Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Afréttur

Afréttur er hugtak sem er notað fyrir landsvæði utan byggðar þar sem fólki er gefið leifi að fara með búfé sitt á beit yfir sumartíman. Þessi svæði eru friðuð fyrir beit á veturna, vorin og seinniparts hausts. Þá koma smalamenn og fara um afréttin til að smala saman búfénu sem er þar og koma því til byggðar. Afréttir eru flestir á miðhálendinu en stundum er sagt að afréttur er milli dala/fjarða á norður og vesturlandi. Nú er næstum hætt að nota þetta orð í náttúruverndarlögum eða eithverju svoleiðis en heldur er sagt frá eignarlandi eða þjóðlenda.

 

Heimildir fékk ég frá Hvítubók náttúruverndarlaga og frá wiki.

Heimaprófið

Mánudaginn 22 til miðvikudagsinns 24 fengum við heimapróf um rafmagn. Í prófinu voru allskyns spurningar. Til dæmis voru spurningar um vindmyllur, segulsvið og rafeindir. Við fengum prófið til baka fimtudaginn 3.mars. Mér gekk bara nokkuð vel í því. Á prófinu fékk ég 88 af 100, ég hefði viljað betri einkunn en þetta er svosem fínt.

Ég fékk mikla hjálp hjá frænda mínum sem veit sitt hvað um rafmagn og svo hjálpuðu stelpurnar mér líka. Ég fann upplýsingar á netinu og í bókum sem ég tók með mér heim frá skólanum. Við fengum eiginlega þrjá daga til að gera þetta próf sem mér fannst bara nokkuð fínn tími. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma en svona er þetta stundum. Mánudags kvöldið náði ég ekki að gera neitt í prófinu því ég var allt of upptekin með annað en ég vann vel og mikið á þriðjudeginum og náði að klára prófið á þeim degi. Ég skilaði svo prófinu á miðvikudeginum eins og allir aðrir. Mér fannst þetta próf semi erfitt. Sérstaklega verkefnið sem hét rafvirkinn. Það voru svoldið trikkí spurningar og erfiðar. léttast fannst mér ritgerðaspurningarnar enda fékk ég fullt hús þar.

Mér finnst mjög gott að vinna svona heimapróf því þá lærir maður meira hlutina, með því að leita sér upplýsingar til að svara spurningunum í staðin fyrir að leggja fullt af dóti á mynnið svo tekuru próf í skólanum svo eftir prófið ertu búinn að gleima öllu. Mér finnst þetta ætti að vera meira af heimaprófum í öðrum fögum.

 

