Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 2.nóv

Þessi mánudagur var svoldið ruglingslegur fyrir mig því ég var ekki seinustu viku. En í þessum tíma fórum við að vinna í blóðflokkum. Við fengum verkefnablöð til að vinna í. Eitt verkefnið var það að við áttum að finna út hvort tvennir foreldrar hafi tekið vitlaust barn heim frá spítalanum.  Birna og Bjartur eru í blóðflokki AB og O og þau tóku barn með sér heim sem var í O. Sunna og Sólmundur eru í sama blóðflokki sem er A og þau tóku barn með sér heim sem er í blóðflokki A.  Spurningin er; hvort pörin hafi tekið vitlaust barn með sér heim. Svarið er já, pörin víxluðu börnum! Ef manneskja er í AB blóðflokki getur hún ekki eignast barn sem er í O blóðflokki, sama hvort hinn foreldrin sé í O.

Miðvikudagurinn 4.nóv

Í fyrri tímanum vorum við að skoða glósur.

Við fórum yfir dreyraskýki og óaðskilnað samstæðra litninga.

 • Fólk getur verið með auka litning, en það er kallað erfðagalli.
 • 1 af hverjum 1000 strákum eru með auka X-litning.
 • 1 af hverri 1000 konum hafa auka X-litning.

Töluðum um erfðir og umhverfi og erfðatækni. Klónun er einræktun, því þá eru að framleiða sömu persónuna aftur og aftur. Töluðum líka um genasplæsingu.

Erfðafræði og matvæli. Fundum út að allavega helmingur af mat í bandaríkjunum er erfðabreyttur. T.d. eins og melónan. Í gamla daga var melónan bara eins og 10cm á lengd en í dag er hún um 80 cm að lengd.

Við skoðuðum nokkrar fréttir. Gyða sýndi okkur frétt um antílópur. Í dag eru Antílópur að hrinja niður ein af annari. Það er verið að segja að það sé útaf gróðurhúsaáhryfinum. Hitinn er hærri og því lifa sumar bakteríur lengur og á stærra svæði. Þessar bakteríur drepa antílópurnar.  Við horfðum svo á myndband og í seinni tímanum vorum við í lesskilningi. Ég var í hóp með Birgit, Hannesi og Sunnevu. Við lásum enskt blað.

Fimmtudagurinn 5.nóv

Þessi tími var mjög kósý! Við ræddum um heimapróf sem byrjar næsta mánudag og Gyða lét okkur semja spurningar til að nota í prófinu. Fórum svo í enskt Kahoot í lok tímanns.

Fréttir

Auglýsa eftir geimförum.

hér er fréttin um antílópurnar.

Helmingur antilópanna horfinn.

Mánudagurinn 27.okt

Gyða týndi glærunum sínum svo við vorum bara með okkar.

Töluðum um arfgerðir og svipgerðir.

Argerð – Svipgerð

Arfhreinn, – HH      –  hávaxin

Arfhreinn, – hh        –  lávaxin

Arfblendinn, – Hh

Byrjuðum að tala um ABO blóðflokka

AA eða AO er A

BB eða BO er B

AB er AB

OO er  O

Við enduðum svo tímann á að horfa á myndband um tvíbura og skoðuðum svo blogg.

————————————————————————————–

Restin af vikunni var ég ekki í skólanum vegna veikinda. Þannig ég veit ekki hvað hinir voru að gera.

Ég var heima, ekki „veik“ heldur var ég með sýkingu sem kallast Tvíburabróðir. Tvíburabróðir er sýking sem verður í húðinni rétt efst í rassaskorunni. Ég gat ekki sitið og gat ekki legið á bakinu og gat varla labbað þegar sýkingin var verst. Ég fór til læknis og hann gaf mér pensilíntöflur sem heita Staklox. Ég tek 2 500mg tvisvar á dag í tvær vikur, og vonandi verður sýkingin farin eftir viku núna. Ástæðan útaf ég er að blogga þetta er vegna þess að þetta tengist dáltið efninu sem við erum að læra um núna.  Því Tvíburabróðir getur verið ætttengdur, og þegar ég var búinn að þjást í nokkra daga kom pabbi og sagði mér að hann hafi einu sinni fengið svona. Ég var dáldið reið útí hann fyrir að fá þetta, vegna þess að það er ekki þæginlegt aðað fá þessa sýkingu, en það fór strax. Núna er ég mikæu betri en ég finn samt að sýkingin er ekki allveg farinn og ég vona að hún fari bráðlega.

