Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Afréttur

Afréttur er hugtak sem er notað fyrir landsvæði utan byggðar þar sem fólki er gefið leifi að fara með búfé sitt á beit yfir sumartíman. Þessi svæði eru friðuð fyrir beit á veturna, vorin og seinniparts hausts. Þá koma smalamenn og fara um afréttin til að smala saman búfénu sem er þar og koma því til byggðar. Afréttir eru flestir á miðhálendinu en stundum er sagt að afréttur er milli dala/fjarða á norður og vesturlandi. Nú er næstum hætt að nota þetta orð í náttúruverndarlögum eða eithverju svoleiðis en heldur er sagt frá eignarlandi eða þjóðlenda.

 

Heimildir fékk ég frá Hvítubók náttúruverndarlaga og frá wiki.

Heimaprófið

Mánudaginn 22 til miðvikudagsinns 24 fengum við heimapróf um rafmagn. Í prófinu voru allskyns spurningar. Til dæmis voru spurningar um vindmyllur, segulsvið og rafeindir. Við fengum prófið til baka fimtudaginn 3.mars. Mér gekk bara nokkuð vel í því. Á prófinu fékk ég 88 af 100, ég hefði viljað betri einkunn en þetta er svosem fínt.

Ég fékk mikla hjálp hjá frænda mínum sem veit sitt hvað um rafmagn og svo hjálpuðu stelpurnar mér líka. Ég fann upplýsingar á netinu og í bókum sem ég tók með mér heim frá skólanum. Við fengum eiginlega þrjá daga til að gera þetta próf sem mér fannst bara nokkuð fínn tími. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma en svona er þetta stundum. Mánudags kvöldið náði ég ekki að gera neitt í prófinu því ég var allt of upptekin með annað en ég vann vel og mikið á þriðjudeginum og náði að klára prófið á þeim degi. Ég skilaði svo prófinu á miðvikudeginum eins og allir aðrir. Mér fannst þetta próf semi erfitt. Sérstaklega verkefnið sem hét rafvirkinn. Það voru svoldið trikkí spurningar og erfiðar. léttast fannst mér ritgerðaspurningarnar enda fékk ég fullt hús þar.

Mér finnst mjög gott að vinna svona heimapróf því þá lærir maður meira hlutina, með því að leita sér upplýsingar til að svara spurningunum í staðin fyrir að leggja fullt af dóti á mynnið svo tekuru próf í skólanum svo eftir prófið ertu búinn að gleima öllu. Mér finnst þetta ætti að vera meira af heimaprófum í öðrum fögum.