Fyrstu vikuna í skólanum horfðum við á bíómyndina Avatar eftir James Cameron. Avatar gerist á tungli sem heitir Pandóra og þar búa verur sem kallaðar eru Na’vi.  Byrjun myndarinna kynnumst við persónu sem heitir Jake Sully. Jake er fluttur á Pandóru í geimskipi með fullt af öðrum mönnum. Jake átti tvíburabróðir sem var vísindamaður en hann lést og þess vegna þurftu þeir Jake til að halda áfram með það sem þeir voru að gera, því Jake og bróðir hanns voru með allveg sömu genin. Þegar Jake mætti voru vísindamenn búnir að búa til Avatara sem átti að vera fyrir bróður hanns en Jake fékk hann í staðinn.  Mennirnir gátu farið í vél sem tók sálina þeirra og færði hana í avatarinn þeirra. Einn daginn þegar Jake og tveir aðrir vísindamenn voru að taka sýni langt úti í skógi fór Jake að skoða sig um og endaði að vera eltur af Thanator sem er lífvera sem er svoldið eins og kattardýr með einginn hár og svarta húð. Jake stakk thanatorinn af og viltist í leiðinni. Þegar kvöldaði bjó Jake sér til eld svo að hann þurfti ekki að vera í myrkrinu en það laðaði að Viperwolfa hjörð sem ætlaði að éta hann. Þá kom allt í einu Na’vi kona og bjargaði Jake frá viberwolfonum.  Eins og herramaður þakkaði Jake henni fyrir að bjarga lífi sínu en hún varð bara reið og leið á sama tíma. Hún saði að þeir hefðu ekki átt að deyja heldur var Jake bara að láta eins og barn. Það slökknaði á eldinum og allt varð svart, en ekki lengi því plönturnar byrjuðu að lýsa. Ég velti fyrir mér hvort efnin í plöntunuum séu sömu efnin og láta sumar strendu lýsa í myrkri. Það heitir held ég plakton og það eru einhverjar lífverur í sjónum og láta stundum sumar strendur lýsa upp. En allavega gellan hleypur burt en Jake eltir hana og spyr hana alskyns spurninga. Hún verður svo pirruð að hún ætlaði að stinga hann af en þá birtust, eins og avatararnir kölluðu það, fræ frá trénu Eywa, en meira af henni seinna. Hún ákvað að fara með hann að heimatrénu sem fólkið hennar bjó í, sem var svo stórt að það hefði allveg getað verið jafn stórt og næstum Everest. Líka voru Na’vi fólkið meira en tveir metrar á hæð svo ef til vill er aðdráttaraflið á þessari plánetu minna en hér á jörðinni. Na’vi fólkið tók Jake ekki vel en lokst ákvað foringinn að Neytiri, gellan sem bjargaði Jake, mundi kenna Jake allt um þau og um náttúruna í kringum þau. Hún byrjaði að sína honum Direhestanna. Þeir eru sex fóta hestar með nef á hálsinum. Öll dýrin höfðu eitt sameiginlegt, öll höfðu þau „hár“ eða eh sem þau gátu tengst með. Eins og með direhestanna, Na’vi hafði líka svona en hafði bara langa fléttu og inní fléttunni voru þessi „hár“, með því að tengja hárin á hestunum og fólkinu saman gat fólkið stjórnað hestunum án þess að segja nokkuð upphátt eða notað eh til að beygja þau til, þau bara sögðu þeim að beygja þá beygðu hestarnir. Þegar Jake var tilbúinn fór hann hátt upp í himnalaja fjöllin, eða The floating mountains, að fjalli sem heitir Banshee fjall því þar ætlaði hann ásamt öðrum að velja sér Banshee. Banshee eru ekki eins og hestar sem lúta öllum. Banshee velur sér eiganda og verður með honum þangað til annar deyr. Þú veist að Banshee hefur valið þig því hann byrjar að reyna að drepa þig. Banshee eru eins og drekar og eru margsinns á litinn. Eywa er mikill partur í sögunni. Eywa er eins og móðir allra náttúru sem lifir á pandóru, hún heldur allri náttúrunni í jafnvægi, stjórnar og skapar. Eywa geymir líka allar sálir sem hafa lifað og svo dáið. Neytiri sagði að öll orka er lánuð og þú verður að skila henni einn daginn, sem sagt þegar þú deyrð. Mér finnst þessi mynd svakaleg því hún fær mann til að hugsa… Var eh tímann lífið svona á jörðinni? Og var svo bara eitthver græðgi sem eyddi þessu öllu? Í dag er náttúran á jörðinni aaalls ekki í jafnvægi. Mennirnir eru svo gráðurgir að maður bara veit ekki hvað maður á að gera lengur. Eins og Jake sagði í enda myndarinna; hann var að fá hjálp frá Eywu því það var að koma stríð móti manneskunum og þá hafði einn vinur hanns dáið, hann sagði: Ef Grace er hjá þér, skoðaðu minningar hennar, það er ekkert grænt þar sem við komum frá, þau hafa drepi móður sína og ætla að gera það sama hér. Mér fannst þessi settning svakalega sterk því hún er svo sönn. Það er ekkert grænt hér lengur og ekki hef ég fundið fyrir móður náttúru, hún er löngu dauð…

Hér eru myndir af nokkrum dýrum sem voru í myndinni.

Direhorse

Direhorse

Ikran Banshee

Ikran Banshee

Thanator

Thanator

Heimildir

Fékk allar heimildir af www.pandorapedia.com

Ég fékk líka myndaheimildirnar af Direhorse og Banshee en fékk myndina af Thanatorinum af pinterest.

