15.04

13.04.2015. Mánudagur.         Tími féll niður út af leikritinu

15.04.2015. Miðvikudagur.    Í dag vorum við að klára hugtaka kortin sem við vorum að gera. en það var því miður ekki tími til að kynna þau svo við ætluðum að kynna þau á mánudag. En sumir voru búnir svo þeir fóru að leita af grein um eithvað tengt því sem við höfðum verið að læra og það sem við áttum að gera var að skrifa um greinina og líka að hafa þrjár spurningar um textan og svo svörin einhverstaðar til hliðar. Við áttum að gera þetta vegna þess að Gyða ætlaði síðan að safna öllum ritununum sem við skrifuðum saman og gera hefti úr þeim sem við öll eigum svo að fá til að æfa fyrir lokapróf.

image

Hugtakakortið mitt

Ég gerði hugtakakort um náttúruhamfarir. Það sem ég var aðallega að gera var að tengja saman hugtök svo sem eldgos , snjóflóð, hvirfilbylir svo nefnd eru dæmi og ég tengdi þessi hugtök saman við allskonar hluti einsog afleiðingar og innri og ytriöfl og svo setti ég líka nokkra undirflokka  ( það sem gerist, orsök og afleiðingar.) við flest hugtökinn.

 

 

16.04.2015. Fimmtudagur.         Var ekki tími vegna þess að við vorum að fara í skíðaferðalag.

smá fróðleikur um náttúru hamfarir

 Náttúruhamfarir er þegar óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni gerast. Svona helst þeir sem valda tjóni eða þegar fólk meiðist. Til dæmis eru eldgos, flóðbylgjur, jarðskjálftar, hvirfilbylir og fellibylir góð dæmi um náttúruhamfarir. 

Náttúruhamfarir eru leið  náttúrunnar til að koma á jafnvægi á ný ef ójafnvægi kemur. Oft er hægt að sjá svona ójafnvægi fyrir. Þess vegna er hægt að vara fólk við og koma í veg fyrir slys og tjón. En mennirnir geta ekki stjórnað náttúruhamförum. Þau lúta bara náttúrulögmálum. Það er hægt að verjast náttúruhamförum. En  vörnin verður alltaf að vera í lagi og það þarf alltaf að vera hugsa hana upp á nýtt.                                                                            

Náttúruhamfarir eru yfirleitt stórir atburðir. Litlir atburðir sem valda litlu tjóni eru oftast ekki flokkaðir sem náttúruhamfarir.  Til dæmis er eldvirkni náttúrufyrirbæri sem mönnum hefur yfirleitt staðið meiri ógn af en öðrum hamförum. Eldgos eru oft ógurleg og þeim fylgir mikil ógn og skelfing og jafnvel, slys eða dauði. En það eru líka fullt af eldgosum sem eru ekki hættuleg.  Eyjafjallajökulsgosið er dæmi um náttúruhamfarir en það dó engin þannig að þetta voru kannski ekki mjög stórar hamfarir af því gosið var ekki jafn eftirminnilegt og ef einhverjir hefðu dáið. 

 

 

fréttir

Þrír látnir í óveðri í Ástralíu: Hús hafa sópast af grunninum í vatnselg – Myndskeið

Heimilda þáttur um náttúruhamfarir  (mjög langur)

Þetta gerist þegar ungafull áströlsk úlfakönguló er drepin: Myndband

Menn færast nær lækningu á Alzheimer

heimildir

Vísindavefurinn : Hvað eru náttúruhamfarir?

Vísindavefurinn : Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>