Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 8.des

Í þessum fyrirlestra tíma vorum við í Nearpod. Við Skoðuðum stjörnumerki og um sólkerfið okkar og vetrabraut.Við pældum í því hvernig er hægt að finna stjörnumerki í stjörnunum. Við skoðuðum nýtt app í ipad sem er rosa sniðugt, það heitir skyveiwfree og það er hægt að fá það frítt.

Þriðjudagurinn 9.des

Í þessum tvöfalda tíma byrjuðum við á að fara yfir fréttir með gyðu og skoðuðum nokkur blogg og svo í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver að halda áfram með glærukynninguna. Ég kláraði hana næstum því, komst allavega mjög langt með hana. Mér er hingað til búið að ganga mjög vel með glærukynninguna og vona að hún verði góð.

Fimmtudagurinn 11.des

Í þessum tölvutíma vorum við að klára glærukynninguna, ég var eiginlega búinn með hana en ég þurfti að klára eitthvað smá en svo var ég búinn og ég notaði þann tíma í að fínpússa kynninguna senda mér hana svo ég gæti farið með kynningu fyrrir mömmu og pabba. Ég á að vera með glærukynningu fyrir bekkin á þriðjudaginn næsta svo ég þarf að vera tilbuinn þá með allt. Ég er að fjalla um svarthol í kynningunni og mér er búið að ganga nokkuð vel. Það eru til littlar uppl. um svarthol en það var til nóg af þeim til að ég gæti verið með góðar glærur!

hér eru uppl. um Svarthol frá frábæra stjörnufræðivefnum.

svarthol 592260main_blackhole-outflow

Þessar myndir fék ég frá Nasa og stjörnufræðivefnum.

Fréttir.

Varpa ljósi á myndun kvikugangsinns við Bárðarbungu.

Þetta gerist ef gengið er á hrauni.

Fundu tvíhöfða salamöndru.

Gerði Úranus meira spennandi.

Skilja ekki eldgosin.

 

 

Mánudagurinn 1.des

Gyða var veik í þessum tíma svo við fengum að vera í frjálsum tíma. Nokkrir voru í tölvum og einhverjir voru bara að ‘chilla’ í sófanum frammi.

Þriðjudagurinn 2.des

Þessi tími var seinasti stöðvavinnutíminn því að það eru að koma jól!!! Hér eru stöðvarnar.

 1. Tölva –geimrannsóknir
 2. Hugtakakortið – betrumbæta og tengja
 3. Orð af orði – krossgátur, skilgreiningar og hugtök
 4. Teikning – sólkerfið okkar
 5. Bók – Alheimurinn – pólhverf stjörnumerki
 6. Tölva –lögmál Newtons í geimstöð
 7. Teikning – geimverur og vistkerfi þeirra
 8. Tölva – Avatar – lífið á Pandora og meira hér og kannski eitthvað fleira mjög áhugavert
 9. Umræður – kvikmyndir
 10. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62 og Himingeimurinn – bls. 115-116 og fleiri góðar til að skoða
 11. Hnöttur – stjörnumerki
 12. Tölva – rannsóknir í geimnum
 13. Tímarit – Lifandi vísindi nr. 1 2014 óróleg sól – eða  nr. 3 2014 Leitin að ET – eða nr. 8 2014 til sjö framandi heima

Ég fór í stöðvarnar 1,4 og 8 og svo fengum við líka að fara í gamlar stöðvar sem við vorum búinn að gera í öðrum tímum.

Stöð 1   Tölva- geimrannsóknir

Í þessari stöð var ég bara að skoða stjörnufræðivefinn sem er ggjaður vefur fyrir stjörnuáhugamenn! Við bekkurinn erum að gera glærur um það sem við vildum, eitthvað sem tengist geimnum, og þessi vefur hefur hjálpað mér rosalega mikið!! alveg mjög mikið! Í þessum vefi geturu ekki fundið allt á milli himins og jarðar heldur himins og mjög langt!! Ég er að fjalla um svarthol í verkefninu og þessi vefur hefur allt um svarthol sem er að vita! hér er linkurinn.

Stöð 8   Tölva

Í þessari stöð vissi ég ekki mikið hvað ég átti að gera því mest af þessu var á ensku, þannig ég skoðaði þá bara og ég get sagt að þeir eru mjög fræðandi vefir!

Stöð 4  Teikning – sólkerfið okkar

Í þessari stöð var ég að teikna sólkerfið okkar á blað og merkti inn á myndina allar pláneturnar og næstum allt sem er í sólkerfinu. Náttúrulega er Sólinn miðjan á sólkerfinu okkar, við hringsólum um hana. næst í röðinni er minnsta plánetan hún Merkúríus! næst er Venus sem er minni en Jörðin sem er næst í röðinni og svo eftir Jörðinni er Mars. Á milli Mars og Júpíter, sem er stærsta plánetan fyrir utan  Sólina, er smástirnabelti sem fer líka hringinn í kringum Sólina. Eftir Júpíter kemur Satúrnus, með sinn fallega baug í kringum sig og eftir honum koma Úranus og Neptúnus. Aftast eru litlar plánetur kallaðar dvergar og Plútó er einn af þessum dvergum. Dvergarnir eru ekki talnir með sem Reikistjörnur því þeir eru svo litlir.

solkerfid_reikistjornur_dvergreikistjornur

Þessa mynd fékk ég af stjörnufræðivefnum!