Ef þú vilt vita ýtarlega um sýkinguna er hér góð vefslóð.

Fréttir.

Getur þú leyst þessa „einföldu“ þraut?

Vísindanefnd sökuð um nornaveiðar.

Fylgstu með geimgöngu í beinni.

Kjötát eykur líkur á ristilkrabbameini.

Bjór bætir frammistöðu karla í kynlífinu.

 

Mánudagurinn 19.okt

Glærukynning

-Saga Erfðafræðinnar

+Mendel

 • 1865, Niðurstöður Mendels
 • 1900, Niðurstöður Mendels uppgvötaðar.
 • 1953, Útlit DNA kemur í ljós.
 • Erfðamengi mannsinns kemur í ljós.

Kynntum okkur um kynslóðir og töluðum um litninga og gen, artgerð og svipgerð, ríkjandi og víkjandi gen og arfhreinan og afrblendan einstakling.

12200700_10205435533876195_1220531393_n

Miðvikudagurinn 21.okt

Stöðvavinnutími.

Hér eru stövarnar sem voru í boði.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Ég fór í stöðvar 6, 5, 10 og 4

Stöð 6 – tölva

Í þessari stöð vorum við Dísa að búa til kanínu börn. Við notuðum reitatöflu til að ákveða hvort ungarnir myndu fá brúnann eða hvítan feld, beigð eða bein eyru, svört eða rauð augu eða hvort það væri stelpa eða strákur. Fyrsti unginn hafði tvö x litninga sem segir okkur að það hafi verið stelpa. Mamma kanína hafði rauð augu og pabba kanína hafði svört. Sem gerir kleift að ungarnir verða líklegri að fá svört augu því svört augu eru ríkjandi og rautt er víkjandi.

Stöð 5 og 10 – verkefna blað

Í þessari stöð fékk ég blað um gen hesta. Palómínó hestar eru úr tveimur ríkjandi genum frá jörðu (J) og gráu (G) sem gerir palómínó hesta að tveimur ríkjandi genum, þeirra gen eru þá (JG).

Stöð 4 – krossglíma

Ég náði ekki að klára þessa stöð en hugtakið mitt var REITARAFLA.

Fimmtudagurinn 22.okt

Erfðafræði í tölvuveri.

horfðum á myndbönd um erfðafræði til að læra meira um það.

 

 

 

Mánudagurinn 12.okt

Fengum smá fyrirlestur um erfðafræðina og um lögmál hennar því Gyða nennti ekki að kenna okkur. Í allveg byrjuninum á tímanum byrjaði hún á að láta okkur dansa. Það var helvíti gaman! Bekkurinn var samt svoldið feimin við hvort annað til að dansa. Svo horfðum við á nokkur myndbönd og skoðuðum fréttir.

Miðvikudagurinn 14.okt

Gyða var ekki eftir hádegi á þessum degi svo Margrét og Gyða ákváðu að hafa okkur öll saman í bæði Náttúrufr´ði og Samfélagsfræði. Það var skipt okkur í 4 manna hópa og svo áttum við að gera kynningarverkefni um frumuna fyrir 7 og 8 bekk. Við máttum skila í alskyns forritum, t.d. vidio, prezi eða bara kahoot. Við máttum eiginlega velja hvernig við máttum gera þetta verkefni. Ég og hópurinn minn ákváðum að gera plagat. Í hópnum mínum voru bara stelpur, það var kynjaskipt okkur. Þær voru Hekla, Ljósbrá og Eydís. Eydís var því miður ekki svo við vorum bara þrjár. Við skiptum verkefninu með okkur. Hekla var allan tíman að teikna frumurnar og svo litaði ég þær og skrifaði eitthvað um dýrafrumuna. Ljósbrá litaði og skrifaði eitthvað um plöntufrumuna. Við náðum ekki að klára plagatið í tímanum svo gyða sagði að við fengum tíma á fimmtudeginum í vinnutíma til að klára.

