Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 8.feb

Byrjuðum tímann að skoða blogg og fréttir vikunnar. Fórum svo í Kahoot um rafmagn.

Miðvikudagurinn 10.feb

Stöðvavinna

Stöðvarnar sem ég fór á eru 16,6 og 20. Hér eru stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 16 –  Tengdu fjóra

Í þessari stöð var ég að tengja fjögur hugtök saman sem höfðu öll eh sameiginlegt. Til dæmis var þetta svona hjá mér.

Mótstaða – Viðnám – R – ohm = Viðnám

Rafstraumur – I – amper – Rafeindaflæði = Straumur

Volt – Rafeindaorka – V – Rafspenna = Spenna

Raðtenging – Straumrás – Hliðtenging – tengimynd = Straumrás

Ég lærði mikið af þessari stöð og mér finnst að það ætti að vera meira svona. Maður lærir hugtökin betur og getur tengt þau saman.

Stöð 6 – Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Í þessari stöð var ég að lesa mig um skammhlaup í rafmagni, vör og straum. Gerði svo orð af orði verkefni úr orðinu Skammhlaup.

Spenna

rafKerfi

strAumur

rafMagnssnúra

fraMhjátenging

Heilinn

eLdur

rAfhlaða

spennUgjafi

Pera

Stöð 20 – Tilraun

Í þessari stöð var ég að reyna að búa til rafmagnshring. Við tengdum batterí við snúru, settum svi ljós og þá átti að kveikna á ljósinu. Okkur gekk svoldið illa í þessari stöð því þótt við fórum eftir leiðbeningum gerðist samt ekkert hjá okkur.  Hér er mynd af einu sem við gerðum.

12722560_969332909770627_806749328_o

 

 

 

Hér er myndband á ensku sem lýsir því hvað við erum búinn að vera gera.

 

Lekaliði

Seinustu viku erum við búin að vera að tala um orku, rafmagn og fleira. Hvert hús hefur rafmagnstöflu einhverstaðar í sér. Í henni geturu eiginlega stjórnað hvert rafmagnið fer í húsinu. Það er samt nátúrulega allstaðar í húsinu en þú getur slökkt á rafmagninu í einhverju sér herbergi. Í hverri töflu er tæki sem kallast Lekaliði. Lekaliði er mikilvægur hlutur í töflunni. Lekaliði er tæki sem slær út rafmagni þegar óeðlilegt ástand verður á rafkerfinu. Í gamla daga var til annað tæki sem gerði næstum það sama, bara þegar kom óeðlilegt ástand í rafmagninu þá þá bræddi það öryggið og þá sló út. Og þá þurfti að skipta um tækið, því miður man ég ekki hvað það heitir. En í dag er bara einfaldur rofi sem slær út rafmagnið ef eitthvað er ekki okey. Svarta örin á myndinni bendir á lekaliðann í rafmagnstöflunni heima hjá mér. Fyrir ofan það eru bargir litlir rofar sem er hægt að slökkva og kveikja í rafmagninu bara í einhverjum herbergjum.

 

Rafmagnstalfan heima hjá mér

Rafmagnstalfan heima hjá mér.

Heimildir:

http://www.sjova.is/articles.asp?articleId=34&cat=1482