Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 15.feb

Könnun næsta mánudag um rafmagn.

Nearpod

Óson = O

Óson er efni í lofthjúpinum sem dregur úr útfjólubláum geislum frá sólinni.  Freon er efni sem drepur eða eyðir ósoninu. Í dag er allt Freon efni bannað vegna þess að einu sinni var verið að nota svo mikið af því að ósonlagið var orðið svakalega þunnt. Ef ósonlagið þynnist kemst meira af útfjólubláum efnum í gegnum loftjúpin. Í dag er ósonlagið komið á góðan veg en freon er enn bannað að nota.

Segulmagn

 • Uppgvötað um 500f.kr. í Magnesíu.
 • Notað í ýmsum tækjum.

Segulkraftur

 • Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum, minnkar þegar fjær dregur.

Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn.

Miðvikudagurinn 17.feb

Við byruðum tímann á að skoða fréttir. Horfðum svo á myndband um Ísland sem einhverjir túristar gerðu. Í myndbandinu komu upp nokkrir staðir, hér eru nokkrir af þeim.

 • Jökulsárlón
 • Sprengisandur
 • Dettifoss
 • Gullfoss
 • Þingvellir
 • Skógarlandsfoss
 • Seljalandsfoss

Við horfðum svo á annað myndband um rafmagn og segulsvið, gerðum svo verkefni uppúr því á blað sem Gyða lét okkur fá. Meðal spurninga var t.d. Hvaða öreindir eru í frumeind? Róteindir, Rafeindir og Nifteindir. og Ef hlutur er mínushlaðinn eru rafeindir í honum? Fleiri.

Í allveg lok tímanns fórum við í leik með svörum í umslagi. Þá fáum við umslag með spurningu, fáum svo miða og svörum spurningunni á miðan og setjum í umslagið. Þegar allir eru búnir að svara öllum spurningum nema einni á maður að taka öll svörin úr og velja besta svarið.

Fimtudagurinn 18.feb

Í þessum tíma vorum við ekki vegna þess að við 10.bekkur fórum í myndatöku. En Hópur B náði að fara í Náttúrufræði og hann hafði það verkefni að taka einhver hugtök og setja þau á myndrænt form. Hugtökin voru t.d. Segulsvið, Lögmál ohms, Fallorka, Stöðuorka og viðnám svo eitthvað sé nefnt.

Fréttir sem náðu athygli minni

NASA gefur út meinta geimtónlist.

Satt og logið um loftslagsmál.

Janúar sá hlýjasti í sögunni.

Afhjúpa ódýrasta snjallsíma heims.

Hola í óson­lag­inu þegar það ætti að vera þykk­ast.

Mánudagurinn 8.feb

Byrjuðum tímann að skoða blogg og fréttir vikunnar. Fórum svo í Kahoot um rafmagn.

Miðvikudagurinn 10.feb

Stöðvavinna

Stöðvarnar sem ég fór á eru 16,6 og 20. Hér eru stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 16 –  Tengdu fjóra

Í þessari stöð var ég að tengja fjögur hugtök saman sem höfðu öll eh sameiginlegt. Til dæmis var þetta svona hjá mér.

Mótstaða – Viðnám – R – ohm = Viðnám

Rafstraumur – I – amper – Rafeindaflæði = Straumur

Volt – Rafeindaorka – V – Rafspenna = Spenna

Raðtenging – Straumrás – Hliðtenging – tengimynd = Straumrás

Ég lærði mikið af þessari stöð og mér finnst að það ætti að vera meira svona. Maður lærir hugtökin betur og getur tengt þau saman.

Stöð 6 – Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Í þessari stöð var ég að lesa mig um skammhlaup í rafmagni, vör og straum. Gerði svo orð af orði verkefni úr orðinu Skammhlaup.

Spenna

rafKerfi

strAumur

rafMagnssnúra

fraMhjátenging

Heilinn

eLdur

rAfhlaða

spennUgjafi

Pera

Stöð 20 – Tilraun

Í þessari stöð var ég að reyna að búa til rafmagnshring. Við tengdum batterí við snúru, settum svi ljós og þá átti að kveikna á ljósinu. Okkur gekk svoldið illa í þessari stöð því þótt við fórum eftir leiðbeningum gerðist samt ekkert hjá okkur.  Hér er mynd af einu sem við gerðum.

