Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Fyrstu vikuna í skólanum horfðum við á bíómyndina Avatar eftir James Cameron. Avatar gerist á tungli sem heitir Pandóra og þar búa verur sem kallaðar eru Na’vi.  Byrjun myndarinna kynnumst við persónu sem heitir Jake Sully. Jake er fluttur á Pandóru í geimskipi með fullt af öðrum mönnum. Jake átti tvíburabróðir sem var vísindamaður en hann lést og þess vegna þurftu þeir Jake til að halda áfram með það sem þeir voru að gera, því Jake og bróðir hanns voru með allveg sömu genin. Þegar Jake mætti voru vísindamenn búnir að búa til Avatara sem átti að vera fyrir bróður hanns en Jake fékk hann í staðinn.  Mennirnir gátu farið í vél sem tók sálina þeirra og færði hana í avatarinn þeirra. Einn daginn þegar Jake og tveir aðrir vísindamenn voru að taka sýni langt úti í skógi fór Jake að skoða sig um og endaði að vera eltur af Thanator sem er lífvera sem er svoldið eins og kattardýr með einginn hár og svarta húð. Jake stakk thanatorinn af og viltist í leiðinni. Þegar kvöldaði bjó Jake sér til eld svo að hann þurfti ekki að vera í myrkrinu en það laðaði að Viperwolfa hjörð sem ætlaði að éta hann. Þá kom allt í einu Na’vi kona og bjargaði Jake frá viberwolfonum.  Eins og herramaður þakkaði Jake henni fyrir að bjarga lífi sínu en hún varð bara reið og leið á sama tíma. Hún saði að þeir hefðu ekki átt að deyja heldur var Jake bara að láta eins og barn. Það slökknaði á eldinum og allt varð svart, en ekki lengi því plönturnar byrjuðu að lýsa. Ég velti fyrir mér hvort efnin í plöntunuum séu sömu efnin og láta sumar strendu lýsa í myrkri. Það heitir held ég plakton og það eru einhverjar lífverur í sjónum og láta stundum sumar strendur lýsa upp. En allavega gellan hleypur burt en Jake eltir hana og spyr hana alskyns spurninga. Hún verður svo pirruð að hún ætlaði að stinga hann af en þá birtust, eins og avatararnir kölluðu það, fræ frá trénu Eywa, en meira af henni seinna. Hún ákvað að fara með hann að heimatrénu sem fólkið hennar bjó í, sem var svo stórt að það hefði allveg getað verið jafn stórt og næstum Everest. Líka voru Na’vi fólkið meira en tveir metrar á hæð svo ef til vill er aðdráttaraflið á þessari plánetu minna en hér á jörðinni. Na’vi fólkið tók Jake ekki vel en lokst ákvað foringinn að Neytiri, gellan sem bjargaði Jake, mundi kenna Jake allt um þau og um náttúruna í kringum þau. Hún byrjaði að sína honum Direhestanna. Þeir eru sex fóta hestar með nef á hálsinum. Öll dýrin höfðu eitt sameiginlegt, öll höfðu þau „hár“ eða eh sem þau gátu tengst með. Eins og með direhestanna, Na’vi hafði líka svona en hafði bara langa fléttu og inní fléttunni voru þessi „hár“, með því að tengja hárin á hestunum og fólkinu saman gat fólkið stjórnað hestunum án þess að segja nokkuð upphátt eða notað eh til að beygja þau til, þau bara sögðu þeim að beygja þá beygðu hestarnir. Þegar Jake var tilbúinn fór hann hátt upp í himnalaja fjöllin, eða The floating mountains, að fjalli sem heitir Banshee fjall því þar ætlaði hann ásamt öðrum að velja sér Banshee. Banshee eru ekki eins og hestar sem lúta öllum. Banshee velur sér eiganda og verður með honum þangað til annar deyr. Þú veist að Banshee hefur valið þig því hann byrjar að reyna að drepa þig. Banshee eru eins og drekar og eru margsinns á litinn. Eywa er mikill partur í sögunni. Eywa er eins og móðir allra náttúru sem lifir á pandóru, hún heldur allri náttúrunni í jafnvægi, stjórnar og skapar. Eywa geymir líka allar sálir sem hafa lifað og svo dáið. Neytiri sagði að öll orka er lánuð og þú verður að skila henni einn daginn, sem sagt þegar þú deyrð. Mér finnst þessi mynd svakaleg því hún fær mann til að hugsa… Var eh tímann lífið svona á jörðinni? Og var svo bara eitthver græðgi sem eyddi þessu öllu? Í dag er náttúran á jörðinni aaalls ekki í jafnvægi. Mennirnir eru svo gráðurgir að maður bara veit ekki hvað maður á að gera lengur. Eins og Jake sagði í enda myndarinna; hann var að fá hjálp frá Eywu því það var að koma stríð móti manneskunum og þá hafði einn vinur hanns dáið, hann sagði: Ef Grace er hjá þér, skoðaðu minningar hennar, það er ekkert grænt þar sem við komum frá, þau hafa drepi móður sína og ætla að gera það sama hér. Mér fannst þessi settning svakalega sterk því hún er svo sönn. Það er ekkert grænt hér lengur og ekki hef ég fundið fyrir móður náttúru, hún er löngu dauð…

Hér eru myndir af nokkrum dýrum sem voru í myndinni.

Direhorse

Direhorse

Ikran Banshee

Ikran Banshee

Thanator

Thanator

Heimildir

Fékk allar heimildir af www.pandorapedia.com

Ég fékk líka myndaheimildirnar af Direhorse og Banshee en fékk myndina af Thanatorinum af pinterest.

Leave a Reply