Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 28.sept

Þennan mánudaginn fórum við í glænýtt verkefni, allavega fyrir okkur. Orð af Orði er gagnvirkur lestur.  Markmiðið með þessu verkefni er að láta okkur hugleiða hlutina og hugsa um þá. Okkur var skipt í hópa og í hverjum hópi voru 4 aðilar. Ég var í hópi með Birgit, Dísu og Heiðari. Okkur var gefið hlutverk. Ein manneskjan átti að lesa texta í bókinni CO2 framtíðin í okkar höndum á bls.20, og taka saman hvað hann var að lesa, önnur átti að spurja spurninga úr textanum sem hin var að lesa, þriðja átti að lúta skýringa. Eiginlega bara að svara spurningunum. Og fjórða átti að spá, spá í textan og hugleiða um hvað hann var um. Ég byrjaði að spá, Heiðar las, Birgit spurði og Dísa laut skýringum. Næsta hring laut ég skýringum, Dísa spurði, Birgit las og Heiðar spáði. Þannig gekk hringurinn. Seinna verður svo próf/verkefni úr þessum texta sem við lásum. Textin var aðalega um afleiðingar gróðurhúsaáhryfanna. Um hvernig jöklarnir bráðna, hvað mundi gerast við kóralrifin og vötn.

Gróðurhúsaáhryf

Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2). Meðal annarra gróðurhúsalofttegunda eru vatnsgufa, metan, tvínituroxíð (N2O), óson (O3). Til þess að átta sig á hvernig þessi efni virka og hvers vegna þau eru kennd við gróðurhús er mikilvægt að skoða hvernig geislar sólar hegða sér á jörðinni!

„Þegar sólargeislar falla á lofthjúp jarðar endurkastast 26% þeirra strax aftur út í geiminn vegna frákasts frá skýjum og ýmsum ögnum í lofthjúpnum. Skýin og agnir í andrúmsloftinu gleypa svo í sig um 19% þeirra geisla sem berast frá sólu en afgangurinn, 55%, nær að yfirborði jarðar. Af þeim geislum er 4% varpað strax aftur út í geim. Hin 51% hafa margvísleg áhrif og valda meðal annars bráðnun jökla, uppgufun vatns og hitun yfirborðsins. Síðast en ekki síst nýtast þessir geislar til ljóstillífunar plantna.“

Gró'urhúsaáhryfin að verki

Gró’urhúsaáhryfin að verki

mynd fékk ég frá Vísindavefnum

textan fékk ég á sama stað.

Miðvikudagurinn 30.sept

Einginn skóli var þennan Miðvikudag vegna foreldraviðtala.

Fimmtudagurinn 1.okt

Dagurinn í dag var bara hálfur og þess vegna í staðinn að annar hópurinn myndi fara í náttúrufræði og hinn í samfélagsfræði var allur bekkurinn saman í einu verkefni. Verkefnið var að búa okkur til ofurhetju! málið var þannig að það voru að koma nýjar áskoranir frá sameinuðuþjóðunum sem kallast Global Goals Alliance.  Við horfðum á myndband um efnið og áttum svo að downloada appi í símana/iphadana okkar sem heitir The Alliance. Þar gátum við valið okkur eina af sautján áskorunum og gerðum okkur ofurhetju sem tengist áskorunnini. Við áttum að skila svo verkefninu á Twitter, Facebook og padlet. Hér geturu séð allar ofurhetjurnar sem bekkurinn valdi, og inná því sama eru myndbönd, teiknimyndasaga og fleiri aðferðir til að afla sér uppl. um þetta verkefni ef þú hefur áhuga. Ég valdi ofurhetjuna fyrir áskorun 15. um Líf á landi.

Fréttir

Konur leiða Discovery-áætlunnini

Vísbendingar um fljótandi vatn á mars

 

Mánudagurinn 21.sept

Samrændaprófa vika!! En við mættum samt í náttúrufræðitíma. Við notuðum þennan tíma með að halda áfram með verkefnið. Við unnu niðri í tölvustofu og okkur gekk bara nokkuð vel með verkefnið.

