Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 27.apríl

Við fengum nýjar glærur um heilkjarna einfrumunga.

Heilkjarna einfrumungar

Einkenni

 • Frumverur eru stundum skilgreindar þannig að þærséu einfruma lífverur með frumukjarna.
 • Komu fram fyrir 1.5 milljarði ára.
 • Voru fyrstu lífverurnar sem komu fram með kjarna.

Einfrumungar eru í ólíkum hópi lífvera. Þær geta bæði verið frumbjarga og sumar ófrumbjarga, flestarlifa í vatni, sumar í rökum jarðvegi, aðrar inni í stærri lífverum, sumar eru sníklar og valda hýslingum skaða á meðan aðrar lifa í samlífi við hýsil sinn.

Stundum er þessum lífverum hópað saman í eitt ríki…. sem skiptist í margar ólíkar fylkingar. Til einföldunar er frumverum skipt í tvo meginhópa, Frumdýr og Frumþörunga.

Frumþörungar eru frumbjarga, einfruma lífverur. Þeir nýta sér orku ljóss til þess að búa til eigin fæðu úr einföldum ólífrænum hráefnum. Þeir eru ásamt öðrum ljóstillífandi lífverum undirstaða annars lífs í náttúrunni. Þeir framleiða 60-70% alssúrefnis með ljóstillífun og þeir kallast oft plöntusvif. Þeir eru t.d. augnglennur, kísilþörungar og skoruþörungar.

Frumdýr eru ýmiskonar dýr. T.d. slímdýr, bifdýr, svipudýr og gródýr. Frumdýr líkjast dýrum af lifnaðarháttum, eru ófrumbjarga og geta flest hreift sig um stað.

Í enda tímans horfðum við á myndband um heilkjarna einfrumunga.

Þriðjudagurinn 28.apríls 

Þennan skóladaginn eyddi ég í höfuðborg Íslands með móður minni. Ég þurfti að skreppa til lækni vegna húðinni minni og ég fékk sýklalif. Mér fannst það svoldið fyndið því við erum ný búinn á að vera að tala um sýkla, gerla og veirur. Allavega ég var ekki en bekkurinn minn eyddi deginum í að fara yfir Nearpod kynningu og svara einhverjum spurningum því að Gyða var ekki þennan skóladaginn.

Fimmtudagurinn 30.apríl

Þessi tími var eiginlega bara chill tími. Við fórum yfir það sem var framundan hjá okkur, við fórum yfir blogg og Gyða sagði okkur frá verkefninu sem við myndum gera næsta þriðjudag.

 

Þetta er líklegast seinasta bloggið mitt í 9.bekk. Við sjáumst bara í 10.bekk aftur 😉

En hér eru nokkrar fréttir:

Dragon náði að flýja.

Bjuggu til fellibyl.

Er líf á stjörnustríðsplánetum?

Æfði fyrir mars á Íslandi.

Messenger hrapar til Merkúríusar.

Mánudagurinn 20.apríl

Í byrjun þennan tíma héldum við áfram með Nearpod kynningu síðan seinustu viku, um Veirur og Bakteríur.

Veirur

 • Teljast ekki sem lifandi.
 • Eru gerðar úr frumum.
 • Nærast ekki og þurfa ekki orku.
 • Fjölga sér bara í lifandi frumum.
 • Þær sjást ekki í venjulegum ljóssmásjá.
 • Teljast sem sýklar.

Veirur eru gerðar úr  próteinhylkjum, erfðaefnum og festingum. Þær orsaka marga sjúkdóma t.d. kvef, áblástur og vörtur, svo eitthvað sé nefnt.

Hröð veirusýking er t.d. kvef. Þá hættur fruman sem veiran er buinn að setjast á allri starfsemi og framleiðir einungis nýjar veirur.

Hæg sýking er t.d. HIV veiran. Þá framleiðir fruman lítið og lítið í einu og svo þegar langur tími er liðin breiðist hún lengra og lengra í líkamanum.

Bakteríur – Dreifkjörnungar – Gerlar

 • Dreifkjörungar er aðeins ein fruma.
 • Allir Dreifkjörnungar eru gerlar (bakteríur).
 • Gerlar lifa í  vatni, lofti, jarðvegi, í á og líkama.
 • Gerlar finnast næstum allstaðar.
 • Í einu grammi af mold geta verið allt að 4000 mismunandi tegundir gerla.
 • Gerlar fjölga sér með skiptingu.
 • Gerlar eru lifandi.
 • Geta lagst í dvala

Sumar Bakteræiur eru frumbjarga en aðrar ekki. Gerlar hafa slímhjúp utan á sér.

Ef Bakteríur/Gerlar væru ekki til myndum við ekki geta fengið ; mjólk, ost, brauð, jógúrt og meira.

Við vorum svo frætt af Ebolu Vírusnum, hér er myndband um hvað ebolu vírusinn er hættulegur.

Þriðjudagurinn 21. apríl

Í þessum tíma vorum við að gera verkefni um kynsjúkdóma.Það var skipt okkur í hópa sem tveir voru í. Í hóp með mér var Ástráður og viðtókum kláðamaurinn.

