Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 8.feb

Byrjuðum tímann að skoða blogg og fréttir vikunnar. Fórum svo í Kahoot um rafmagn.

Miðvikudagurinn 10.feb

Stöðvavinna

Stöðvarnar sem ég fór á eru 16,6 og 20. Hér eru stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 16 –  Tengdu fjóra

Í þessari stöð var ég að tengja fjögur hugtök saman sem höfðu öll eh sameiginlegt. Til dæmis var þetta svona hjá mér.

Mótstaða – Viðnám – R – ohm = Viðnám

Rafstraumur – I – amper – Rafeindaflæði = Straumur

Volt – Rafeindaorka – V – Rafspenna = Spenna

Raðtenging – Straumrás – Hliðtenging – tengimynd = Straumrás

Ég lærði mikið af þessari stöð og mér finnst að það ætti að vera meira svona. Maður lærir hugtökin betur og getur tengt þau saman.

Stöð 6 – Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Í þessari stöð var ég að lesa mig um skammhlaup í rafmagni, vör og straum. Gerði svo orð af orði verkefni úr orðinu Skammhlaup.

Spenna

rafKerfi

strAumur

rafMagnssnúra

fraMhjátenging

Heilinn

eLdur

rAfhlaða

spennUgjafi

Pera

Stöð 20 – Tilraun

Í þessari stöð var ég að reyna að búa til rafmagnshring. Við tengdum batterí við snúru, settum svi ljós og þá átti að kveikna á ljósinu. Okkur gekk svoldið illa í þessari stöð því þótt við fórum eftir leiðbeningum gerðist samt ekkert hjá okkur.  Hér er mynd af einu sem við gerðum.

12722560_969332909770627_806749328_o

 

 

 

Hér er myndband á ensku sem lýsir því hvað við erum búinn að vera gera.

 

Leave a Reply