Miðvikudagurinn 23.sept

Vegan samrændaprófa átti A-hópur að missa tvöföldu tímana en í staðinn fórum við eftir hádegi í einn samfélagsfræðitíma og einn náttúrufræði tíma. Í þeim tíma var seinasti tíminn sem við fengum í verkefnið okkar. Svo munum við kynna það á fimmtudaginn næsta. Okkur gekk vel að vinna í þessum tíma og við náðum allveg auðveldlega að klára verkefnið okkar. Það var bara eitt vandamál hjá okkur!! Þegar við ætluðum að skila verkefninu inná padlet.com  þá kom eitthvað verkefni frá öðrum aðila, sem ég þekki ekki neitt!

Fimmtudagurinn 24.sept

Skiladagur! Í þessum tíma vorum við að kynna verkefnið okkar. Við loksinns náðum að setja rétta verkefni inn á padlet þökk Margrétar dönskukennara. Allir sem voru í A-hóp voru með svoldið eins kynningar en það var miklu fjölbreyttari í B-hóp. Okkur gekk vel að kynna verkefnið okkar og allt gekk vel hjá ollum held ég.  Þegar allir voru búnir þurfti Gyða að kvarta smá, því að við hefðum mátt fá meiri samræður í verkefnin, hún hefði viljað að við mundum fara aðeins meira í verkefnið og velta svoldið fyrir okkur hvað við gætum gert til að breyta náttúruhamförum, eða bara það sem maður var með.

Hér er hægt að sjá verkefnið okkar. Og hér er hægt að finna verkefnin hjá öllum hinum.

Frétt

Á að leyfa skógum að brenna?

Veðurfarsöfgar vekja spurningar.

Almyrkvi á tungli eftir helgi.

Vila fá að fikta í erfðaefninu.

Mánudagurinn 14.sept

Við byrjuðum tíman á að horfa á tónlistar myndband  og áttum að skrifa niður nokkur hugtök úr því.

Það sem ég skrifaði:

 • Moon- Tungl
 • Universe – Alheimur
 • Mama – Mamma
 • Sea – Sjór
 • Haven – Himnaríki

Næst skelltum við okkur í Nearpod og vorum að fjalla um vistkerfi mannsins og fróðurhúsaáhrifin.

-Lofthjúpur jarðar

 • Dreifir hita og raka
 • Verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum
 • Mótar veðurfar.

-Gróðurhúsalofttegundir

 • Lofttegundir sem er a finna í litlu magni í andrúmsloftinu en hafa langan líftíma.
 • Gleypa varmageislun til jarðar
 • >Vatnsgufa (H2O)
 • >Koldíoxið (CO2)
 • >Metan (CH4)
 • >Óson (O3)
 • >Glaðloft (N2O)
 • > ofl. efni

-Gróðurhúsaáhrif

Jörðin má ýmsan hátt líkja við gróðurhús. Þá er sagt að lofthjúpurinn sé glerið í gróðurhúsinu. Hann hleypir greiðilega í gegnum sig sýnilegri sólargeislun en gleypir eða heldur inni miklum hluta varmageislunarinnar sem berst frá yfirborði jarðar. Þannig takmarkar lofthjúpurinn varmatap frá Jörðinni. Án gróðurhúsaáhrifa væri meðalhitastig á jörðinni í kringum -18°C í stað +15°C, eins og það er nú.

Myndbandið sem við horfðum á í byrjun tímans: Að elska jörðinna

Miðvikudagurinn  16.sept

Ég ber ábyrgð

Gyða skipti okkur í hópa og lét okkur fá verkefni fyrir þessa og næstu viku. Verkefnið félst í því að kynna til hugtök um Móðir Náttúru. Hópurinn minn valdi Náttúruhamfarir. Ég var með Jónasi og Linu í hóp. Um leið og við fengum verkefnið í hendurnar fórum við niður í tölvuver og byrjuðum. Við ákváðum að nota Prezi.com sem er ágætis aðferð til að kynna. Við skiptum verkefninu niður, Lína tók jarðskjálfta, Jónas tók flóð/flóðbylgjur og ég tók eldgos.