Það er hægt að finna verkefnin okkar inná padlet.

Fimmtudagurinn 15.okt

Þennan fimmtudaginn vorum við inní tölvuveri að horfa á myndbönd um erfðir og þróun. Hér er slóðinn sem við vorum inná.

Í þessum myndböndum geturu kynnt þér erfðafræðina betur. T.d. um klónun, gen, DNA, upphafs lífs og svo margt margt fleira. Ég eindregið mæli með þessum myndböndum til að læra betur um erfðafræðina.

Fréttir

Ofsafengin örlög stjörnupars

Gamlar tennur segja nýja sögu.

Hundaæði í fyrsta skiptið í 200 ár

Hér er ein frétt sem mér fannst áhugaverð en tengist ekki mikið efninu.

Daglegar myndir af móður jörð.

Það er tengill í þessari frétt sem þú getur farið inná til að skoða jörðina.

Mánudagurinn 5.okt

Við fengum nýjar glósur, og þeir sem þurftu kláruru að setja inn myndir af global goals aliance inn á facebook, twitter og padlet. Gyða mynti okkur líka á prófið sem verður á finnmtudaginn. Næst fórum við í glósur.

Frumur

Við fórum heldur hratt yfir vegna þess að við eigum að kunna þetta allt.

 • Plöntufrumur eru heldur stærri en dýrafrumur.
 • Fruman er minnsta eining lífs.

Frumuhimnan skiptir miklu máli því hún stýrir efnum inn og út úr frumunni. Ef himnan væri ekki myndi hvað sem er komast inn í frumuna og það myndi drepa hana.

Frumuveggur finnst einungis í plöntufrumum. Það er serkur og stinnur veggur úr efni sem kallast beðmi. „Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda.“

Frumulíffæri er eingöngu í dýrafrumum. Það geymir ensím og þegar fruman deyr meltir það frumuna.

Safabólur eru stærri í plöntufrumum heldur en dýrafrumum og eru hálfgerðlega geimsluílát fyrir fitu, vatn eða ensím.

Hvatberar sjá um frumuöndun og efnaskipti og er orkuver frumunar.

Grænukorn eru bara í plöntufrumum og eru uppspretta alls lífræns efnis.

Kjarninn er stórt egglaga frumu líffæri og er stjórnstöðin í frumunni, heilinn í frumunni, stjórnar allri starfsemi frumunar.

Litningar -Venjuleg fruma í líkamanum hefur 46 litninga.

Við ræddum líka um kynfrumur og um mítósa og meitósa eða jafnskipting og rýriskipting.

Miðvikudagur 7.okt

Stöðvavinnu tími. hér eru stöðvarnar.

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

Ég fór í stöðvar 4,10 og 6

Stöð 4 – stærðfræðistöð

a/Ef ég er 62kg er ég 62000gr og 62000 x 1.000.000.000 þá eru 6,2×10 í þrettándavledi mikið af frumun í einu grammi af mér.

b/Því þær eru alltaf að endurnýja sig á og þú eldist og stækkar á hverjum degi, þá þarf líkaminn alltaf fleiri og fleiri frumur.

c/Allstaðar í líkamanum, mest í/á húðinni.

d/ 1. Vöðvafrumur, taugafrumur, fitufrumur, blóðfrumur, beinfrumur og hjartafrumur.

