Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Þurrís

Þurrís er ekki eins og klaki sem er frosið vatn. Þurrís er koltvísýringur (CO2) í föstu formi.  Þegar klaki bráðnar breytist hann í vökvakennt form og ef það er hitað hann en meira breytist hann í gufu. Þegar þurrís er bráðin breytist hann strax í gufuform og sleppi vökvaforminu.  Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís breytist í gas við -78,5°C. Þurrís er búinn til í sérstökum vélum en er þó hægt að finna hann í náttúrunni, en ekki á jörðinni.  Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

Tilraunin

Það voru nokkrar stöðvar til að fara á til að gera ýmis verkefni um þurrís. Okkur var skipt í 3ja til 2ja manna hópa. Með mér voru Dísa og Lína.

5. Þurrís og blöðrur.

Áhöld:

 • Tvö tilraunarglös.
 • Tvær blöðrur.
 • Sjóðandi vatn.
 • Kalt vatn.
 • Bikarglas.
 • Þurrís.

Í þessa tilraun notuðum við tvö tilraunarglösr, tvær blöðrur, sjóðandi vatn og kalt vatn, Þurrís og bikarglas.

Við hópurinn byrjuðum á að setja sjóðandi vatn í annað tilraunarglasið og kalt vatn í hitt. Við byrjuðum á að setja þurrís í glasið með heita vatninu og settum svo blöðru yfir glasið svo þegar ísin varð að gufu fór öll gufan inní blöðruna. Sama gerðum við með tilraunaglasið með kaldavatninu og settum blöðru yfir. Blaðran sem var yfir heita vatninu var fljótari að blása upp heldur en kalda vatnið því að þurrís leysist hraðar upp í heitu vatni.

Blaðran hjá kalda vatninu

Blaðran hjá kalda vatninu.

Blaðran hjá heita vatninu

Blaðran hjá heita vatninu.

2. Þurrís og Sápukúlur.

Áhöld:

 • Sápukúlur.
 • Þurrís.
 • Bakki.

Við tókum Þurrís sem Gyða gaf okkur og settum hann í bakka svo það færi ekki út um allt. Svo tókum við sápukúlur og blésum upp eina sem var nokkuð stór. Við létum sápukúluna fara rólega niður og reyndum að láta hana snerta þurrísinn en hún sprakk áður en hún var kominn niður því að hún var of stór. Þá blésum við upp aðra minni kúlu, létum hana síga niður og hún snerti þurrísin. Þegar hún snerti hann þá fraus sá partur af sápukúlunni. Svo sprakk kúlan en þar sem kúlan snerti ísin var eftir.

Ef þú lítur varlega þá geturu séð að neðst á sápukúlunni er frosin

Ef þú lítur varlega þá geturu séð að neðst á sápukúlunni er frosin.

3. Þurrís og Sápa.

Áhöld:

 • Tveir dallar.
 • Sápa.
 • Tuska.
 • Þurrís.
 • Heitt vatn.

Við hópurinn settum Þurrís ofan í einn dallin og sápu í hinn. Heltum svo heitu vatni ofan í skálina með ísnum og bleyttum tuskuna með sápu úr hinum dallinum. Þegar vatnið var komið í kom gufa uppúr dallinum og við reyndum að setja sápu yfir lokið á dallinum svo það myndi koma sápukúla af reyk en það gekk ekki vel. Fyrst var of mikil sápa ofan í hjá þurrísnum. Svo gátum við bara ekki komið sápunni yfir lokið, Það gekk nokkrum sinnum næstum því en það var einginn árángur.

Þarna erum við að reyna að setja sápu yfir lokið

Þarna erum við að reyna að setja sápu yfir lokið.

Aukatilraun

Áhöld:

 • Blaðra.
 • Þurrís.

Gyða leyfði okkur að leika okkur smá með þurrísin, en maður þurfti að fara varlega. Ég tók blöðru með engu lofti í, setti einn mola af þurrís ofan í blöðruna og batt hnút á endan. Eftir smá tíma var komið loft í blöðruna og hún var alltaf að stækka og stækka. Þegar þurrís bráðnar og verður að gufu þarf hann meira pláss því að gufuform tekur miklu meira pláss heldur en eitthvað í föstu formi. Þess vegna blés blaðran út.

 

 

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://nemar.fludaskoli.is/svava99/2014/12/16/thurristilraun-hlekkur-3-vika-4/

http://nemar.fludaskoli.is/hrafnhildur97/category/uncategorized/page/2/

 

Leave a Reply