Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 2.nóv

Þessi mánudagur var svoldið ruglingslegur fyrir mig því ég var ekki seinustu viku. En í þessum tíma fórum við að vinna í blóðflokkum. Við fengum verkefnablöð til að vinna í. Eitt verkefnið var það að við áttum að finna út hvort tvennir foreldrar hafi tekið vitlaust barn heim frá spítalanum.  Birna og Bjartur eru í blóðflokki AB og O og þau tóku barn með sér heim sem var í O. Sunna og Sólmundur eru í sama blóðflokki sem er A og þau tóku barn með sér heim sem er í blóðflokki A.  Spurningin er; hvort pörin hafi tekið vitlaust barn með sér heim. Svarið er já, pörin víxluðu börnum! Ef manneskja er í AB blóðflokki getur hún ekki eignast barn sem er í O blóðflokki, sama hvort hinn foreldrin sé í O.

Miðvikudagurinn 4.nóv

Í fyrri tímanum vorum við að skoða glósur.

Við fórum yfir dreyraskýki og óaðskilnað samstæðra litninga.

 • Fólk getur verið með auka litning, en það er kallað erfðagalli.
 • 1 af hverjum 1000 strákum eru með auka X-litning.
 • 1 af hverri 1000 konum hafa auka X-litning.

Töluðum um erfðir og umhverfi og erfðatækni. Klónun er einræktun, því þá eru að framleiða sömu persónuna aftur og aftur. Töluðum líka um genasplæsingu.

Erfðafræði og matvæli. Fundum út að allavega helmingur af mat í bandaríkjunum er erfðabreyttur. T.d. eins og melónan. Í gamla daga var melónan bara eins og 10cm á lengd en í dag er hún um 80 cm að lengd.

Við skoðuðum nokkrar fréttir. Gyða sýndi okkur frétt um antílópur. Í dag eru Antílópur að hrinja niður ein af annari. Það er verið að segja að það sé útaf gróðurhúsaáhryfinum. Hitinn er hærri og því lifa sumar bakteríur lengur og á stærra svæði. Þessar bakteríur drepa antílópurnar.  Við horfðum svo á myndband og í seinni tímanum vorum við í lesskilningi. Ég var í hóp með Birgit, Hannesi og Sunnevu. Við lásum enskt blað.

Fimmtudagurinn 5.nóv

Þessi tími var mjög kósý! Við ræddum um heimapróf sem byrjar næsta mánudag og Gyða lét okkur semja spurningar til að nota í prófinu. Fórum svo í enskt Kahoot í lok tímanns.

Fréttir

Auglýsa eftir geimförum.

hér er fréttin um antílópurnar.

Helmingur antilópanna horfinn.

Mánudagurinn 27.okt

Gyða týndi glærunum sínum svo við vorum bara með okkar.

Töluðum um arfgerðir og svipgerðir.

Argerð – Svipgerð

Arfhreinn, – HH      –  hávaxin

Arfhreinn, – hh        –  lávaxin

Arfblendinn, – Hh

Byrjuðum að tala um ABO blóðflokka

AA eða AO er A

BB eða BO er B

AB er AB

OO er  O

Við enduðum svo tímann á að horfa á myndband um tvíbura og skoðuðum svo blogg.

————————————————————————————–

Restin af vikunni var ég ekki í skólanum vegna veikinda. Þannig ég veit ekki hvað hinir voru að gera.

Ég var heima, ekki „veik“ heldur var ég með sýkingu sem kallast Tvíburabróðir. Tvíburabróðir er sýking sem verður í húðinni rétt efst í rassaskorunni. Ég gat ekki sitið og gat ekki legið á bakinu og gat varla labbað þegar sýkingin var verst. Ég fór til læknis og hann gaf mér pensilíntöflur sem heita Staklox. Ég tek 2 500mg tvisvar á dag í tvær vikur, og vonandi verður sýkingin farin eftir viku núna. Ástæðan útaf ég er að blogga þetta er vegna þess að þetta tengist dáltið efninu sem við erum að læra um núna.  Því Tvíburabróðir getur verið ætttengdur, og þegar ég var búinn að þjást í nokkra daga kom pabbi og sagði mér að hann hafi einu sinni fengið svona. Ég var dáldið reið útí hann fyrir að fá þetta, vegna þess að það er ekki þæginlegt aðað fá þessa sýkingu, en það fór strax. Núna er ég mikæu betri en ég finn samt að sýkingin er ekki allveg farinn og ég vona að hún fari bráðlega.

Ef þú vilt vita ýtarlega um sýkinguna er hér góð vefslóð.

Fréttir.

Getur þú leyst þessa „einföldu“ þraut?

Vísindanefnd sökuð um nornaveiðar.

Fylgstu með geimgöngu í beinni.

Kjötát eykur líkur á ristilkrabbameini.

Bjór bætir frammistöðu karla í kynlífinu.

 

Mánudagurinn 19.okt

Glærukynning

-Saga Erfðafræðinnar

+Mendel

 • 1865, Niðurstöður Mendels
 • 1900, Niðurstöður Mendels uppgvötaðar.
 • 1953, Útlit DNA kemur í ljós.
 • Erfðamengi mannsinns kemur í ljós.

Kynntum okkur um kynslóðir og töluðum um litninga og gen, artgerð og svipgerð, ríkjandi og víkjandi gen og arfhreinan og afrblendan einstakling.

12200700_10205435533876195_1220531393_n

Miðvikudagurinn 21.okt

Stöðvavinnutími.

Hér eru stövarnar sem voru í boði.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Ég fór í stöðvar 6, 5, 10 og 4

Stöð 6 – tölva

Í þessari stöð vorum við Dísa að búa til kanínu börn. Við notuðum reitatöflu til að ákveða hvort ungarnir myndu fá brúnann eða hvítan feld, beigð eða bein eyru, svört eða rauð augu eða hvort það væri stelpa eða strákur. Fyrsti unginn hafði tvö x litninga sem segir okkur að það hafi verið stelpa. Mamma kanína hafði rauð augu og pabba kanína hafði svört. Sem gerir kleift að ungarnir verða líklegri að fá svört augu því svört augu eru ríkjandi og rautt er víkjandi.

Stöð 5 og 10 – verkefna blað

Í þessari stöð fékk ég blað um gen hesta. Palómínó hestar eru úr tveimur ríkjandi genum frá jörðu (J) og gráu (G) sem gerir palómínó hesta að tveimur ríkjandi genum, þeirra gen eru þá (JG).

Stöð 4 – krossglíma

Ég náði ekki að klára þessa stöð en hugtakið mitt var REITARAFLA.

Fimmtudagurinn 22.okt

Erfðafræði í tölvuveri.

horfðum á myndbönd um erfðafræði til að læra meira um það.