Eldgos

Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þegar jarðskorpan hreyfist myndast jarðskjálftar og kvikan leitar uppá við og þá myndast eldgos. Eldgos geta valdið miklu tjóni á mannvirki og dauðsföllum.

 

Fimmtudagurinn 17.sept

Vð héldum áfram í verkefninu síðan gærdaginn um Náttúruhamfarir.

Okkur gekk vel í þessum tíma og allir í hópnum unnu vel. Að mínu matir.

 

Mánudagurinn 7.sept

Ljóstillífun og Bruni – Fyrlestur, umræður og verkefni.

Nearpod tími – Móðir Náttúra

Gyða lét okkur skrifa niður tengingu á hlínun jarða, lundum, kríum og fiskum! ég skrifaði niður þetta.

Krían er að fækkavegna ísjakar bráðna svo sjórinn kólni og fiskar eru nokkuð viðkvæmir að þeir deyja ef að vatnið kólnar og mikið, þá er minni matur fyrir kríurnar og lundanna að þeim fækkar.

Þetta er að hluta rétt! En sjórinn er ekki að kólna! Hann er að hitna, þess vegna er makríllin svona mikill núna um Ísland. Í sjónum eru plöntusvif sem ljóstillífast, dýrasvifin éta þau og svo éta sandsílin dýrasvifið og svo étur krýan/lundinn sandílin. Og svo ef eitt að þessu fjóru minnkar, t.d. ef dýrasvifin fá ekki nóg að borða fá sandílin ekki heldur nóg að borða og þá er svo lítil fæða fyrir fuglana. Svo er líka erfiðleiki í vestmanneyjum um kanínu vanda, því lundar eiga hreiður niðri í holum og á veturna stela kanínurnar holunum þeirra!

Við fórum líka yfir nokkrar glærur í Nearpod um lífhvolf, búsvæði, líffélög og vistkerfi. Við töluðum líka eitthvað um skóga á íslandi.

Miðvikudagurinn 9.sept

Stöðfavinnutími

stöðvarnar voru.

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Lesskilningur – vistkerfið
 7. Kolefni skolen i norden
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
 11. Orð af orði.  Orðhlutar vistfræði.
 12. Lifandi vísindi.  01/2014 Dýrin og náttúrulækningar.

Ég fór í stöðvar 2, 5, 3 og 11

Stöð 2 – Smjásjávinna

Í þessri stöð vorum við að reyna sjá varafumurnar í laufblaði. Ég byrjaði með stækkun 7×8 og sá ein og net sem varði grænukornin eða eh. Ég breytti svo í stækkun 7×40, þá var ég byrjuð að sjá grænukornin inni í laufblaðinu. Eftir að ég var buinn að reyna finna varafrumurnar ákvað ég að færa til sýnið og þá fann ég nokkrar varafrumur, þær eru soldið eins og munnur eða auga. Stækkun 7×40 virkaði best hjá mér.

Stöð 5 – Krossgátur

Spurningarnar voru

 1. Grænt litarefni – Blaðgræna
 2. Lofttegund sem er nauðsinleg plöntum – Koltvíoxið
 3. Næringarefni sem myndast við ljóstillífun – Glúkosi
 4. Orkuríkt eni í kartöflum – Mjölvi
 5. Frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram – Grænukorn
 6. Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkosa – Súrefni
 7. Op í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út – Loftauga
 8. Aðalefnið í viði – Tréni
 9. Það sem umlykur okkur og inniheldur lofttegundir – Loft
 10. Sogað upp af rótum plantna – Vatn
 11. umlykja loftaugu – Varafruman
 12. Uppispretta ljósorku – Sólin

Og úr þessum svörum kom út orðið Ljóstillífun

Stöð 3 – Hringrás kolefnis

kolefnishringur_020804

Ég fékk þessa mynd af Vísindavefnum.

Stöð 11 –  orð af orð

Kol

Olía

fLæði

brEnnsla

ljóstillíFun

öNdun

heImili

Fimmtudagurinn 10.sept

Á þessum degi var ég ekki í skólanum því ég var að fara á hestbak með safni. En þeir sem mættu í skólan fóru að svara spurningum í tölvuverinu.