 

Eftir stöðvarnar gerði ég bara svona smáverkefni.

Orð af Orði:

út tirni.

Ó lkerfið.

ha astjörnur.

smást rni.

úra us.

Fimmtudagurinn 4.des

Í þessum tíma vorum við að vinna í glærunum okkar um eitthvað í geimnum. Mér er búið að ganga mjög vel að gera glærurnar þótt það sem ég er að fjalla um er svoldið erfitt því einginn veit neitt mikið um Svarthol. Ég vona allavega að glærurnar mínar séu góðar! Við eigum að vera búinn með glærurnar fimmtudaginn 11.des en við eigum svo að sýna þær á mánudeginum 15.des. Ég mun klára glærurnar mína allveg örugglega á fimmtudaginn því mér gengur rosalega vel með þær.

Fréttir.

Vatn myndaði fjall á Mars!

Hulduorkan að éta upp efnið.

Plútó á sjóndeildarhringnum.

Eru pólskipti yfirvonandi?

 

 

 

Mánudagurinn 24.nóv

Í þessum tíma byrjuðum við í Nearpod kynningu um stjörnur og allt í kringum þær. við horfðum á nokkur myndbönd um að sjálfsögðu stjörnur! Og það var svoldið fyndið og smá pirrandi að þegar við horfðum á myndbandið horfðum við á það í gegnum nearpod og einginn ýtti á ‘play’ á sama tíma þannig að það var eins og það bergmálaði mjög mikið inní stofu, fyrir utan hjá þeim sem voru gáfaðir að nota heirnatól.

Þriðjudagurinn 25.nóv

Í þessum tíma var stöðvavinna. Í þessum hlekki erum við bara í stöðvavinnum þannig við förum ekki í próf. Hér koma stöðvarnar.

 1. Tölva – NASA vefur
 2. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
 3. Hugtakakortið góða
 4. Bók – Geimurinn bls. 32-35
 5. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
 6. Verkefni  – Lotukerfið.  Frumefnin og stjörnunar.
 7. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
 8. Tölva – Sólkerfið
 9. Bók Jarðargæði bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
 10. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
 11. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
 12. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur tengdar hugtökum í þessari viku.
 13. Fréttir – kynin og geimurinn  –  dulstirni  –  philae og rosetta  – Íslendingur rannsakar miklahvell  – kirkjan og kenningarnar

 

Á þessum sama tíma var eitt og eitt af okkur að fá sprautu, láta bólusetja sig, og ég var svo stressuð allan tíman að ég átti erfitt að vinna en ég vann samt og hér kemur það.

Stöð 7.  Tölva – myndband ævi stjörnu

Á þessari stöð var verið að segja mér hvernig stjörnur verða til og hvernig þær deyja. Ég horfði á myndband sem heitir ‘The life cycle of stars’. Stjarna verður til þegar steinar í geimnum massast saman, þegar þeir eru búnir að því ýtir stjarnan frá sér ölluu í kringum sig. Rauðiu risarnir eru sólir sem eru að þenjast út og svo annað hvert springa þær eða skreppa aftur saman og verða að stjörnu. Sólin okkar er að þenjast út! Sólin okkar þennst út og er að því núna, hún mun gleypa allar reikistjörnurnar svo skreppur hún saman og verður að Hvítum dvergi. Það eru ransóknirnar í dag.

Stöð 12.  Orð af orði

Á þessari stöð gerði ég orðarugl og svo fékk ég mér blað með krossgátum.

Stöð 8. Tölva – Sólkerfið

Í Þessari stöð raðaði ég plánetunum í sólkerfinu í röð, frá sólu.

Það er Sólin ->merkúríus -> Venus -> Jörðin -> Mars -> Júpíter -> Satúrnus -> Úranus -> Neptúnus.

solkerfid_reikistjornur_dvergreikistjornur

Fimmtudagurinn 27.nóv

Í þessum tíma vorum við niðri í tölvuveri. Við áttum að vera búinn að finna okkur eitthvað til að gera glærusýningu um og ég valdi Svarthol. Svarthol er svoldið erfitt að skrifa um því það veit einginn neitt mikið um svarthol. Svarthol verður til þegar massi í stjörnu er svo mikill að hún springur og eftir verðu svarthol. Svarthol hefur svo mikinn massa að það dregur allt til sín meira að segja ljós. Ef eitthvað fer inní svarthol fer það ekki aftur úr!

svarthol_syn_listamanns

Heimildir mynda er frá Stjörnufræðivefnum.