Þurrís

Þurrís er ekki eins og klaki sem er frosið vatn. Þurrís er koltvísýringur (CO2) í föstu formi.  Þegar klaki bráðnar breytist hann í vökvakennt form og ef það er hitað hann en meira breytist hann í gufu. Þegar þurrís er bráðin breytist hann strax í gufuform og sleppi vökvaforminu.  Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís breytist í gas við -78,5°C. Þurrís er búinn til í sérstökum vélum en er þó hægt að finna hann í náttúrunni, en ekki á jörðinni.  Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

Tilraunin

Það voru nokkrar stöðvar til að fara á til að gera ýmis verkefni um þurrís. Okkur var skipt í 3ja til 2ja manna hópa. Með mér voru Dísa og Lína.

5. Þurrís og blöðrur.

Áhöld:

 • Tvö tilraunarglös.
 • Tvær blöðrur.
 • Sjóðandi vatn.
 • Kalt vatn.
 • Bikarglas.
 • Þurrís.

Í þessa tilraun notuðum við tvö tilraunarglösr, tvær blöðrur, sjóðandi vatn og kalt vatn, Þurrís og bikarglas.

Við hópurinn byrjuðum á að setja sjóðandi vatn í annað tilraunarglasið og kalt vatn í hitt. Við byrjuðum á að setja þurrís í glasið með heita vatninu og settum svo blöðru yfir glasið svo þegar ísin varð að gufu fór öll gufan inní blöðruna. Sama gerðum við með tilraunaglasið með kaldavatninu og settum blöðru yfir. Blaðran sem var yfir heita vatninu var fljótari að blása upp heldur en kalda vatnið því að þurrís leysist hraðar upp í heitu vatni.

Blaðran hjá kalda vatninu

Blaðran hjá kalda vatninu.

Blaðran hjá heita vatninu

Blaðran hjá heita vatninu.

2. Þurrís og Sápukúlur.

Áhöld:

 • Sápukúlur.
 • Þurrís.
 • Bakki.

Við tókum Þurrís sem Gyða gaf okkur og settum hann í bakka svo það færi ekki út um allt. Svo tókum við sápukúlur og blésum upp eina sem var nokkuð stór. Við létum sápukúluna fara rólega niður og reyndum að láta hana snerta þurrísinn en hún sprakk áður en hún var kominn niður því að hún var of stór. Þá blésum við upp aðra minni kúlu, létum hana síga niður og hún snerti þurrísin. Þegar hún snerti hann þá fraus sá partur af sápukúlunni. Svo sprakk kúlan en þar sem kúlan snerti ísin var eftir.

Ef þú lítur varlega þá geturu séð að neðst á sápukúlunni er frosin

Ef þú lítur varlega þá geturu séð að neðst á sápukúlunni er frosin.

3. Þurrís og Sápa.

Áhöld:

 • Tveir dallar.
 • Sápa.
 • Tuska.
 • Þurrís.
 • Heitt vatn.

Við hópurinn settum Þurrís ofan í einn dallin og sápu í hinn. Heltum svo heitu vatni ofan í skálina með ísnum og bleyttum tuskuna með sápu úr hinum dallinum. Þegar vatnið var komið í kom gufa uppúr dallinum og við reyndum að setja sápu yfir lokið á dallinum svo það myndi koma sápukúla af reyk en það gekk ekki vel. Fyrst var of mikil sápa ofan í hjá þurrísnum. Svo gátum við bara ekki komið sápunni yfir lokið, Það gekk nokkrum sinnum næstum því en það var einginn árángur.

Þarna erum við að reyna að setja sápu yfir lokið

Þarna erum við að reyna að setja sápu yfir lokið.

Aukatilraun

Áhöld:

 • Blaðra.
 • Þurrís.