Frétt.

Handtekin fyrir að koma með klukku í skólan.

Þessi vika var mjög stutt! Þanngin Gyða sagði okkur að við máttum að blogga um eldgosið í Holuhrauni.

Bárðarbunga

Bárðarbungar er stærsta eldfjallið hér á Íslandi. Bárðarbunga er staðsett undir vestanhluta Vatnajökulls. Bárðarbunga er stór og öflug eldstöð, hún er talin vera nálægt 200km. löng og allt að 25 km breidd. Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.  Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.   Hæsti blettur Bárðarbungu er 2009 metra hár og hún er því næsthæsta fjall landsins. Undir Bárðarbungu er stórt kvikuhólf, Það var svo mikill þrýstingur í þessu hólfi að allir voru mjög hræddir um að sprengi gos myndi verða að en í staðinn myndaðist 40 km göng frá þessu hólfi undir Dyngjujökul að svo kölluðu Holuhrauni og þar byrjaði að gjósa. Það gaus í nokkra klukkutíma svo hætti það en nokkrum klukkutímum eftir það byrjaði aftur að gjósa. Undir bárðabungu er enn mikill þrystingur vegna að renslið sem fer í gönginn og svo í gosið er minna en rennslið sem kemur frá möttulinum í kvikuhólfið og enn er verið að bíða eftir gosi þar líka. Ef það gýs í Bárðarbungu mun mjög lýklegast koma flóð. Flóðið gæti farið í Grímsvötn og þaðan út i sjó, það gæti líka farið í Jökulsá á fjöllum norðan við Vatnajökul og það gæti farið í Köldukvísl og þaðan á vatnasvið Túná og Þjórsá og meðal annars gæti það farið í Skálfandafljót. Bárðarbungueldstöðin er sérstök að því leiti að þar verða alloft miklar rek- og goshrinur utan jökulsins til suðvesturs inn á hálendinu milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls eða til norðausturs í átt að Dyngjufjöllum.  Stærstu gosin virðast verða þegar kvikan hleypur til suðvesturs.   Á nútíma hafa þessar öflugu goshrinur orðið í kerfinu á um 250-600 ára fresti.  Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárðarbungukerfinu, það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum.  Rann það ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár.  Er það talið vera um 21-30 rúmkílómetrar og flatarmálið um 950 ferkílómetrar. Hraunið sem er nú komið úr Holuhrauni er orðið jafn stórt og Manhattan eyja. Gosið í Holuhrauni er þegar orðið eitt stærsta hraungos Íslandssögunnar.

 

 

hér má sjá hvar Bárðarbunga er staðsett

hér má sjá hvar Bárðarbunga er staðsett

hér má sjá hvernig kvikuhólfið er og hvernig gönginn eru

hér má sjá hvernig kvikuhólfið er og hvernig gönginn eru

Hér eru nokkrar fréttir um gosið:

100 skjálftar á dag.

Mengun frá gosi.

Líkur eru á gasmengun.

450 manns.

Tæplega 20 skjálftar.

Í mánudagstímanum horfðum við á myndband um gosið

Heimildir eru af Eldgos.is og frá myndbandinu Risinn rumskar inná ruv.

Myndaheimildir eru báðar af ruv.is

Bárðarbunga gæti sigið hundruð metra.

Possible volcanic eruption at Bardarbunga.

Mánudagurinn 22.sept

Í þessum mánudagstíma var að sjálfsögðu glærutími 😉 Þetta sinn vorum við að tala um orma. Það eru til Flatormar, Þráðormar og Liðormar.

Flatormar:

 • Flatvaxnir, skptast í litlar einingar sem kallast liðir.
 • Eitt op á meltinavegi.

Þráðormar:

 • Aflangir, sívalir og mjókka til endana.

Liðormar:

 • Líkaminn skiptist í marga liði.
 • Lifa í fersku vatni – sumir í sjó
 • Ánamaðkur – sem er bæði kynin og geta frjóvgað sér sjálfir, hafa 6 hjörtu, 1 aðal og 5 auka.

