Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Í seinustu viku var Vísindavakan mikla. Ég var með Dísu og Línu að gera tilraun og okkur hefði getað gangið betur en annars var þetta bara mjög skemmtilegt 😀

Vax undir sandi

Þessi tilraun er aukatilraunin okkar sem við fengum frá Gyðu. Það sem við héldum að myndi gerast er að þegar við myndum setja vatnið í að vaxið myndi fljóta upp en það geriðst ekki. Vísindaspurningin: Hvað gerist þegar vaxið hitnar?

Efni og áhöld:

  • Vax
  • Vatn
  • Sand
  • Krukku/Bikarglas
  • Skeið
  • Eld

Við byrjuðum á að skera niður sirka 10cm af vaxi og leggja það á botninn á bikarglasinu. Settum svo góða lúku af sandi yfir all vaxið svo ekkert vax myndi sjást. Svo settum við vatnið í, við þurftum að setja það varlega í svo að sandurinn myndi ekki fara út um allt og myndi fara af vaxinu. En þá gátum við bara notað skeiðina og sett sandinn aftur yfir vaxið. Þegar vatnið var komið í settum við bikarglasið yfir eld og biðum. Eftir sirka 5-7 min byrjaði að gerast eitthvað. Vaxið bráðnaði undir sandinum og flaut svo á yfirborðið, storknaði þar og bjó til littla eyju úr vaxi. Þetta er líking við þegar land verður til. Þegar gýs eldfjall undir sjónum kemur hraun og þegar það nær yfir yfirborðið storknar það og verður að eyju. Ef ég myndi gera þessa tilraun aftur myndi ég hafa meira af sandi ofan á vaxinu svo það héldist lengur á botninum og myndi bráðna meira.

Hér getur þú séð myndband af verkefninu okkar.

Rignir blóði

Þessi tilraun er upprunalega tilraunin okkar en hún virkaði ekki hjá okkur þannig við völdum aðra tilraun sem Gyða kom upp á. En Í þessa tilraun þurfum við:

  • Gaffal
  • Vatn
  • Glas/Krukku/Bikarglas
  • Soðna olíu

Við byrjuðum að sjóða olíu og bættum svo matarlit út í þegar olían var kominn af eldinum og hrærðum saman með gaffli. Við settum vatn í bikarglas og settum svo olíuna ó vatnið. Olían átti að dropa niður en hún flaut bara ofan á vatninu og matarlituinn fór og blandaðist vatninu.

Hér eru heimildirnar sem við notuðum í þessa tilraun og á þessu myndbandi sést hvernig þetta á að vera.

Aðrar tilraunir

Mér fannst tilraunin hjá Siggu L, Sunnevu og Birgit mjög flott og áhrifamikil en þær voru með hologram tilraun. Ég valdi þessa tilraun af því að mér finnst þetta mjög fallegt og við vorum að pæla í að taka þessa tilraun.  Hér getur þú séð þeirra tilraun.

Önnur tilraun sem mér fannst standa uppúr var tilraunin hjá Ástráði, Hannesi og Herði. Þeirra tilraun var mjög vel gerð og skemmtilegt að horfa á. Mig hefur líka alltaf langað til að prófa svona tilraun og mér fannst hún heppnast vel hjá þeim. Hér getur þú séð þeirra tilraun.

Leave a Reply