Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 24.mars

Við vorum mest allan tíman að fara yfir glærur og í  þetta skipti notuðum við ekki Nearpod vegna þess að Gyða gleymdi að panta ipadana. Við fórum að skoða fréttir og Gyða útskýrði hvernig Þórisvatn er virkjað og hvernig yfirborðið getur hækkað mikið og eyðinlagt mikið í bökkum þess.

Fimmtudagurinn 27.mars

Við byrjuðum í stuttri könnun með já og nei spurningum, mér gekk ágætlega, í einkunn fékk ég 7,0.  Eftir könuninna fórum við í hópa og byrjuðum á power point verkefni um virkjanir. Ég var með Filip og Þórnýju í hóp og við vorum með Hrauneyjafossvirkjun.

Föstudagurinn 28.mars

Í þessum tíma byrjuðum við á að skoða nokkur blogg og fréttir. Svo áttum við að ná okkur í tölvu og klára power-point kyninnguna um Hrauneyjafossvirkjun sem við áttum að gera (allir hóparnir áttu að klára í dag). Þegar við vorum búinn með hana fórum við að æfa kyninguna, en hún verður mánudaginn 31.mars. Þegar við vorum búinn að öllu áttum við að senda Gyðu kyninguna svo máttum við fara út í góða veðrið.

Hrauneyjafoss

Hrauneyjarfossvirkun er þriðja stærsta virkjun landsinns hún er staðsett á sprengisandsleið í jaðri hálendisins. Hún var reist á árunum 1977-1981, virkjuninn er vatnsaflsvirkjun. Hrauneyjafossvirkjun var fyrst tekin í notkunn 1981. virkjunin tekur vatn úr Tungnaá og þórisvatni, með dragár-, jökulár- og lindárinnrennsli. Það eru 3 Francis Hverflar í virkjuninni.

hér er mynd af virkjuninni

Hrauneyjafoss

 

heimild myndarinnar: Landvélar.is

Fréttir:

Viðbrögð hunda við galdra.

syndir með hákörlum.

Flóðbylgjan gæti náð til Indonesíu.

Mánudagurinn 17.mars

Við héldum áfram að tala um lífríki í þjórsá og í kringum hana. Og að sjálfsögðu fengum við glærur, og fórum yfir þær.  Hér eru nokkur atriði um Þjórsárver.

 •  Þjórsá var fyrst lýst friðland árið 1981.
 • Svæðið er verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi.
 • Grósumiklar og fjölskrúðugar flæðilendur.
 • Fjölskrúðugt gróðurfar, einkunn fyrir fuglalíf.
 • Mestu varpstöðvar heiðgæsarinnar í heimi.

Tegundaauðugasta hálendisvin landsinns

 • 180 tegundir háplanta,
 • 225 tegundir mosa,
 • 145 fléttutegundir,
 • 290 tegundir skordýra, köngulóa og langfætla.

Dýr

 • Hornsíli og krabbadýr
 • Mikið fuglavarp
 • Refir og hagamýs í littlu mæli.

Fimmtudagurinn 20.mars

Í þessum tíma fórum við einungis yfir blogg, og skoðuðu fréttir sem við settum inná bloggin okkar.

Föstudagurinn 21.mars

Í dag svar massíg stöðvavinna. Við unnum sjálfstæð en við máttum lika allveg vinna með öðrum. Hér koma stöðvarnar.

