Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Í seinustu viku var Vísindavakan mikla. Ég var með Dísu og Línu að gera tilraun og okkur hefði getað gangið betur en annars var þetta bara mjög skemmtilegt 😀

Vax undir sandi

Þessi tilraun er aukatilraunin okkar sem við fengum frá Gyðu. Það sem við héldum að myndi gerast er að þegar við myndum setja vatnið í að vaxið myndi fljóta upp en það geriðst ekki. Vísindaspurningin: Hvað gerist þegar vaxið hitnar?

Efni og áhöld:

  • Vax
  • Vatn
  • Sand
  • Krukku/Bikarglas
  • Skeið
  • Eld

Við byrjuðum á að skera niður sirka 10cm af vaxi og leggja það á botninn á bikarglasinu. Settum svo góða lúku af sandi yfir all vaxið svo ekkert vax myndi sjást. Svo settum við vatnið í, við þurftum að setja það varlega í svo að sandurinn myndi ekki fara út um allt og myndi fara af vaxinu. En þá gátum við bara notað skeiðina og sett sandinn aftur yfir vaxið. Þegar vatnið var komið í settum við bikarglasið yfir eld og biðum. Eftir sirka 5-7 min byrjaði að gerast eitthvað. Vaxið bráðnaði undir sandinum og flaut svo á yfirborðið, storknaði þar og bjó til littla eyju úr vaxi. Þetta er líking við þegar land verður til. Þegar gýs eldfjall undir sjónum kemur hraun og þegar það nær yfir yfirborðið storknar það og verður að eyju. Ef ég myndi gera þessa tilraun aftur myndi ég hafa meira af sandi ofan á vaxinu svo það héldist lengur á botninum og myndi bráðna meira.

Hér getur þú séð myndband af verkefninu okkar.

Rignir blóði

Þessi tilraun er upprunalega tilraunin okkar en hún virkaði ekki hjá okkur þannig við völdum aðra tilraun sem Gyða kom upp á. En Í þessa tilraun þurfum við:

  • Gaffal
  • Vatn
  • Glas/Krukku/Bikarglas
  • Soðna olíu

Við byrjuðum að sjóða olíu og bættum svo matarlit út í þegar olían var kominn af eldinum og hrærðum saman með gaffli. Við settum vatn í bikarglas og settum svo olíuna ó vatnið. Olían átti að dropa niður en hún flaut bara ofan á vatninu og matarlituinn fór og blandaðist vatninu.

Hér eru heimildirnar sem við notuðum í þessa tilraun og á þessu myndbandi sést hvernig þetta á að vera.

Aðrar tilraunir

Mér fannst tilraunin hjá Siggu L, Sunnevu og Birgit mjög flott og áhrifamikil en þær voru með hologram tilraun. Ég valdi þessa tilraun af því að mér finnst þetta mjög fallegt og við vorum að pæla í að taka þessa tilraun.  Hér getur þú séð þeirra tilraun.

Önnur tilraun sem mér fannst standa uppúr var tilraunin hjá Ástráði, Hannesi og Herði. Þeirra tilraun var mjög vel gerð og skemmtilegt að horfa á. Mig hefur líka alltaf langað til að prófa svona tilraun og mér fannst hún heppnast vel hjá þeim. Hér getur þú séð þeirra tilraun.

Vísindavaka!

Þetta sinn í Vísindavökuni var ég með Dísu. Við vorum með tilraun sem við köllum Sogglas. Í sá tilraun þarf eldspítur, matarlit, glas, súpuskál, límband, krónur, vatn og dropateljara. Við byrjuðum á því að líma 3 eldspítur saman með venjulegu límbandi. Svo límdum við eldspíturnar við krónu og settum svo aðra krónu í botninn á skálinni, svo settum við vatn í skálina þannig að vatnsyfirborðið var bara rétt fyrir ofan krónuna. Svo settum við matarlit í vatnið til að það myndi sjást betur hvað væri að fara að gerast. Svo settum við eldsíturnar í skálina, kveiktum í þeim og settum svo glas yfir þær. Það sem gerðist svo er; Til að eldur logi þarf hann andrúmsloft og þegar hann var búinn að nota allt loftið í glasinu ætlaði hann að finna meira loft og þá saug hann til sín vatnið, en því að það var ekkert loft í vatninu dó eldurinn og þá var bara vatneftir í glasinu og eitthvað smá koldvíox 😀 Okkur gekk mjög vel með þessa tilraun og það fór ekkert úrskeiðis. Við skiluðum verkefninu í myndbandi og fluttum það fyrir bekkinn.

Heimildir fengum við af youtube síðu frá TheDanocrasy.

Hér er myndbandið af tilrauninni.

Í vísindavökunni var ég með tilraun sem við köllum Grilluð Kartöflublaðra. Ég var í hóp með Sunnevu og við vorum með tvær tilraunir. Markmið tilraunarinna er að stinga grillpinna í gegnum  blöðru an þess að hún springi og geta stundið plast röri inní harðakartöflu.

Við byrjuðum á því að að taka til svona 5 blöðrur, grill pinna, kartöflur, vaselin, plast rör, uppþvottalögur og einnota hanska. Svo plésum við í blöðrurnar þannig grillpinnin passaði í gegnum hana og bundum svo fyrir opið. Svo næst dúfðum við pinna ofaní uppþvottalagið  og dýfðum honum vel ofaní svo hann var með mikilli sápu ofaná. Svo tókum við blöðru og stungum pinnanum inn í blöðruna rétt hjá opinu þar sem við blésum í hana og svo aftur í gegnum hana akkurat á hinum endanum, s.s. efst á blöðrunni. þá vorum við kominn með blöðru á pinna. Svo prófuðum við að setja vaselin á pinnan og prófa og það gekk betur að hafa vaselin því það fór minna loft úr blöðrunni. Þetta gerist því að blaðran er búinn til úr rafeindum sem eru að hlykkjast um í blöðrunni og sleipiefnið á pinnanum smeygir sér í gegn og því springur hún ekki.

Seinni tilraunin var að stinga plaströri í kartöflu. þá tókum við kartöflu og rör, svo skárum við rörið þannig það var ekki hægt að beyja það efst uppi, svo settum við þumalputtan á opið á rörinu og stungum svo í kartöfluna… og viti menn rörið sat fast í. Þetta gerist því að þegar við setjum puttan fyrir opið kemmst ekki loft úr og svo þegar maður stingur í er þystíngur loftsinns svo mikill að rörið beyglast ekki. :)

báðar tilraunir heppnuðust vel og við sunneva unnum verkefnin einns og átti að gera, við bjuggum til myndband en það eiðinlagðist svo við sýndum það live í tíma.

Takk fyrir mig 😀