Umræðuvikan mikla

16.2/2015. Mánudagur. Byrjuðum í nýum hlekk sem er um Ísland. Krakkarnir skiluðu heimaprófum sem ég fór ekki í því ég hafði verið veik alla vikuna svo eg vissi í rauninni ekki neitt hvað var að gerast í hlekknum . Síðan þegar Gyða var búinn að tala aðeins við okkur um hlekkinn þá fengum við nokkrar spurningar sem við áttum að ræða tvö og tvö saman og þetta voru spurningarnar. Hvað er náttúra? Hvað er umhverfi? Er íslenskt vatn íslenskt? Hvernig mótar maður landið? Hvað er menningarlandslag? Hver á Dettifoss? Á ég að hreinsa fjöruna?

18.2/2015. Þriðjudagur. Tíminn byrjaði á því að strákarnir sem voru í lego vali voru með smá kynningu fyrir stelpurnar um hvað þeir séu að gera í valinu. Því Gyða var að bjóða uppá lego val fyrir stelpur. Þegar kynningunni var lokið horfðum við á fræðslumyndband um eldfjallið Kötlu sem var afar lærdómsríkt. síðan eftir það fengu allir nema ég heima prófin sín og kom það í ljós að allir höfðu bara komið frekar vel útúr prófinu og stelpurnar afar glaðar :)  yfir því. við skoðuðum mynd af pangaea og hvernig jörðin þróaðist til dagsins í dag það var inná Jarðfræðivefurinn  . Horfðum við líka á myndband um hvað landakort gefa oft miklar ranghugmyndir svona einsog Grænland og Afríka eru jafnstór þegar Afríka er um 14 sinnum stærri. Fengum við svo tíma til að gera okkur tilbúin fyrir næsta dag því við ætluðum að hafa umræðutíma og var okkur skipt í tveggjamanna hópa, ég var með Óskari og áttum við svo að halda uppi samræðum um eina spurningu sem við fengum deginum áður, Spurningin okkar var hvað er Menningarumhverfi.   Þessi tími var mikkil umræðu tími um Ísland og allt mögulegt :)

19.2/2015. Fimmtudagur. Í dag var mjög skemmtilegur tími því í dag vorum  við að ræða saman um spurningarnar. Alltaf var tekið ein spurning og ræddum við saman um hana í um það bil fimm mínútur og allt gekk þetta vel. Mér og Óskari gekk held ég bara vel með okkar spurningu . Ekki náðum við að klára allar spurningarnar svo við ætluðum að klára á mánudagin næsta. 

fréttir

Neyðarboð bárust frá ferðamönnum

SA leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa

Fleiri dularfullir gígar finnast í Síberíu

 

Þetta er rafmagnstafla og inní bleika hringnum er lekaliðurinn.  Þessa mynd átti að taga fyrir seinasta hlekk og setja inná bloggið.

image

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>