 1. Google earth – verkefni Þjórsá
 2. Hekla og gróður í hraunum.  Náttúrufræðingurinn
 3. Friðlýsing.  Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?   – vefur Umhverfisstofnunar
 4. Verndun. Hvað er Ramsarsvæði og hvaða íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?  Nýleg frétt um þrjú ný svæði.
 5. Smásjá. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
 6. Hugtök.  Vatnafiskar, tegundir og stofnar.  Fjölbreytileiki lífvera í íslenskum vötnum vegna …..?  Skoðaðu bls. 200-201 bók Guðmundar Páls, Hálendið í náttúru Íslands.
 7. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)  Flokkaðu og notaðu latnesk heiti jafnframt þeim íslensku.
 8. Teikna.  Vistgerðir í Þjórsárverum, glósur um Þjórsárver og bækur. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef.  Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum.   Hvað er lifandi og hvað lífvana.   Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi.  Rústamýravist.
 9. Farflug.  Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni.   Farflug  Skilgreindu hvað er farfugl.  Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem  sem ferðast milli heimsálfa.  Hvaðan kemur heiðargæsin?  Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið. 
 10. Rannsókn, eggjaskurn   skoðaðu eggjaskurn í víðsjá.  Lýstu því sem þú sérð.  Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni? Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum.  Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“.Vísindavefurinn 12.1.2006. http://visindavefur.is/?id=5559.  Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
 11. Fléttur – hvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum?  Náttúrufræðistofnun Íslands, ljósrit í boði.  Skoðaðu stein í Dinolit, hvaða lífverur eru á þessum steini?  Eru þær frumbjarga?
 12. Fuglar í sárum.    blóðríkar fjaðrir  og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 .  Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?
 13. Kortalæsi.  Kíktu á jurtakortið í stofunni.  Hvaða upplýsingar eru gefnar upp við hverja jurt?  Hvað tákna myndirnar?  Finndu nokkrar jurti sem eru algengar í Þjórsárverum en ekki á láglendi.  Skrifaðu upp heitin á íslensku og latínu.
 Ég fór á:
Stöð 5 – Smásjár
Lindá-Ég skoðaðivarn úr lindá og markmiðið var að reyna að finna þörunga en ég fann eingann. Síðasta sækkunin sem ég notaði var 15 x 10.
Jökulá
Ég skoðaði vatn úr jökulá og ég fann leifar úr frumu og einhvern gróður í síninu. Seinasta stækkunin sem ég notaði á þessu síni var 16 x 4.
Stöð 3
Þjórsárver-Afhverju var Þjórsárver friðlýst?
Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og friðlýsingin var endurskoðuð árið 1987. Svæðið er verndað samkvæmt samykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Á tímablilinu 1.maí til 10.júní er umferð um varplönd heiðgæsar bönnuð. þjórsárver er víðáttumikil gróðurvin á miðhálendi Íslands, um 140 ferkílometrar að flatarmáli. Verin eru að mestu leyti vestan Þjórsá, sunnan Hofsjökuls og eru í um 600m hæð yfir sjávarmáli.
Stöð 11
Fléttur
Á Íslandi hafa fundist rúmlega 700 tegundir af fléttum, yfir 400 þeirra eru hrúðurfléttur og afgangurinn blað- og runnfléttur. Fléttur eru sambýlis svepps og grænþörungs og/eða blábakteríu.
Fréttir:

Mánudagurinn 10.Mars

Í þessum tíma var bekkurinn minn í ferðalagi um Kirkjur í nálægum hreppum með Sr. Eiríki. Við komum við í Búrfelsvirkjun og fengum svo hádegismat í Þjórsárskóla.

Fimmtudagurinn 13.Mars

Þessi fimmtudagstími var eiginlega mánudagstími. Við fórum yfir nýjar glærur sem Gyða lét okkur fá í tímanum. Svo fórum við yfir plaggötin sem við vorum að gera síðustuviku en hópurinn minn hafði ekki tíma til að kynna okkar plaggat  svo við ætluðum bara að kynna það seinna.

Föstudagurinn 14.Mars

Í byrjun tímans byrjuðum við að horfa á fræðslumyndband um þjórsá og glósuðum niður. Hér er það sem ég glósaði.

 • Hjálparfoss og Háifoss eru í Fossá og sem rennur svo út í Þjórsá.
 • Þjórsá er 210 km Löng.
 • Þjórsá dregur upptök sín í Hofsjökli.

Næst ætlaði Gyða að gera tilraun á okkur um nýtt forrit sem heitir Nearpod. Þetta forrit sýnir glósur sem Gyða stjórnar. Glósurnar voru umm að sjálfsögðu Þjórsá.