12722560_969332909770627_806749328_o

 

 

 

Hér er myndband á ensku sem lýsir því hvað við erum búinn að vera gera.

 

Lekaliði

Seinustu viku erum við búin að vera að tala um orku, rafmagn og fleira. Hvert hús hefur rafmagnstöflu einhverstaðar í sér. Í henni geturu eiginlega stjórnað hvert rafmagnið fer í húsinu. Það er samt nátúrulega allstaðar í húsinu en þú getur slökkt á rafmagninu í einhverju sér herbergi. Í hverri töflu er tæki sem kallast Lekaliði. Lekaliði er mikilvægur hlutur í töflunni. Lekaliði er tæki sem slær út rafmagni þegar óeðlilegt ástand verður á rafkerfinu. Í gamla daga var til annað tæki sem gerði næstum það sama, bara þegar kom óeðlilegt ástand í rafmagninu þá þá bræddi það öryggið og þá sló út. Og þá þurfti að skipta um tækið, því miður man ég ekki hvað það heitir. En í dag er bara einfaldur rofi sem slær út rafmagnið ef eitthvað er ekki okey. Svarta örin á myndinni bendir á lekaliðann í rafmagnstöflunni heima hjá mér. Fyrir ofan það eru bargir litlir rofar sem er hægt að slökkva og kveikja í rafmagninu bara í einhverjum herbergjum.

 

Rafmagnstalfan heima hjá mér

Rafmagnstalfan heima hjá mér.

Heimildir:

http://www.sjova.is/articles.asp?articleId=34&cat=1482

 

Mánudagurinn 1.feb

Í þessum tíma fórum við yfir nýjar glærur um Rafmagn. Og við gerðum það í Nearpod

– Rafmagn er í öllum hlutum og hefur alltaf verið til. Rafmagn gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfsemi lífvera.

– Rafhleðsla og Kraftur eru aðdráttar og fráhrindandi kraftur.

– Stöðurafmagn myndast mikið í gosstrókum vegna eldgosa. Stöðurafmag en orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað og það myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlutum.

-Rafspenna, er mæld í voltum – V- Er hvað mikil orka er í rafeindinni.

-Rafstraumur er mældur í amper -I- Hvað fer mikið í gegn.

-Viðnám er mælt í ohm -R- Er mótstæða.

Lögmál ohm ; rafstraumur=  spenna/viðnám   eða  I=V/R

Miðvikudagurinn 3.feb

Stöðvavinnutími.

Hér er hægt að sjá stöðvarnar sem voru í boði;

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Ég fór í stöðvar 3, 12, 7 og 10

Stöð 3 – BBC og rafmagn.

Á þessari stöð vorum við að finna út hvaða hlutir leiddu best rafmagn. Við fundum út að plast, strokleður og korktappi leiddu ekki vel rafmagn en króna og lykill leiddu vel.

Stöð 12 – Rafmagnsæfing.

Á þessari stöð vorum við að læra um hring rafmagns. Til að geta kveikt á ljósaperu þarf að vera batterí í hringnum til að koma orku inn í hringinn. Hringurinn má ekki rofna annars slökknar á peruni. Með því að hafa rofa í hringnum ertu að gera þér auðvelt með að slíta hringinn því ef rofin er á off þá er hringurinn ekki fullkomaður og ljósið hættir að lýsa.

Stöð 7 – Ohm law.

Á þessari stöð lærði ég meira um lögmál ohm’s. Rafstraumur (I) = Spenna (V) / Viðnám (R).  Því meiri Rafspenna og minna viðnám er rafstraumurinn mikill en ef það er lítil rafspenna og mikið viðnám er lítið sem einginn rafstraumur.

V=9,0v(mikið)       R= 10Ω(lítið)    I= 900,0mA(mest)

 

V= 0,1v(lítið)      R=1000Ω(mest)     I=0,1mA(lítið)

Stöð 10 – Raf, hvað er það?

