Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 15.feb

Könnun næsta mánudag um rafmagn.

Nearpod

Óson = O

Óson er efni í lofthjúpinum sem dregur úr útfjólubláum geislum frá sólinni.  Freon er efni sem drepur eða eyðir ósoninu. Í dag er allt Freon efni bannað vegna þess að einu sinni var verið að nota svo mikið af því að ósonlagið var orðið svakalega þunnt. Ef ósonlagið þynnist kemst meira af útfjólubláum efnum í gegnum loftjúpin. Í dag er ósonlagið komið á góðan veg en freon er enn bannað að nota.

Segulmagn

 • Uppgvötað um 500f.kr. í Magnesíu.
 • Notað í ýmsum tækjum.

Segulkraftur

 • Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum, minnkar þegar fjær dregur.

Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn.

Miðvikudagurinn 17.feb

Við byruðum tímann á að skoða fréttir. Horfðum svo á myndband um Ísland sem einhverjir túristar gerðu. Í myndbandinu komu upp nokkrir staðir, hér eru nokkrir af þeim.

 • Jökulsárlón
 • Sprengisandur
 • Dettifoss
 • Gullfoss
 • Þingvellir
 • Skógarlandsfoss
 • Seljalandsfoss

Við horfðum svo á annað myndband um rafmagn og segulsvið, gerðum svo verkefni uppúr því á blað sem Gyða lét okkur fá. Meðal spurninga var t.d. Hvaða öreindir eru í frumeind? Róteindir, Rafeindir og Nifteindir. og Ef hlutur er mínushlaðinn eru rafeindir í honum? Fleiri.

Í allveg lok tímanns fórum við í leik með svörum í umslagi. Þá fáum við umslag með spurningu, fáum svo miða og svörum spurningunni á miðan og setjum í umslagið. Þegar allir eru búnir að svara öllum spurningum nema einni á maður að taka öll svörin úr og velja besta svarið.

Fimtudagurinn 18.feb

Í þessum tíma vorum við ekki vegna þess að við 10.bekkur fórum í myndatöku. En Hópur B náði að fara í Náttúrufræði og hann hafði það verkefni að taka einhver hugtök og setja þau á myndrænt form. Hugtökin voru t.d. Segulsvið, Lögmál ohms, Fallorka, Stöðuorka og viðnám svo eitthvað sé nefnt.

Fréttir sem náðu athygli minni

NASA gefur út meinta geimtónlist.

Satt og logið um loftslagsmál.

Janúar sá hlýjasti í sögunni.

Afhjúpa ódýrasta snjallsíma heims.

Hola í óson­lag­inu þegar það ætti að vera þykk­ast.

Mánudagurinn 8.feb

Byrjuðum tímann að skoða blogg og fréttir vikunnar. Fórum svo í Kahoot um rafmagn.

Miðvikudagurinn 10.feb

Stöðvavinna

Stöðvarnar sem ég fór á eru 16,6 og 20. Hér eru stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 16 –  Tengdu fjóra

Í þessari stöð var ég að tengja fjögur hugtök saman sem höfðu öll eh sameiginlegt. Til dæmis var þetta svona hjá mér.

Mótstaða – Viðnám – R – ohm = Viðnám

Rafstraumur – I – amper – Rafeindaflæði = Straumur

Volt – Rafeindaorka – V – Rafspenna = Spenna

Raðtenging – Straumrás – Hliðtenging – tengimynd = Straumrás

Ég lærði mikið af þessari stöð og mér finnst að það ætti að vera meira svona. Maður lærir hugtökin betur og getur tengt þau saman.

Stöð 6 – Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Í þessari stöð var ég að lesa mig um skammhlaup í rafmagni, vör og straum. Gerði svo orð af orði verkefni úr orðinu Skammhlaup.

Spenna

rafKerfi

strAumur

rafMagnssnúra

fraMhjátenging

Heilinn

eLdur

rAfhlaða

spennUgjafi

Pera

Stöð 20 – Tilraun

Í þessari stöð var ég að reyna að búa til rafmagnshring. Við tengdum batterí við snúru, settum svi ljós og þá átti að kveikna á ljósinu. Okkur gekk svoldið illa í þessari stöð því þótt við fórum eftir leiðbeningum gerðist samt ekkert hjá okkur.  Hér er mynd af einu sem við gerðum.

12722560_969332909770627_806749328_o

 

 

 

Hér er myndband á ensku sem lýsir því hvað við erum búinn að vera gera.

 

Lekaliði

Seinustu viku erum við búin að vera að tala um orku, rafmagn og fleira. Hvert hús hefur rafmagnstöflu einhverstaðar í sér. Í henni geturu eiginlega stjórnað hvert rafmagnið fer í húsinu. Það er samt nátúrulega allstaðar í húsinu en þú getur slökkt á rafmagninu í einhverju sér herbergi. Í hverri töflu er tæki sem kallast Lekaliði. Lekaliði er mikilvægur hlutur í töflunni. Lekaliði er tæki sem slær út rafmagni þegar óeðlilegt ástand verður á rafkerfinu. Í gamla daga var til annað tæki sem gerði næstum það sama, bara þegar kom óeðlilegt ástand í rafmagninu þá þá bræddi það öryggið og þá sló út. Og þá þurfti að skipta um tækið, því miður man ég ekki hvað það heitir. En í dag er bara einfaldur rofi sem slær út rafmagnið ef eitthvað er ekki okey. Svarta örin á myndinni bendir á lekaliðann í rafmagnstöflunni heima hjá mér. Fyrir ofan það eru bargir litlir rofar sem er hægt að slökkva og kveikja í rafmagninu bara í einhverjum herbergjum.