2. Hópur af eins frumum mynda vef og vefurimm myndar líffæri.

3.Fyrsta daga eftir frjóvgvun myndast stofnfrumur. það eru frumur sem vita ekki hvað þær verða. En um leið og er    búið að ráða þær í vinnu breytast þær í alskyns frumur meðal annars vöðvafrumur, beinfrumur eða hjartafrumur        svo eitthvað sé nefnt.

Stöð 10 – Munurinn á meiósa og mítósa.

Við rýriskiptingu/meiósa skiptir fruman sér tvisvar, sem hefur í för með sér myndun dótturfrumna með helmingi færri litninga en móðurfruman hafði. Kynfrumurnar, egg og sáðfrumur, myndast við rýriskiptinga. Þegar kynfrumur myndast skiljast genapör að. Við kynæxlun sameinast kynfrumurnar og mynda við það okfrumu sem er með genapör, eitt frá hvoru foreldri.

Hvernig rýriskipting/meitósa fer fram

Hver foreldisfruma hefur fjóra litninga í tveimur pörum. Litningarnar í frumunni byrja á því að tvöfaldast þannig að litningarnar verða átta. Síðan skiptir fruman sér í tvennt. Á meðan þessari frumuskiptingu stendur skiljast samtæðu litningarnar í pörunum að og dreifast jaft milli dótturfrumanna, þannig að hvor um sig hefur fjóra litninga. Svo skipta þær sér aftur og hafa þá heldmingi færri litninga en upphaflega í móðurfrumunni.

Jafnskipting/mítósa

Fruman tvöfaldast, svo skiptir sér í tvent. þá eru dótturfrumurnar nákvæmlega eins og móðurfruman.

Stöð 6

Þessi stöð var bara lesskilningur og átti að svara já og nei spurningum á blað.

Fimmtudagurinn 8.okt

Í þessum tíma vorum við inní tölvuveri að taka próf/könnun. Við máttum nota allar mögulegu hjálparaðferðir. Mér fannst ég ganga bara ágætlega í prófinu og vona að ég fái ekki 0 fyrir það 😀

Fréttir

Hætta á hruni fæðukeðja sjávar.

Kóralar fölna sem sjaldan fyrr.

Stofnfrumur gegn beinstökkva.

 

Áður en ég blogga fyrir þessa viku vil ég byðjast fyrirgefningar að ég bloggaði ekki í seinustu viku.

Mánudagurinn 20.okt

Í þessum tíma byrjuðum við að horfa á myndband um fallhlífastökk vegna þess að við erum að fjalla um krafta, vinnu og eitthvað svoleiðis. Við skoðuðum frétt um halastjörnu og svo um Bárðabungu og hóluhraun. Eftir það var að sjálfsögðu glærusýning.

Í glærusýningynni fórum við yfir straummótsstöðu sem er hvað gerist í fallhlífastökki. Einfaldlega það sem gerist er að þegar þú hoppar úr flugvélinni þá felluru niður vegna aðdráttaraflsinns. Þú fellur og byrjar kannskibara á 8km hraða svo ferðu alltaf hraðar og hraða þangað til þú er kominn á hraða og eftir það helstu baraá þeim hraða þangað til þú opnar fallhlífina, þá safnast loft í hana og þú ferð hægar niður, straummótstaða.

Við fórum líka yfir kraft og núning, og hvernig það er auðveldara að ýta dekki í staðinn fyrir kassa!

 

Kraftur, N = Massi, kg x  Hröðun, n/kg

Vinna, Nm = Kraftur, N x Vegalengd, M

Afl, Nm/s = Vinna, Nm :  Tíma, S

Þriðjudagurinn 21.okt

Í þessum tíma vorum við að vinna í tilraun. Það var skipt í hópa og ég var með Heiðari og Dísu.  Við fengum vinnublað sem útskýrði hvað við áttur að gera. Við áttum  að finna okkur stiga og labba og hlaupa upp hann og taka tíma. Stiginn okkar voru  tvær tröppur, stiginn var 25 cm á hæð. Við fengum Heiðar til að hlaupa og labba stigann. Hann labbaði þrisvar upp og hljóp þrisvar upp svo tókum við meðaltalið  og settum í tölfu. Heiðar er 54 kg og það er massinn Hröðuninn er meðaltalið tíminn sem það tók hann að fara upp stigann.