Raf er harðnaður trjákvoði úr vissum tegundum trjáa, helst æur fornum barrtjrám. Algengt er að smádýr hafi lokast inni í kvoðunni. Ekki er hægt að finna Raf hér á landi. Raf telst ekki með sem bergtegund en heldur steind(mineral). Raf er myndlaust(amorf) líkt og gler. Grikkir fundu að raf sem núið var með silki dró að sér létta hluti og af grísku heitinu elektron eru alþjóðlegu orðin fyrir rafmagn dregin.

Fimtudagurinn 4.feb

Þessi tími féll niður vegna óveðurs.

Fréttir sem fönguðu augað mitt:

Bananar gegn krabbameini.

Bjargaði sjaldgæfri skjaldböku.

Lífseig flökkusaga afsönnuð.

Stefnir á Mars innan tíu ára.

 

Mánudagurinn 25.jan

Í þessum tíma vorum við að klára vísindavökuna. Þessi Mánudagur var skiladagurinn á tilraununum sem við vorum að gera í vísindavökunni.

Miðvikudagurinn 27.jan

Byrjuðum að skoða blogg um Avatar sem við gerðum. Og skoðuðum svo fréttir vikunnar.

Nearpod

Hvað dettur þér í hug þegar þú heirir hugtakið Orka ?

Hvar sérð þú orku í náttúrunni?

Þetta voru spurningar sem Gyða lét okkur svara áður en við færum yfir glósurnar.

Orka

Orka er í mörgum ólíkum formum t.d.

 • Hreyfiorka – Þegar við löbbum,hjólum,hlaupum notum við hreyfiorku.
 • Stöðuorka – Hlutur hefur meiri stöðuorku því hærra sem hann fer.
 • Varmaorka – Nuddaðu höndunum saman, Þér hitnar. Með því að núa höndunum saman breyttir þu hreyfiorku handanna í varmaorku.
 • Efnaorka – Er í öllu!
 • Rafsegulorka – Ljós er ein gerð rafsegulorku.
 • Kjarnaorka – Orka inn í kjarna frumeinda.

Orka getur aldrei eyðst eða myndast. Hún getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra, þannig heildarorkan hverju sinni breytist þá aldrei. Þetta er kallað Lögmál orkunnar.

Fimmtudagurinn 28.jan

Við fengum þennan tíma til að Blogga fyrir Vísindavökuna, og notaði ég þennan tíma mjög vel.

 

Mánudagurinn 2.feb

Við byrjuðum að horfa á myndbönd um orku frá namsgagnastofnun, Kvistir. Gyða sagði okkur frá flugvél sem er knúinn af sólarljósi, hún er mánuð að fljúga í kringum jörðina meðan aðrað geta verið dag eða tvo. Við fórum í Jarðvarma, afhverju eru hverir heitir? hvaðan kemur varminn sem hitar upp hverni? Jarðvarmi er ekki víða notaður í heiminum en Ísland sker sig út því að um 85% heimila hér eru hituð upp með jarðvarma. Jarðvarmi er einnig nýttur til ylræktar, raforkuframleiðslu og í iðnað. Jarðhitasvæðum er skipt í lághita- og háhitasvæði. Skipting ákvarðast af hita vatsins á 1000m dýpi. Ísland er á svokölluðu heitum stað eða „Hot spot“ á jörðinni, þess vegna er svona mikið heitt vatn í kringum okkur, því að grjót í jarðveginum okkar eru svo heitir að þeir hita upp vatnið!

Þriðjudagurinn 3.feb

Þennað þriðjudaginn fórum við ekki í tíma hjá Gyðu, heldur fórum við í kynfræðslu hjá hjúkkuni hérna í skólanum.

Fimmtudaginn 5.feb

Þennan tímann vorum við í tölvutíma niðri í tölvuveri. Ég setti spurningarnar inná verkefnabankan minn hérna inná blogginu mínu. En í dag er líka afmælið mitt :) jei

 

Fréttir

11% spendýra dáið út á 200 árum!