Kláðamaur er maur erða einhvers skona sníkjudýr sem lifa aðalega á úlnið, klofi eða baki t.d. Þýska orðið yfir kláðamaur er Scabies.

Kláðamaur er talinn smitast við nána snertingu og þó smitastu ekki strax ef út snertir manneskjuna sem er með kláðamaur, ráð sem tarf til er að t.d. Vera í sama rúmi og sá smitaði eftir að hann hefur ekki skipt um rúmföt eða haft samfarir með manneskjuni, fleiri leiðir til að smitast eru t.d. Að nota handklæði smitaðrar manneskju eða að hafa langt og gott handsamband þangað til að báðir aðilar eru orðnir heitir og sveittir á höndunum. Kláðamaur veldur útbrotum og kláða. Útbrotin koma gjarnan á þá staði líkamans þar sem maurinn kann best  við sig; milli fingara, á úlniðum. Í mittinu, á baki og kringum kynfærin. Afar óvenjulegt er að maurinn komi í andlit. Kláðinn er oft mestur á nóttinni undir hlýrri sæng. Hægt er að fá meðferð við kláðamaur. Hún felst í því að smyrja allan líkaman (nema andlit og hársvörð) með áburði sem drepur maurin. Hægt er að kaupa áburðin án lyfjaseðils í lyfjaverslunum og eiga leiðbendingar að vera í pakkanum. Bólfélagar og fjölskyldumeðlimir verða samtímis að fá meðferð svo að smitun eigi ekki sér stað að nýju. Sængurfatnaður og föt eru þvegin á venjulegan hátt. Kláðin getur haldið áfram í nokkrar vikur þó að kláðamaur sé horfin.

 

Kláðamaur (Scabies)

Kláðamaur (Scabies)

Myndina fékk ég héðan.

Mér og Ástráði gekk mjög vel að vinna verkefnið og við náðum að klára í enda tímans. Við Gerðum verkefnið í Publisher.

 

Einginn tími var á Fimmtudeginum útaf sumardeginum fyrsta. Gleðinlegt sumar 😀 😀

 

Fyrir viku síðan vorum við ít íma í tölvuveri að gera hugtakakort um steypireiði. Hér er mitt.

 

Fréttir

Ekki fyrir löngu var jarðskjálfti í Jemen upp að 7.9 hér eru fréttir um það.

Aflýsa fjallagöngu á Evrest.

Náði snjóflóðinu á myndband.

„Ég get ekki verið rólegur hér“

annað

Skutu fólk og brendu lifandi.

 

 

 

 

Mánudagurinn 5.maí

Í þessum tíma byrjuðum við að læra um fugla!  Gyða var að segja okkur allt um fugla og afh þeir verpa eggjum og svo frammvegins. En þeir gera það af því að þeir mundu ekki getað flogið útaf þunga ef þeir yrðu óléttir í einhverjar vikur.

Fimmtudagurinn 8.maí

Við skoðuðum fuglavefinn, skoðuðum myndir og hlustuðum á hljóð. Uppáhalds fuglinn minn er krummi, vegna þess að ég hermi mjög vel eftir honum! Krummi eða Hrafninn er stærstur allra spörfugla, hann er sterklega byggður  með fremur langa og breiða fingraða vængi og fleyglaga stél. Krummin er allt árið í kring á Íslandi, hann étur skordýr, hræ, orma, ber og úrgang.

Föstudagurinn 9.maí

Í dag vorum við ekki tæknilega séð í skólanum því það var rusladagur. Þá var allur skólinn skiptur upp í bekki og farið var víða um Flúðir að taka til. Bekkurinn okkar er svo stór að við vorum skipt í helming. Helmingurinn sem ég var í fór á tjaldsvæðið og þar í kring að taka rusl upp. Í lok dagsinns fengum við pylsur fyrir gott verk.

 

fréttir

103 fuglar

tyggjóklessur

Föstudaginn 2.maí tókum við bekkurinn að okkur nokkrar áskorannir. Í byrjun dagsinns skiptum við okkur í hópa, ég var með Evu, Sölva, Kristni og Halldóri fr. Þá næst fengum við blað sem áskorarnar voru á. Það voru 3 skilduverkefni, fyrsta var að labba upp á miðfell og taka „SELFIE“, annað var að taka mynd af 4 barrtrjá tegundum og greina þær og sú þriðja var að taka mynd af 3 fuglum og greina hvaða fuglar þetta væru. Svo voru aukaverkefni t.d. góðverk, segja eldriborgara brandara, syngja fyrir leikskólakrakka, syngja eitthvað eurovision lag, labba 100m á höndum, koma með uppástungur fyrir að unglingar væru meira úti í fríminútum, stærsta sápukúlan og skutlukeppni. Hópurinn minn gerði allar áskorannirnar nema skutlukeppnina. Við gerðum uppástungur en við gátum ekki sett það í myndbandið okkar. Talandi um myndband, hér er myndbandið okkar :)