Mánudagurinn 17.nóv

Byrjuðum á nýjum hlekki, hlekki 3 sem sagt, og við erum að fjalla um Stjörnufræði.  Við skoðuðum nokkrar fréttir um stjörnur og geimferðir.

Stjörnur eru uppáhaldið mitt. Geimurinn er svo stór og dulafullur, og ég er forvitin manneskja þannig ég er mjög spennt fyrir þessum hlekki. Í sólkerfinu okkar er 8 plánetur svo er eins stór sól í miðjunni. Röðin á þeim frá Sólu er, fyrst er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Einu sinni var Plútó líka með í sólkerfinu okkar en hann var tekin út því hann var of langt í burtu, Þannig hann er ekki talin með, því miður, því það er uppáhalds plánetan mín.

Þriðjudagurinn 18.nóv

Þennan Þriðjudaginn fórum við í Stöðfavinnu.

 

 1. Stjörnufræðivefurinn fréttir af Rosetta leiðangrinum og Philae
 2. Eðlis- og stjörnufræði bls.10 Tvær stelpur finna sprengistjörnu
 3. Bók – Alheimurinn – skoða – Hvað er áhugavert?
 4. Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi PhET-forrit(sporbaugar, massi, hraði, stefna)
 5. Tölva – PhET lunar landing verkefnablað fylgir
 6. Lifandi vísindi 2013 nr. 2 Aftur til plánetanna og nr. 10 óreiða í sólkerfinu
 7. Bók – Jarðargæði – Orkulind stjarna bls. 48
 8. Bók – STS – verkefni bls. 88 Samanburður á hraða
 9. Tölva stærðir og svo er líka fróðlegt að kíkja á þessa mynd um hvað kemst á milli Jarðar og Tungls
 10. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur bls.16-17 – Flokkun vetrarbrauta
 11. Hugtakakort – hvaða fyrirbæri eru í okkar sólkerfi
 12. Galíleió – sjónaukinn.  Lærum að nota – skoðum…
 13. Lifandi vísindi –  2010 nr. 11 – geimtæknin… í daglegu lífi og nr. 5 – hópferðir út í geim.
 14. Orð af orði – krossgátur og þrautir með hugtök

 

Ég fór í 4 stöðvar.

Stöð 5   Tölva – búðu til þitt eigið sólkerfi

Þetta verkefni sýnir hvernig sporbaugar virka og ég get sagt þér það að það er ruglingslegt. Hægt er að hafa 1-3 auka plánetur svo er náttúrulega Sólin alltaf í miðjunni. Sólin er í miðjunni vegna þess að hún hefur mesta massan þannig hún dregur til sín pláneturnar, en pláneturnar hafa massa líka þannig þær ýta sér frá sólunni og hringar í kringum hana.

Stöð 6    Tölva – Luna landing

Í þessu forriti var ég að lenda geimflaug. Ég gerði 1 sinni mjúka lendingu 2 harðalendingu og því miður gerði ég einu sinni brotlendingu og allir dóu sem voru um borð. :/ Hvernig virkar öflin? Plánetan togar til sín geimfarið, en geimfarið notar orku til að ýta sér frá henni, orkan sem geimfarið lætur frá sér er minna en togkrafturinn í plánetunni og þess vegna lendir hún mjóklega.

Stöð 10 Tölva

Sólkerfið okkar er stórt á jarðneskan mælikvarða en agnar lítið á stjarnfræðilegan mælikvarða. Jörðin er fimmta minnsta, eða fjórða stærsta reikistjarnan í sólkerfinu og tunglið er fjórðungur af stærð hennar. Júpíter, stærsta reikistjarnan sólkerfisins, er hins vegar svo stór að meira en þúsund jarðir kæmust fyrir innan í honum. Að meðaltali er tunglið í um 384,000 km fjarðlægð frá jörðinni. Svo langt að það tæki hálft ár að aka þangað ef meðalhraðinn væri 90 km/klst. Þótt reikistjörnur séu margar risavaxnar kemur það eflaust mörgum á óvart að allar kæmust þær fyrir milli jarðar og tunglsinns.

Stöð 15   Krossgátur og þrautir

Í þessari stöð fékk ég blað með krossgátum og þrautum um að sjálfsögðu sólkerfið.

Fimmtudagurinn 20.nóv

Í þessum tíma vorum við að klára skýslur úr tilraun sem við gerðu í síðustu viku. Ég var þá með Heiðari, Sunnevu og Hönnu í hóp og okkur gekk bara ágætlega með tilrauninna. Við náðum að klára Skýsluna í þessum tíma og við fengu 7,5 fyrir hana, sem er nokkuð gott, allavega var það hæsta einkuninn sem Gyða gaf bekknum.

Á þessari mynd sést að pláneturnar komast fyrir á milli tunglins og jarðar

Á þessari mynd sést að pláneturnar komast fyrir á milli tunglins og jarðar

Fréttir:

Alldrey séð viðbrögð eins og þessi.

kynin bregðast ekki eins við geiminum

Hlýnun gæti valdið kuldarkasti.

Munaðarlaust svarthol.