Broskall úr vetrabrautum.

Þrefaldur sólmyrkvi á Júpíter.

Ýtti dettifoss upp ána!

Mánudagurinn 26.jan

Í þessum tíma var glósutími! við fengum nýjar glærur og nýjan hlekk. Við vorum í Nearpod, við vorum að læra um mismunandi form orku! T.d.

 • Hreyfiorka
 • Stöðuorka
 • Varmaorka
 • Efnaorka
 • Rafsegulorka
 • Kjarnaorka

Við lærðum líka að varmi og hiti er ekki það sama. „Heat“ er þýtt á íslensku varmi ekki hiti. Varmi er mældur í júlum (J) og einnig í kaloríum (cal eða kal) og hitaeiningum (he). Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti! Varmi er alltaf í hlutnum hvort sem hann hitnar eða kólnar. Hiti er Mælikvarði á meðalhreifiorku, hitamælir mælir annað hvort í gráðum á Celcíus (°C) eða einingum á Kelvin (K)

Vatn frýs við 273 K og O°C

Vatn sýður við 373 K og 100°C

Alkul er þegar hluturinn er allveg frosinn og þá mælist hann, 0 K  eða -273°C

Þriðjudagurinn 27.jan

Í þessum tvöfalda tíma kláruðum við Nearpod kynninguna og svöruðum spurningum. Spurningin var hvað hefði gerst ef að í væri eðlisþyngri en vatn? Svarið er að ef að ís væri eðlisþyngri en vatn mynu ekki vera ísjakar fljótandi á sjónum heldur myndu þeir liggja þeir á hafsbotninum og þá væru ekki t.d. humrar til! Titanic hefði líka alldrei sokkið og það væri meira af landi undir sjó!

Það eru til þrjár leiðir til að varmi flyst á milli, Varmaleiðni, Varmaburður og Varmageislun! Varmaleiðni er þegar tveir hlutir snertast, eins og t.d. þegar þú ert að elda og ert að nota stálausu eða eitthvað, þá verður ausan heit vegna þess að það er svo mikill varmi í súpuni og hann flyst yfir í ausuna! Varmaburður er t.d. eins og þegar þú ert með eld útí skógi og ert að hita þér þá flyst varminn í eldinum út sem varmaburður og lendir á þér sem hitar þig upp. Varmageislun er bara eins og t.d. sólinn, Það er þegar orka flyst gegnum rúmið. orkan er í formi ósýnilegra rafseglubylgna sem kallast innrauðar bylgjur.

Við byrjuðum svo eitthvað með Jarðvarma. Ísland sker sig út frá öðrum löndum því að 85% heimila á íslandi eru hituð upp með jarðvarma. Við töluðum líka um afh við einángrum húsin okkar! það er til að draga úr varma tapi út úr húsinu.

!Það er hvorki hægt að skapa orku né eyða henni, hún skiptist einungis um mynd!

Það sem eftir var af tímanum notuðum við í að kíkja á phet forrit.

Fimmtudagurinn 29.jan

Í þessum tíma byrjuðum við á að taka stutt próf, ég fékk 7,5 á því prófi. síðan fórum við niður í tölvuver að svara nokkrum spurningum um varma, hita og fleira. hér eru spurningarnar

 1. Á hvaða þrjá vegu flyst varmi?  Lýstu því hvernig varminn flyst í hverju tilviki um sig.
 2. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
 3. Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?
 4. Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?
 5. Hvaða tilgangi gegnir eingangrun?
 6. Hvaða tengsl eru milli vinnu, varma og orku?  Útskýringar óskast.

Ég skilaði svo verkefninu í verkefnabankann minn hér á bloggsíðunni minni.

heat_transfer

Heimild af mynd hér

 

Mánudagurinn 17.feb

Í þessum tíma vorum við að rifja upp fyrir próf sem verður 20.feb. Svo fórum við í Bylgju-Alías í hópnum mínum var Heiðar, Gummi og þórný. Í spilinu gekk okkur rosalega vel enda enduðum við sem vinningshafar. Gummi byrjaði að lýsa orðum fyrir okkur og við komumst í mikla forustu þá. Næst þurfti ég að leika orðin, það gekk ekki eiins vel en sammt héldum við forustunni, næst var Heiðar að lýsa og þá máttu allir giska, og svo fengum við eitt rétt og við unnum.