Kraftur, 529,2 N = Massi, 54 kg x Hröðun , 9,8 N/kg

Vinna, 12965,4 Nm = Kraftur, 529.2 N x Vegalengd, 0.25 M

Afl, 105 Nm/s = Vinna, 132,3 Nm : Tími, 1,26 s

 

 • N= newton
 • Kg= kílógramm
 • N/kg= newton kílógram
 • Nm= newton metrar
 • M= metrar
 • Nm/s= newton metrar á sekúndu
 • S= Sekúnda

Restina af tímanum byrjuðum við að gera skýslugerð um verkefnið.

Föstudagurinn 23.okt

Í þessum tölvutíma vorum við að halda áftram með skýslugerð. hópnum mínum gekk nokkuð vel en ekki náðum við að klára hana. Ég var að vinna í Framkvæmd meðan Dísa var að undirbúa inngang og Heiðar var að gera Úrvinnslu.

 

Fréttir

Geimstöðinn.

Sprenging.

Súkkulaði.

Google-Stjóri sló met. 

Mánudagurinn 6.okt

Í seinustu viku fórum við í próf í dýrafræðinni en til að geta bætt eingkurnar okkar þá fengum við að taka annað próf sem tveir og tveri hjálpuðust að. Gyða setti okkur í hópa samkvæmt einkunum í prófinu og eg var með Ástráði í hóp. Okkur gekk bara ágætlega í þessu prófi.

Þriðjudagurinn 7.okt

Í þessum tíma áttum við að fá prófin okkar til baka en Gyða var  veik þannig að í staðinn fórum við niður í tölvustofu að vinna í ritgerðinni okkar og svo í seinni tímanum fengum við frjálst.

Fimmtudagurinn 9.okt

Fimmtudagar eru tölvudagar þannig að við fórum í ritgerðarvinnu, og svo fengum við prófin okkar til baka og þá frétti ég að einkuninn mín í prófinu var 9 sem er mjög gott og ég var líka með hæstu einkuninna í bekknum, seinna prófið sem ég tók með ástráði hækkaði mig ekkert en það hækkaði hann. Ég er að gera ritgerð um ljón eins og ég er búinn að vera að segja. Ritgerðin gengur vel og ég níti allan tíman til að klára hana.

 

Fréttir:

Holuhraun

Ebólan

Eins og stendur er eldgos í holuhrauni og mikil mengun kemur upp úr gosinu og sumstaðar er hættulega mikil mengun á síðu umhverfisstofnunar er mengunarmælir sem er hægt að fylgjast með, á síðunni ust.is

Mánudagurinn 9.des

Kláruðum að kynna bæklinganna en það voru Hörður og Heiðar sem voru að kynna. fórum svo að gera okkur tilbúinn fyrir próf á fimmtudaginn.  Svo fórum við í Efna-alías með orð eins og nifteindir, róteindir, jónur, sætistala, frumefni, Dmitri Mendeleev sem er maðurinn sem fann upp á lotukerfinu o.s.fl. í hópnum mínum í þessu alíasi voru Halldór Fr, Dísa og Kristinn.

Fimmtudagurinn 12.des

Byrjuðum tíman á prófi sem var snúið en mér tókst það á endanum en gekk ekki vel (hefði átt að læra betur fyrir prófið) eftir prófið fórum við að laga skýsluna sem við áttum að skila á mánudeginum.  því miður gat ég ekki gert neitt í henni því að ég sendi Gyðu skýsluna eftir að hafa sett myndir inná hana heima og þess vegna gat ég ekki gert neitt.