Gyða leyfði okkur að leika okkur smá með þurrísin, en maður þurfti að fara varlega. Ég tók blöðru með engu lofti í, setti einn mola af þurrís ofan í blöðruna og batt hnút á endan. Eftir smá tíma var komið loft í blöðruna og hún var alltaf að stækka og stækka. Þegar þurrís bráðnar og verður að gufu þarf hann meira pláss því að gufuform tekur miklu meira pláss heldur en eitthvað í föstu formi. Þess vegna blés blaðran út.

 

 

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://nemar.fludaskoli.is/svava99/2014/12/16/thurristilraun-hlekkur-3-vika-4/

http://nemar.fludaskoli.is/hrafnhildur97/category/uncategorized/page/2/

 

Í enda ágúst og byrjun septembers fórum við bekkurinn til Danmerkur í bekkjarferð.

Þegar við lentum byrjaði ég um leið að finna hvað loftið væri mikið öðruvísi þar heldur en heima. Í Danmörku er meira að trjám heldur en á Íslandi finnst mér! Allt lítur út fyrir að vera miklu þéttara vegna trjánna sem eru þar allt í kring. Vegna heitara loftslags, heldur en er á Íslandi, og raka í loftinu, t.d. þegar byrjar að rigna, koma þrumur og eldingar! Við lentum í því einn daginn að það var það heitt í veðri, og hellirignig að það kom þessi svakalegi kvellur! Þegar það gerðist sá ég fyrst eitthvað flass, og það var fólk við hliðina á mér að taka myndir og ég hugsaði með mér, vá hvað flassið á myndavélinni er sterkt! En svo kom þessi svakalegi kvellur að ég hélt að ég myndi deyja!! Landslagið í Danmörku er mikið öðruvísi heldur en á Íslandi!! Á svo marga vegu!! T.d. er mikið að fjöllum og tindum hér á Íslandi en Danmörk er meira og minna sléttlendi! Mig minnir að hæsti tindur í Danmörku er jafn langt frá sjávarmáli og Ásinn hér á Flúðum. Þar er líka meiri vindur, kannski þess vegna eru öll trén. Til að bæla niður vindinn. En út um alla Danmörk eru stórar Vindmyllur til að gera eitthvað við allan þennan vind!

Þetta er það sem mér finnst um landslagið í Danmörku, ég veit ekki allveg hvort það sé rétt hjá mér um Ásinn og hæsta tind í Danmörku en ég vil trúa því.

Þriðjudaginn 12.5.2015 fórum við bekkurinn í Flúðasveppi og vorum að fræðast um sveppi og allt ferlið í kring um að rækta þá. Síðan bjuggum við til skýslu um það. Hér er mín skýsla.

sveppir sigga

Vísindavaka!

Þetta sinn í Vísindavökuni var ég með Dísu. Við vorum með tilraun sem við köllum Sogglas. Í sá tilraun þarf eldspítur, matarlit, glas, súpuskál, límband, krónur, vatn og dropateljara. Við byrjuðum á því að líma 3 eldspítur saman með venjulegu límbandi. Svo límdum við eldspíturnar við krónu og settum svo aðra krónu í botninn á skálinni, svo settum við vatn í skálina þannig að vatnsyfirborðið var bara rétt fyrir ofan krónuna. Svo settum við matarlit í vatnið til að það myndi sjást betur hvað væri að fara að gerast. Svo settum við eldsíturnar í skálina, kveiktum í þeim og settum svo glas yfir þær. Það sem gerðist svo er; Til að eldur logi þarf hann andrúmsloft og þegar hann var búinn að nota allt loftið í glasinu ætlaði hann að finna meira loft og þá saug hann til sín vatnið, en því að það var ekkert loft í vatninu dó eldurinn og þá var bara vatneftir í glasinu og eitthvað smá koldvíox 😀 Okkur gekk mjög vel með þessa tilraun og það fór ekkert úrskeiðis. Við skiluðum verkefninu í myndbandi og fluttum það fyrir bekkinn.

Heimildir fengum við af youtube síðu frá TheDanocrasy.

Hér er myndbandið af tilrauninni.

Í þessari viku vorum við að læra um mannslíkamann, um kynfæri karla og konum og hvernig er að verða fullorðin.