Fimmtudagurinn 20.feb

Í þessum tíma var próf í bylgjum og að prófi loknu fórum við niður í tungufellsdal/tölvuherbergi og fórum að skoða blogg og bæta við hlekkum inná bloggið okkar.

Föstudagurinn 21.feb

Fórum í stöðvavinnu og ég var í hóp með Heiðari.

hér eru stöðvar sem voru í boði.

1.    Tölva sjónhverfingar. Sjónhverfingar

 • Þið finnið myndirnar í krækjunni
 • Lýsið því sem þið sjáið á hverri mynd – mjög stutt

2.    Eldspýtnaþrautir

 • Veljið ykkur þraut – hvort sem er hér eða hér eða
 • Færið eina eldspýtu til að leiðrétta jöfnuna:
 • The following equation is made of 11 matches:
  XI – V = IV (more solutions)

  The following equation is made of 11 matches:
  X + V = IV (more solutions)

  The following equation is made of 10 matches:
  L + L = L (more solutions)

  The following equation is made of 12 matches:
  VI = IV – III (more solutions)

  The following equation is made of 14 matches:
  XIV – V = XX

  The following equation is made of 11 matches:
  IX – IX = V

  The following equation is made of 12 matches:
  X = VIII – II

  The following equation is made of 7 matches:
  VII = I

 3.    Tilraun eðlismassi

Búðu til flotmæli samkvæmt leiðbeiningum.   Settu mælinn í þrjár mismunandi lausnir: Hreint vatn, saltlausn og  matarolíu.
 • Hvers  vegna sekkur mælirinn misdjúpt í lausnirnar?
 • Í hvaða lausn fer flotmælirinn dýpst?
 • Hvers vegna er það?
 • Hvers vegna flýtur ísmoli í vatni?
 • Hvers vegna sekkur steinn í vatni?

4.    Speglateikning

Spegill, blýantur og blað.

 • Teiknaðu broskall . Bara ekki horfa á blaðið heldur spegilinn.
 • Félagi þinn teiknar mynd og nú átt þú að endurtaka hana – með því að horfa í spegilinn. Teiknaðu upp myndina sem speglast.  Er það erfitt?  Ef já af hverju?

5.    Tengdu fjóra.

 Skjávarpi, glæra með 42 reitum, tveir töflutússar í sitt hvorum lit.
 • Fyllið í reit til skiptis, hvor með sinn lit.
 • Sá vinnur sem getur tengt saman fjóra reiti í röð,  lárétt,  lóðrétt  eða á ská.

6.    rökleitargátur

 • Lestu yfir og finndu hugsanlega lausn.

7.    Vísindaleg aðferð

 Lestu yfir textann á blaðinu og greindu vandamálin.

8.    Phet forritin.

 • Fiktið svolítið í forritinu.
 • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
 • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
 • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
 • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
 • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

9.    Lifandi vísindi 

10.  Tangram á myndvarpa

11. Enn fleiri þrautir

Hópurinn minn fór í stoðvarnar 1, 2, 3, 5 og 8

stöð 1 var svoldið tricky vegna þess að það var svo skrítnar myndirnar sem voru þar og augun voru ekki allveg að með taka sumar myndir.

stöð 2 var nokkuð erfið vegna þess að það er erfitt að hugsa svona mikið!!!

stöð 3 þessi stöð var áhugamikil:  Við vorum með í þremur glösum saltvatn, olía og kranavatn, svo tókum við rör og settum leir um neðsta hlutan á rörinu og þá vorum við búinn að búa til einskonar flothylki. Við settum flothylkið í olíuglasið og þá sökk það bara straks niður einns og steinn í vatni vegna þess að að við flótum á vatni en olía er eðlisléttara en vat svo það sökk bara beinnt á botninn. þegar við settum svo hylkið í glasið með venjulega vatninnu flaut það svona eiginlega bara í miðjunni. EN þegar við settum hylkið í salt vatnið fór það strax bara á toppin, það sökk ekki og svo fór upp heldur bara strax upp. Það gerist vegna þess að þegar þú setur salt í vatn verðu vatnið þéttara vegna saltfumum sem fara í vatnið og þess vegna flítur það.