 

Rafmagnstalfan heima hjá mér

Rafmagnstalfan heima hjá mér.

Heimildir:

http://www.sjova.is/articles.asp?articleId=34&cat=1482

 

Mánudagurinn 1.feb

Í þessum tíma fórum við yfir nýjar glærur um Rafmagn. Og við gerðum það í Nearpod

– Rafmagn er í öllum hlutum og hefur alltaf verið til. Rafmagn gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfsemi lífvera.

– Rafhleðsla og Kraftur eru aðdráttar og fráhrindandi kraftur.

– Stöðurafmagn myndast mikið í gosstrókum vegna eldgosa. Stöðurafmag en orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað og það myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlutum.

-Rafspenna, er mæld í voltum – V- Er hvað mikil orka er í rafeindinni.

-Rafstraumur er mældur í amper -I- Hvað fer mikið í gegn.

-Viðnám er mælt í ohm -R- Er mótstæða.

Lögmál ohm ; rafstraumur=  spenna/viðnám   eða  I=V/R

Miðvikudagurinn 3.feb

Stöðvavinnutími.

Hér er hægt að sjá stöðvarnar sem voru í boði;

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Ég fór í stöðvar 3, 12, 7 og 10

Stöð 3 – BBC og rafmagn.

Á þessari stöð vorum við að finna út hvaða hlutir leiddu best rafmagn. Við fundum út að plast, strokleður og korktappi leiddu ekki vel rafmagn en króna og lykill leiddu vel.

Stöð 12 – Rafmagnsæfing.

Á þessari stöð vorum við að læra um hring rafmagns. Til að geta kveikt á ljósaperu þarf að vera batterí í hringnum til að koma orku inn í hringinn. Hringurinn má ekki rofna annars slökknar á peruni. Með því að hafa rofa í hringnum ertu að gera þér auðvelt með að slíta hringinn því ef rofin er á off þá er hringurinn ekki fullkomaður og ljósið hættir að lýsa.

Stöð 7 – Ohm law.

Á þessari stöð lærði ég meira um lögmál ohm’s. Rafstraumur (I) = Spenna (V) / Viðnám (R).  Því meiri Rafspenna og minna viðnám er rafstraumurinn mikill en ef það er lítil rafspenna og mikið viðnám er lítið sem einginn rafstraumur.

V=9,0v(mikið)       R= 10Ω(lítið)    I= 900,0mA(mest)

 

V= 0,1v(lítið)      R=1000Ω(mest)     I=0,1mA(lítið)

Stöð 10 – Raf, hvað er það?

Raf er harðnaður trjákvoði úr vissum tegundum trjáa, helst æur fornum barrtjrám. Algengt er að smádýr hafi lokast inni í kvoðunni. Ekki er hægt að finna Raf hér á landi. Raf telst ekki með sem bergtegund en heldur steind(mineral). Raf er myndlaust(amorf) líkt og gler. Grikkir fundu að raf sem núið var með silki dró að sér létta hluti og af grísku heitinu elektron eru alþjóðlegu orðin fyrir rafmagn dregin.

Fimtudagurinn 4.feb

Þessi tími féll niður vegna óveðurs.

Fréttir sem fönguðu augað mitt:

Bananar gegn krabbameini.

Bjargaði sjaldgæfri skjaldböku.

Lífseig flökkusaga afsönnuð.

Stefnir á Mars innan tíu ára.

 

Mánudagurinn 25.jan

Í þessum tíma vorum við að klára vísindavökuna. Þessi Mánudagur var skiladagurinn á tilraununum sem við vorum að gera í vísindavökunni.

Miðvikudagurinn 27.jan

Byrjuðum að skoða blogg um Avatar sem við gerðum. Og skoðuðum svo fréttir vikunnar.

Nearpod

Hvað dettur þér í hug þegar þú heirir hugtakið Orka ?

Hvar sérð þú orku í náttúrunni?

Þetta voru spurningar sem Gyða lét okkur svara áður en við færum yfir glósurnar.

Orka

Orka er í mörgum ólíkum formum t.d.

 • Hreyfiorka – Þegar við löbbum,hjólum,hlaupum notum við hreyfiorku.
 • Stöðuorka – Hlutur hefur meiri stöðuorku því hærra sem hann fer.
 • Varmaorka – Nuddaðu höndunum saman, Þér hitnar. Með því að núa höndunum saman breyttir þu hreyfiorku handanna í varmaorku.
 • Efnaorka – Er í öllu!
 • Rafsegulorka – Ljós er ein gerð rafsegulorku.
 • Kjarnaorka – Orka inn í kjarna frumeinda.

Orka getur aldrei eyðst eða myndast. Hún getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra, þannig heildarorkan hverju sinni breytist þá aldrei. Þetta er kallað Lögmál orkunnar.

Fimmtudagurinn 28.jan

Við fengum þennan tíma til að Blogga fyrir Vísindavökuna, og notaði ég þennan tíma mjög vel.