfruma hefur fjóra litninga í tveimur pörum. Litningarnar í frumunni byrja á því að tvöfaldast þannig að litningarnar verða átta. Síðan skiptir fruman sér í tvennt. Á meðan þessari frumuskiptingu stendur skiljast samtæðu litningarnar í pörunum að og dreifast jaft milli dótturfrumanna, þannig að hvor um sig hefur fjóra litninga. Svo skipta þær sér aftur og hafa þá heldmingi færri litninga en upphaflega í móðurfrumunni.

Jafnskipting/mítósa

Fruman tvöfaldast, svo skiptir sér í tvent. þá eru dótturfrumurnar nákvæmlega eins og móðurfruman.

Stöð 6

Þessi stöð var bara lesskilningur og átti að svara já og nei spurningum á blað.

Fimmtudagurinn 8.okt

Í þessum tíma vorum við inní tölvuveri að taka próf/könnun. Við máttum nota allar mögulegu hjálparaðferðir. Mér fannst ég ganga bara ágætlega í prófinu og vona að ég fái ekki 0 fyrir það 😀

Fréttir

Hætta á hruni fæðukeðja sjávar.

Kóralar fölna sem sjaldan fyrr.

Stofnfrumur gegn beinstökkva.

 

Leave a Reply