stöð 5 var þannig að við áttum bara að tengja 4 saman áður en hinn mundi gera það og við töldum stiginn, staða endaði 6-6

stöð 8 við fórum í þessa stöð seinnast og þess vegna gátum við lítið vera í henni.

 

 

Heimildir fékk ég af nátturufræði vefnum okkar flúðaskóla og af bloggsíðu sunnevu sólar

Mánudagurinn 3.feb

Í dag var fyrirlestur um hljóð. Við fórum yfir hvernig þotur rjúfa kljóðmúrinn og hljóðstyrk, tónhæð, úthljóð, dopplerhrif, hermu og hljómblæ. Hvað gerist þegar Þotur rjúfa hljóðmúrinn?  Hávaðinn sem fylgir flugi yfir hljóðhraða stafar af höggbylgju samþjappaðs lofts. Þegar þessi höggbylgja skellur á hljóðhimnum okkar heyrum við miklar drunur. Hljóðhraðinn er útbreiðsluhraði hljóðbylgna í lofti, það er sá hraði sem hljóðbylgjur ferðast með um loftið. Hljóðhraði minnkar með lækkandi hita og lækkar því í aðalatriðum með hæð, en er um 1200 km/klst við sjávarmál og venjulegan hita og þrýsting. Þessi hraði er stundum kallaður hljóðmúrinn og má rekja þá orðanotkun til þess þegar menn álitu að hann myndaði efstu hraðamörk flugvéla, eins konar múr eða mörk sem þær kæmust ekki yfir. Flugvélin verður einmitt fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar hún kemst á þennan hraða en eftir að hún er komin fram úr honum er flugið aftur eðlilegt gagnvart henni og þeim sem í henni eru.

thota_120711

 

Fimmtudagurinn 6.feb

Vorum í könnun í Eðlisfræði Bylgju og hljóðs. Þegar könnunin var búinn fórum við í tölvuver í phet-forritin en ég fór að setja inn færslu í seinasta blogg.

Föstudagurinn 7.feb

Vorum að skoða fréttir um bylgjur og horfðum á nokkur myndbönd. Svo fórum við yfir prófið og það kom í ljós að ég fékk 7 á prófinu. við horfðum á tilraun og lærðum um afhverju eru  fjöllin blá.

En afhverju eru fjöllin blá ?

jú það er útaf því að ljós endurkastast og verður að regnboga. blái liturinn í honu er með mestu tíðnina af öllum hinum litunum, ef rauði liturinn væri með mestu tíðnina væru fjöllin og sjórinn og himininn rautt.

prisma

 

Fréttir:

Útfjólublá

Gervihönd

ljósmengun

Frá Mars til Jarðar

Mánudagurinn 27. jan

Fórum yfir glósur um bylgjur og orku. horfðum ámyndbönd um hvernig eldur getur sínt bylgjur. til þess að gera það þarf að takarör og bora göt á það og svo setja hátalara við annað op rörsinns og gas hinumegin, kveikir svo í götunum sem eru meðframm förinu og setjum hátalarann af stað þá sést hvernig bylgjurnar fara úr hátalaranum. hér sést hvernig.

Fimmtudagurinn 30.jan

Lærðum að búa til bylgjur með mismunandi lögun. Mældum bylgjuslag og útslag. Svo fórum við í wave-game hann virkar þannig að það sést bylgja fyrir neða og  við eigum að reyna að búa til alveg eins bylgju með hljóðum. Svo hækkuðum við alltaf um borð. Ef ykkur langar að prófa er leikinn er hann HÉR.

Föstudagurinn 31.jan

Vorum í hópavinnnu og ég var með Dísu í hóp hér er það sem við gerðum! Hópavinna