Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 1.feb

Í þessum tíma fórum við yfir nýjar glærur um Rafmagn. Og við gerðum það í Nearpod

– Rafmagn er í öllum hlutum og hefur alltaf verið til. Rafmagn gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfsemi lífvera.

– Rafhleðsla og Kraftur eru aðdráttar og fráhrindandi kraftur.

– Stöðurafmagn myndast mikið í gosstrókum vegna eldgosa. Stöðurafmag en orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað og það myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlutum.

-Rafspenna, er mæld í voltum – V- Er hvað mikil orka er í rafeindinni.

-Rafstraumur er mældur í amper -I- Hvað fer mikið í gegn.

-Viðnám er mælt í ohm -R- Er mótstæða.

Lögmál ohm ; rafstraumur=  spenna/viðnám   eða  I=V/R

Miðvikudagurinn 3.feb

Stöðvavinnutími.

Hér er hægt að sjá stöðvarnar sem voru í boði;

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Ég fór í stöðvar 3, 12, 7 og 10

Stöð 3 – BBC og rafmagn.

Á þessari stöð vorum við að finna út hvaða hlutir leiddu best rafmagn. Við fundum út að plast, strokleður og korktappi leiddu ekki vel rafmagn en króna og lykill leiddu vel.

Stöð 12 – Rafmagnsæfing.

Á þessari stöð vorum við að læra um hring rafmagns. Til að geta kveikt á ljósaperu þarf að vera batterí í hringnum til að koma orku inn í hringinn. Hringurinn má ekki rofna annars slökknar á peruni. Með því að hafa rofa í hringnum ertu að gera þér auðvelt með að slíta hringinn því ef rofin er á off þá er hringurinn ekki fullkomaður og ljósið hættir að lýsa.

Stöð 7 – Ohm law.

Á þessari stöð lærði ég meira um lögmál ohm’s. Rafstraumur (I) = Spenna (V) / Viðnám (R).  Því meiri Rafspenna og minna viðnám er rafstraumurinn mikill en ef það er lítil rafspenna og mikið viðnám er lítið sem einginn rafstraumur.

V=9,0v(mikið)       R= 10Ω(lítið)    I= 900,0mA(mest)

 

V= 0,1v(lítið)      R=1000Ω(mest)     I=0,1mA(lítið)

Stöð 10 – Raf, hvað er það?

Raf er harðnaður trjákvoði úr vissum tegundum trjáa, helst æur fornum barrtjrám. Algengt er að smádýr hafi lokast inni í kvoðunni. Ekki er hægt að finna Raf hér á landi. Raf telst ekki með sem bergtegund en heldur steind(mineral). Raf er myndlaust(amorf) líkt og gler. Grikkir fundu að raf sem núið var með silki dró að sér létta hluti og af grísku heitinu elektron eru alþjóðlegu orðin fyrir rafmagn dregin.

Fimtudagurinn 4.feb

Þessi tími féll niður vegna óveðurs.

Fréttir sem fönguðu augað mitt:

Bananar gegn krabbameini.

Bjargaði sjaldgæfri skjaldböku.

Lífseig flökkusaga afsönnuð.

Stefnir á Mars innan tíu ára.