Fórum svo í Nearpod kynningu, Mér finnst nearpod kerfið virka mjög vel fyrir mig. Það er auðvelt kerfi sem er létt að fara í gegn um og ég næ að glósa meira. Í Nearpod skoðuðum við glærur um Liðdýr, Krabbadýr, fjölfætlur, Áttfætlur og skordýr.

Liðdýr:

 • Krabbadýr – lifa í fersku vatni.
 • Margfætlur
 • Þúsundfætlur

Fjölfætlur:

 • Margfætlur
 • Þúsundfætlur

Áttfætlur:

 • köngulær – hafa átta fætur en ekki sex – Búkur köngulóa skiptist í tvennt ekki þrennt – ekki skordýr
 • Langfætlur
 • Mítla
 • Sporðdrekar

Skordýr:

 • Verpa eggjum
 • hafa sex fætur
 • þau eru með bursta og lím á burstunum sem gerir þeim kleift að labba upp veggi.

Frjóvgvun, fjóvgvun er þegar eitthvað frjóvgast! Þegar eitthvað fjóvgast fer sæðið inn í eggið, það er til innri og ytri frjóvgun. Innrifjóvgun er bara eins og með spenndýrin, þau stunda kynlíf og eggið frjóvgast inní kvenndýrinu. Ytrifrjóvgun er þegar t.d. með fiskana hryggnan verpir eggjunum svo kemur kallin og sprautar sæðunum yfir eggin. Flest dýr eru með lyktarskyn. Þegar þau ætla að frjóvga sér senda þau lyktarskyn til hitt kynið. Fiðrildi eru dýr með sterkustu lyktina, þegar kvenndýrið gefur frá sér lykt getur karldýrið fundið lyktina u.þ.b. 10km fjarðlægð.

Þriðjudagurinn 23.sept

Í þessum tíma vorum við í stöðfavinnu. svona voru stöðvarnar:

 1. Teikning – Fullkomin og ófullkomin myndbreyting 
 2. Tölva – Borneo leiðangur nýjar tegundir
 3. Sjálfspróf 6-5  Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur
 4. Verkefni – Hvað ræður mikilli útbreiðslu skordýra?
 5. Tölva/ipad – sjálfspróf úr 6. kafla
 6. Sjálfspróf 6-6  Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera
 7. Víðsjá – Hvernig eru skordýr byggð? Og jafnvel önnur dýr, veltur á framboði!
 8. Tölva – íslensk skordýr
 9. Verkefni – Skordýr – frá eggi til fullorðins dýrs.
 10. Krossgáta – Dýr með sex fætur.
 11. Dýrin JPV útgáfan – skoða opnu – umræður
 12. Smásjársýni – tilbúin sýni til skoðunar.
 13. Tölva skoðum dýrin í dino-lite.
 14. Smásjá – vængur af flugu

Ég skellti mér á stöð 1, 14, 8, 13 og 10. Þessi stöðfavinna var mjög skemmtileg útaf því það var svo mikið chill í henni en samt var maður að vinna á fullu. Maður gat t.d. farið í smásjá sem er eitt af uppáhalds stöðfunum mínum, því mér finnst bara mjög gaman að fræðast um littla hluti sem sýnast vera bara ekkert en svo þegar maður kemur nær er það bara risa lífvera!!

Stöð 1

Fullkominn myndbreyting er þegar; egg breytist í lifru, lifra í púpu og púpu í fullvaxna lífveru.

Ófullkominn myndbreyting er þegar egg breytist í ungviði og ungviði í fullvaxna lífveru.

stöð 14

Í þessari stöð skoðaði ég húsfluguvæng! Það var mjög gaman og ég komst að því að fluguvængur er loðinn. Ég endaði á að nota stærð 7 x 10 sem er 70 % stækkun.

Stöð 8

Margir halda að köngulær séu skordýr en það eru þær ekki. Köngulær eru áttfætlur! Köngulær og skordýr hafa ýmislegt sameiginlengt s.s. liðaskipta fætur og hærðan búk. Köngulær hafa hvorki fálmara né vængi eins og flest skordýr, enda eru köngulær ekki skordýr og ef að köngulær væru með vængi myndi ég alldrei fara út! að lokum hafa skordýr tvö, stór samsett augu en köngulær hafa morg, einföld augu.