Föstudagurinn 13.des

Fengum prófin til baka. Í einkunn fékk ég 5,0 :/ en var sammt ekki með lægstu einkunnina. Eftir það fengum við  tíma til að bæta einkuninna, þá fórum við í hóp próf. Gyða skipti okkur í fjóra hópa og svo fengum við prófið og við byrjuðum að vinna.  Í hópnum mínum voru Dísa, Gummi og Hörður.  Í því prófi gekk mér betur því ég var með aðra til að hjálpa mér með það, ég er nefnilega ekki allveg bæuinn að ná þessu enþá. Einkuninn í því prófi fekk ég 6,2 og þá varð heildar einkunin mín  5,6 :). Í lok tímanns sýndi Gyða okkur frétt um að í kvöld 13.des verðu mikið að stjörnuföllum þannig að horfið til himinns ;).  Í fyrra var allveg einns og ég fylgdist með þá og ég og vinkona mín töldum 70 og eitthvað og Gyða sagði að það gæti orðið 100 og meira þannig einns og ég skrifaði áðan horfið til himinns 😀

heimildir fékk ég af náttúrufræði vef flúðaskóla

mánudagurinn 2.des

Gyða var ekki og þess vegna fórum við ekki í náttúrufræði né spurningakeppni.

Fimmtudagurinn 5.des

hópurinn minn í sígarettu eymingu síðan úr seinustu viku vorum að klára skýslu sem við eigum að skila fyrir mánudaginn 9.des en það var líka hægt að skila verkefninu í tímanum.

Föstudagurinn 6.des

Vorum að kynna bæklinginn um eitt frumefni úr lotukerfinu pg ég valdi mér Magnesíum. Magnesæium hefur sætistöluna 12 og það er hægt að nota magnesín eða Mg fyrir flugelda, svo er líka hægt að nota það fyrir svima svo er það líka lífsnauðsinlegt fyrir líkamann. í tímanum vorum við að kynna, hlusta, meta og hrósa öðrum krökkum í bekknum. Gyða skipti okkur í hópa svo hópurinn gæti rætt á milli hvað ætti að gefa hinum í einkunn. Í hópnum mínum var ég, Dísa, Kristinn og Halldór Fr.

fréttir:

30 stiga frost.

Sex íslenskir fulltrúar til Filippseyja

léttburafæðing

 

 

Mánudagurinn 25.nóv

Vorum að vinna í hefti sem við vorum búinn að fá frá Gyðu um lotukerfið. og við vorum að svara spurningum.  Skoðuðum blogg og fræðumst aðeins um munntóbak og sígarettur.  Í tóbaki er helmingi meiri nikótín en í venjulegri sígarettu og þess vegna er erfiðara að hætta með tóbak heldur en sígarettu. Nikótín er ávinabindanndi.

Fimmtudagurinn 28.nóv

Vorum inní í tölvustofu að setja loka hönd á bæklinginn, kynning verður á honum í næstu vikuþ

Föstudagurinn 29.nóv

Vorum að eyma sígarettur.  Við fengum ýmis dót til að geta gert það t.d. 2 tilraunaglös, brennara, venjulegt glas, bala og vatn.  viðbyrjuðum á að setja allt upp á tilraunagrind, svo settum við sígarettunna inn í eitt tilraunaglasið sem var með brennarann undir og kveiktum svo í honum og biðum þangað til sígarettan var brunninn.  þegar hún var brunnin tókum við fyrsta glasið og lyktuðum upp úr því, það var ógeðsleg lykt úr því reyndar allveg einns og reykingarlykt en sammt verri, glas nr 2 var verst, lyktinn þar var hræðinleg, hún ver eins og slæm reykingarlykt sem var búið að bæta rottueytri og mygluðum osti ofan í. glas nr 3 var bara aðeins verri en reykingarlykt. í glasi 1 var loftmyndun í glasi nr 2 var vökvamyndun og í seinnasta glasinu var fast efni.

heimildir fékk ég frá mér og náttúrufræðivefnum okkar

IMG_1410

 

heimild síminn minn.