 • Gróinn svæði í Þjórsárverum hafa endinguna – Ver!
 • Svo sem Tjarnarver, oddkelsver og þúfuver

Orðið ver getur merkt tvennt,

 • Mýri eða flói
 • Vísað til staðar þar sem menn veiddu dýr eða söfnuðum eggjum.

Seinna en ekki sýst svöruðum við spurningum um Þjórsá í nýja forritinu.

 

Fréttir:

Fílar

Dalsmynni

Miklihvellur

 

Mánudagurinn 3.mars

Gyða var veik þannig að þessi tími var færður á Fimmtudag.

Fimmtudagurinn 6.mars

Við fengum nýjar glósur um Þjórsá og skrifuðum inná hugtakakortið okkar.

Áhersluatriði í dag voru:

 • innri  og ytri öfl
 • vatnasvið
 • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi
 • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir
 • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður
 • rof og set
 • eldgos – hraun – aska

Föstudagurinn 7.mars

Í dag fórum við í plaggat vinnu. Við byrjuðum tíman í að skoða blogg síðan í gær, kíkgtum á nokkrar fréttir. Svo skiptum við okkur sjálf  í hópa, ég var með Evu og Þórný. Við fengum að velja okkur eitthvað sem tengist Þjórsánni til að gera plaggat úr. Við völdum Gjánna.

Gjáin er gljúfur í Þjórsárdal með mörgum lindum og fossum. Í Gjánni rennur Rauðá sem sprettur upp í Rauðárbotnum milli Sandfells og Fossheiðar, miklu ofar á afréttunum. Líklegt er, að Þjórsá hafi myndað Gjána, þegar hún rann þarna um. Gjáin er stuttur gljúfurdalur, skammt frá uppgröfnum rústum fornbýlisins að Stöng í Þjórsárdal. Tærar uppsprettur hjala í Gjánni, úfnir klettar og gróskumikill gróður, svo sem mosar, grös, víðir, lyng, hvönn og birki, með glaðlegu fuglalífi á sumrin. Telst Gjáin með friðsælustu og fegurstu stöðum Þjórsárdals.

upplísingar fekk ég af :

Wikipedia, Nat og Þjórsárstofunni.

Gjáin

Myndina fékk ég frá mbl.

Mánudagurinn 24.feb

Vetrafrí!!!

Fimmtudagurinn 27.feb

Hlekkur 6 formlega hafinn! Fórum yfir próf sem við tókum í síðustu viku og ég var bara frekar ánægð með einkuninna mína sem var 7.6 við fórum yfir blogg hjá bekknum og horfðum á myndband sem er búið að selja Ísland  og láta marga ferðamenn koma og skoða fallega landið okkar hér er það.

Föstudagurinn 28.feb

Í dag vorum við helst bara að afla uppl. um Þjórsá. Við byrjuðum á að heyra hvað þjórsárskóla krakkarnir vissu um Þjórsá. Við horfðum lika a annað myndband sem er að auglísa Ísland mikið það er um tvo bræður sem ferðast um Ísland í leit að Eilífsvötnum. Þeir byrjuðu fyrir sunnan og löbbuðu svo yfir Fimmvörðuháls að Þórsmörk þaðann yfir Laugarveginn og tóku svo rútu yfir Sprengisand að Mývatni og byrjuðu svo þar að labba aftur í leit að Eilífsvatni. Eftir myndbandið skiptum við okkur í hópa og vorum að leita uppl. um Þjórsá. í hópnum mínum voru Ljósbrá og Matti. Við vorum við vorum hvor um sig að leita að uppl. Ég tók að mér Fossana í ánni. Ef talið er upp fossana ofan frá er fyrstur Kjæalkaversfoss næst Dynkur, Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Minna-Núps flúðir, Búðarfoss og Hestfoss. Meira kommst ég ekki að því tíminn var búinn.

 

Kjálkaversfoss

 

Þetta er kjálkaversfoss.

Fossar eyðinlagðir

Dynkur á förum