Stöð 13

Í þessari stöð skoðaði ég könguló í víðsjá og dino-lite. Ég byrjaði að skoða hana í víðsjá.

Köngulær eru loðnar og ekki beint fallegustu lífverurnar sem ég hef séð! Ég náði að stilla það þannig að ég sá augun hennar og mér brá ekkert smá! þegar ég horfði í augað hennar í þessa hálfa sekúndu áður en ég panikaði þá fannst mér hún fara inn í sálina á mér og rugla í henni.. Ég er ekki beint köngulóa manneskja.

Þegar ég skoðaði hana í dino-lite sá ég betur eins og burstana á fótunum á henni, búkinn hennar og munstrið á bakinu hennar, það var reyndar svoldið kúl!

Stöð 10.

Á þessari stöð fékk maður krossgátu og átti að leysa hana, hún var svoldið erfið og ég náði ekki að klára hana vegna að tíminn var búinn.

Fyrir þessa stöðfavinnu fékk ég A. Ég var að mestu með Dísu í stöðfavinnuni og svo var ég með hinni Siggu í smájánum, annars var þetta líka einstaklingsvinna. Ég lærði mikið af þessari vinnu og komst að mörgu eins og ég vissi ekki að fluguvængur væri loðinn, ég vissi ekki að það væri svona hræðinlegt að horfa beint í augu við kónguló! og ég vissi ekki að köngulær væru svona MIKIÐ óhugnanlegar 😉

Fimmtudagurinn 25.sept

Í þessum tíma var að sjálfsögðu tölvutími og við áttum að vera  að vinna í ritgerðinni okkar. Ég var bara að safna heimildum og uppl. fyrir mig. Til að mynna ykkur á að ég er að gera ritgerð um ljón.

 

Fréttir:

Draga úr barnadauða.

Ebola.

Myndi þekja Manhattan eyju.

 

Mánudagurinn 15.sept

Við fórum í Nearpod kynningu um lyndýr, dýr með harða skel. Það eru þrír flokkar af lindýrum.

Sniglar:

 • Margir með snúna skel sem kallast kuðungur.
 • Geta lagst í dvala.

Samlokur:

 • Tvær skeljar með sterkum vöðvum.
 • Mjúkur fótur til að hreyfa sig.

Smokkfiskar:

 • Stærstu hryggleysingjar sem nú lifa.
 • Hafa griparma með sogskálum.

Við fórum líka í Skrápdýr, þar eru fjórir flokkar:

Krossfiskar:

 • Yfirleitt fimm arma og á enda hvers arms er auga.

Ígulker:

 • Grannar, liðugar með langa arma.

Slöngustjörnur:

 • Smá og hnöttótt með langa brodda.
 • Sterkar tennur.

Sæbjúa:

 • Aflöng með leðurkennda húð.

Í endanum á tímanum horfðum við á myndband um kafara sem var ehv að skoða kolkrabba. Svo svöruðum við nokkrum laufléttum spurningum og svo benti Gyða okkur á netsíðu sem heitir natkop.is sem við getum notað til að skrifa ritgerðina okkar! Til að mynna ykkur á, þá er ég með Ljón! 😀

Þriðjudagurinn 16.sept

Tímanum á þessum þriðjudegi fórum við að týna birki fræ! hvers vegna? Vegna þess að á þessum þriðjudegi var dagur Íslenskra Náttúru!! Og svo átti Ómar Ragnarsson líka afmæli. Við skiptum okkur í hópa og hver og einn hópur tók sér einn poka og svo fórum við út að týna fræ! Ég var með Dísu í hóp. Þegar tíminn var að næstum verða búinn fórum við inn og viktuðum allt, allt sem allir hóðarnir í A-hóp voru að týna og það var 257,6 gr. Ég veit ekki hvað B-hópur var með mikið en ég að við hefðum unnið þau. Til að klára tíman fórum við í létt Alías

Fimmtudagurinn 18.sept

Í dag voru foreldraviðtöl þannig einginn skóli var þennan fimmtudag!