Fram að tíu til tólf ára aldri þroskast strákar og stelpur á sama hátt.  En svo tekur kynþroskaskeiðið við.  kynþroski er æviskeið mikilla breytinga í líkamanum.  Þú er að fullorðnast.

Það fylgir því margt að fullorðnast. Skoðaðu skrána hér fyrir neðan:

 • Líkami þinn lengist mun örar en áður.
 • Það vex hár í handakrikunum þínum og í kringum kynfæri.
 • þú svitnar meira en áður.
 • Við kynþroskann verður þú fær um að eignast börn.
 • Þú færð bólur í andlitið.
 • Ef þú ert strákur verður röddin dýpri -Þú ferð í mútur- og þér fer líka að vaxa skegg.
 • Ef þú ert stelpa fara brjóstin að vaxa, mjaðmirnar breikka verða ávalar og tíðir hefjast.

Það eru ákveðin hormón í líkamanum sem setja þessar breytingar af stað.  Hormón eru efni sem stýra ýmsum störfum líkamanns. Stelpur verða oftast kynþroska á undan strákunum, um 11-13 ára aldur, en strákarni 12-14 ára.  Strákar fara á mútur en verða bara 5-7 mánuði en stelpur 3-4 ár þess vegna verða rödd strákana mun skrækari.

hér er góð síða til að sjá líkamann betur.

Ef þú ert en óörugg með þetta enþá geturu kíkt inná þessa síðu til að læra meira.

Frumbjarga og ófrumbjarga.

 • ljóstillífun.
 •  Þær lífverur sem geta myndað sína eigin fæðu kallast frumbjarga.  Þurfa orku frá sólinni, koltvíoxið (CO2) og vatn (H2O) og geta þá stundað ljóstillifun.
 • Flest dýr fá orku úr fæðunni sem þau láta ofan í sig.
 • Allar lífverur þurfa orku til að komast af.
 • Uppruna allar orku má rekja til sólarorkunnar og ljóstillifandi plantna.

 

fleiri u.pl. má finna hér

hér eru fleiri u.pl. um ófrumbjarga lífverur og hér um fumbjarga lífverur.

frumbjarga lífvera.

ófrumbjara lífverur.

Þingvallavatn er stærsta náttúrulegasta vatn landsinns.   „Mesta dýpi er um 114 m. Meðaldýpt er um 34 m.“

Á Þingvöllum er mikið dýralíf t.d. er þar Himbrimi.  Himbrimi er mjög fallegur fugl sem er svartur og hvítur.  hann verpur mestalagi tvemur eggjum á ári, hann verpur við vötn og tjarnir með silungi, frá sjávarmáli uðð í 600m hæð. Hreiðrið er stórt en grunn laut á vatnsbakka eða í litlum hólma og myndast vel troðin slóð milli hreiðurs og vatns.  Dvalar tími fuglsinns á Íslandi er í byrjun apríl til byrjun októbers.

Meira má sujá um fuglinn hér og það er líka heimildirnar sem ég fekk.

Það eru fleiri dýr sem dvelja á Þinvöllum, t.d. refir og svo eru líka margar fiskitegundir.  „Þingvallavatn er engin undantekning frá þessu en ívatninu finnast 3 tegundir ferskvatnsfiska af þeim 5 sem finnast á Íslandi, urriði bleikja, og hornsíli. Talið er að þessar þrjár tegundir fiska hafi allar lokast í vatninu í kjölfar síðustu ísaldar þegar land lyftist við suðurenda Þingvallavatns.  Þessar þrjár fisktegundir eru lifandi vitnisburður um hvernig þróun tegunda er í náttúrunni því þær hafa á einungis 10.000 árum lagað sig að mismunandi búsvæðum í vatninu.“

Heimildir fekk ég hér þetta er góð síða fyrir þá sem vilja skoða sig betur um þetta.

Önnur góð síða

Himinbrimi  Ég fekk myndina inná jonas

Ég fekk myndina inná jonas.ms.is

Þinvallarvatn

Ég fekk myndina inná ferlir.is