Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 2.nóv

Þessi mánudagur var svoldið ruglingslegur fyrir mig því ég var ekki seinustu viku. En í þessum tíma fórum við að vinna í blóðflokkum. Við fengum verkefnablöð til að vinna í. Eitt verkefnið var það að við áttum að finna út hvort tvennir foreldrar hafi tekið vitlaust barn heim frá spítalanum.  Birna og Bjartur eru í blóðflokki AB og O og þau tóku barn með sér heim sem var í O. Sunna og Sólmundur eru í sama blóðflokki sem er A og þau tóku barn með sér heim sem er í blóðflokki A.  Spurningin er; hvort pörin hafi tekið vitlaust barn með sér heim. Svarið er já, pörin víxluðu börnum! Ef manneskja er í AB blóðflokki getur hún ekki eignast barn sem er í O blóðflokki, sama hvort hinn foreldrin sé í O.

Miðvikudagurinn 4.nóv

Í fyrri tímanum vorum við að skoða glósur.

Við fórum yfir dreyraskýki og óaðskilnað samstæðra litninga.

  • Fólk getur verið með auka litning, en það er kallað erfðagalli.
  • 1 af hverjum 1000 strákum eru með auka X-litning.
  • 1 af hverri 1000 konum hafa auka X-litning.

Töluðum um erfðir og umhverfi og erfðatækni. Klónun er einræktun, því þá eru að framleiða sömu persónuna aftur og aftur. Töluðum líka um genasplæsingu.

Erfðafræði og matvæli. Fundum út að allavega helmingur af mat í bandaríkjunum er erfðabreyttur. T.d. eins og melónan. Í gamla daga var melónan bara eins og 10cm á lengd en í dag er hún um 80 cm að lengd.

Við skoðuðum nokkrar fréttir. Gyða sýndi okkur frétt um antílópur. Í dag eru Antílópur að hrinja niður ein af annari. Það er verið að segja að það sé útaf gróðurhúsaáhryfinum. Hitinn er hærri og því lifa sumar bakteríur lengur og á stærra svæði. Þessar bakteríur drepa antílópurnar.  Við horfðum svo á myndband og í seinni tímanum vorum við í lesskilningi. Ég var í hóp með Birgit, Hannesi og Sunnevu. Við lásum enskt blað.

Fimmtudagurinn 5.nóv

Þessi tími var mjög kósý! Við ræddum um heimapróf sem byrjar næsta mánudag og Gyða lét okkur semja spurningar til að nota í prófinu. Fórum svo í enskt Kahoot í lok tímanns.

Fréttir

Auglýsa eftir geimförum.

hér er fréttin um antílópurnar.

Helmingur antilópanna horfinn.