 

Fréttir:

Hraunið myndi þekja móðurpart Reykjarvíkur.

Rafbíll ferðast 2500 km fyrir 2000kr.

Beinagrind af loðfíl á uppboði.

Mánudagurinn 8.sept

Þetta var ósköp rólegur mánudagur. Við byrjuðum að kynna plaggöt sem bekkjafélagar mínir voru búinn að gera, um dýr í útrýmingahættu! Svo fórum við í stutta glærukynnignu í Nearpod því það klikkaði eitthvað þannig hún varð styrrti en hún átti að vera. Enduðu síðan á því að skoða fréttir.

Þriðjudagurinn 9.sept

Við byrjuðum tímann á glærukynningu um einfaldar lífverur, svampdýr og holddýr. Næst eftir það var einstaklings stöðvavinna! Svona voru stöðvarnar.

 1. Hugtök og hugtakavinna.Hvers vegna eru kórallar ekki plöntur?  Frumbjarga og ófrumbjarga.
 2. Lifandi vísindi.  Dýr sem laumast Nr3/2013 og Allt fyrir börnin Nr9/2014  Tölva í boði fyrir fróðleiksfúsa.
 3. Verkefni.  Spurningar og svör.  6-2
 4. Teikna upp marglyttu og merkja við helstu einkenni í útliti.  skoða 
 5. Smásjá. Tilbúið sýni – bikarsvampur og armslanga. Teikna upp, athuga hlutföll.
 6. Bók.  Dýrin bls. 528-532.  Hvað eru Njarðarvettir? Hvað greinir sæfífla frá öðrum kóraldýrum?  Eitthvað fleira forvitnilegt?
 7. Lesskilningsbók – verkefni um útbreiðslu.
 8. Tölva.  Great Barrier Reef
 9. Lífið.  Hydra – armslanga bls. 30
 10. Umræða.  Hvað ógnar kóralrifjum?  Ert þú ábyrgur?
 11. Tölva.  Leikur einn….. og vistkerfi kóralrifja!
 12. Orð af orði.
 13. Bók – enska.  Inquiry into life bls. 629.  Simple sponge anatomy

Ég fór í stöð 5, 4, og 8

Stöð 5

Stöð fimm var smásjá stöð, við áttum að velja okkur sýni sem Gyða átti og skoða. Sýnin var t.d. Armslanga og svo voru líka svampar, t.d. Bikarsvampur. Því miður gleymdi ég að skrá niður hvaða stækkun ég var með :/

Stöð 4

Í þessari stöð vorum við að fræðast um marglitur! Marglitur eru holdýr og þær eru aðeins 95% vatn. Við áttum að teikna marglitu og skrá niður hvað allt heitir á henni.

 

Stöð 8

Great barrier reef er eins og risastór vatsborg sem þúsundir fiska lifa. Kóralrif eru ekki plöntur, steinar eða eitthvað annað dautt eins og flestir halda, það er í raun og veru dýr! Kórallar. Sum kóralrif eru meira en þúsund ára, allveg frá ríma faróana. Kóralrif eru algengust t.d. hjá strönd Ástralíu og ná allveg yfir 340.000 km svæði.

Ekki plöntur heldur dyrekki plöntur heldur dýr

heimild af mynd: nordigames

Fimmtudagurinn 11.sept

Í þessum tíma var ég ekki útaf ég fór á móti safni eins og ég geri árlega! En þeir sem mættu í skólann þann daginn fóru í tölvuver að klára hugtakakort fyrir ritgerðina og og fóru að vinna í bloggi. Skil á hugtakakorti er næsta fimmtudag þannig þá verð ég að drífa mig 😉 Allir fimmtudagar núna framm að skilum ritgerð eru tölvuvertímar þannig að á hverjum fimmtudegi förum við í ritgerð þangað til að á að skila henni.

Fréttir

Risaeðla sem lifði í vatni.

Enn mikið líf í Gunnuhver.

Microsoft eignast minecraft.

 

 

 

Mánudagurinn 1.sept

Einginn skóli var þennan mánudaginnvegna kennarafundar!

Þriðjudagurinn 2.sept

Byrjuðum á því að skoða fréttir um eldgosið í Holuhrauni.  Næst fórum við í Nearpod og vorum að tala um Dýrafræði, flokkun dýra. Við áttum að filla út töflu um hvar dýrin áttu heima, hvort þau áttu heima í, sjó, eiðimörk, regnskógi eða andrúmslofti. Svona gerði ég!

 • Dýr í sjó: Höfrungar, hvalir, fiskar, hafmeyjur.
 • Dýr í eyðimörk: Sporðdrekar, Eðlur, Úlfaldar.
 • Dýr í regnskógi: Köngulær, Apar, Fuglar.
 • Dýr í andrúmsloftir: Hestar, Hundar, Sebrahestar.

Það er samt ekkert aðmarka svona töflur því að t.d. köngulær geta lifað í regnskógi, andrúmsloftir og eyðimörk! Það ætti frekar að flokka dýr í tegundir eða fæðu? Mér fannst persónulega erfiðast að finna dýr fyrir eyðimörkina vegna þess að það eru ekkert mikið að dýrum þareins og t.d. í regnsóginum.

Þegar við vorum búinn að þessu fórum við út því að Gyða var kominn með nóg að okkur þannig hún sendi okkur út til að vinna í verkefni þar. Við fengum vinnublað og áttum að skrifa um, hvað einkennir líf, Sumar eða haust (hvor árstíðin okkur fannst betri),  hvað einkennir sumarið og hvað einkennir haustið, svo gerðum við töflu um lifandi hluti, hluti sem hafa verið lifandi og dauða hluti. Þegar við vorum buinn fórum við aftur inn í stofu og skrifuðum það sem við skrifuðum í töfluna á töfluna inní stofu og fengum svo að sjá hvað hinir skrifuðu.

Fimmtudagurinn 4.sept

Í þessum tíma fékk Gyða sú „Snilldarlegu hugmynd“ að gera ritgerð. Semsagt í þessm tíma vorum við að gera okkur tilbúinn fyrir ritgerð. Við áttum að byrja á að finna dýr sem við mundum fjalla um í ritgerðinni og ég valdi Ljón! Svo fórum við í Xmind að búa til hugtakakort. Við eigum að skila hugtakakortinu í tölvutíma fimmtudaginn 18.sept, en við eigum ekki að skila ritgerðinni fyrr en eh tímann í október.

Hér koma svo nokkrar fréttir;

Ljón fæðir 4 hvíta kettlinga.

Frönsk kona tíndist í Kerlingarfjöllum.

Gashætta frá Holuhrauni.

Mánudagur 25.águst

Ég var ekki í dag.

Byrjuðum á dýrafræðinni með áherslu á flokkunarfræði.

 1. Ríki
 2. Fylking
 3. Flokkur
 4. Ættbálkur
 5. Ætt
 6. Ættkvísl
 7. Tegund

Þriðjudagurinn 26.ágúst

Ég var ekki í dag.

bekkurinn gerði plaggat um dýr í útrýimgahættu.

Afhverju eru þau að deyja út?

 • Menn eru að höggva niður tré í regnskógum jarðarinnar.
 • Menn drepa dýr til að selja skinnið af þeim, eins og krókodílar, selir, birnir og margt fleira.
 • Fílar eru drepnir til að fá tennurnar þeirra fyrir skartgriði og fleira.
 • Sjórinn mengast.

Sumstaðar eru dýr i mikilli útrýmingarhættu en þá koma mennirnir að hjálpa, t.d. pöndur. Pöndur lifa ekki lengi og eignas aðeins eitt afkvæmi í einu, þau geta eignast fleiri en mamman hugsar aðeins um annað þeirra (það stærra) og þá dyr hitt. Kínverjar fönguðu nokkrar þeirra og tóku húnana að sér sem mamman vildi ekki, þannig eru mennirnir að hjálpa pöndunni.

Fimmtudagurinn 28.ágúst

í þessum tíma var gyða veik þannig við fórum bara í tölvur að blogga.