Þurrístilraunir

Í tímanum á föstudaginn 10.11 vorum við að gera þurrís tilraunir.

Við unnum á stöðvum, í hópum og gerðum ýmislegt hér fyrir neðan segi ég frá hvað við gerðum á hverri stöð. Í mínum hóp vorum Ég , Hildur Birna og Arnór ..

Hvað er þurrís ?  – heimild

Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð með því að fella þrýsting og hitastig við stýrðar aðstæður. Þetta breytir fljótandi koldíoxíði í hreinan, hvítan koldíoxíð snjó. Hægt er að þjappa snjónum saman í kubba eða perlur.

Við eina loftþrýstings einingu ( 1 atm = 101 kPa) er hiti þurrís -79°C. Þegar hitastigið eykst breytist þurrísinn beint í gas án þess að breytast í vökva í millitíðinni.

Eiginleikar þurríss:

  • Er bragð- og lyktarlaus
  • Skilur ekki eftir sig leifar, vegna þurrgufunar
  • Er laus við gerla og sýkla
  • Er ekki eitraður
  • Er ekki eldfimur
  • Er auðvelt að meðhöndla þar sem þurrgufa hans er þyngri en andrúmsloft
  • Þarfnast ekki rafmagns þegar hann er nýttur til kælingar
  • Kælir þrisvar sinnum meira en vatnsís

Þurrís er notaður á marga vegu við kælingu á mjólkurvöru, kjöti, frystivöru og öðrum matvælum á meðan á flutningi stendur. Hann er einnig notaður sem kæliefni í ýmsum iðnaðarferlum s.s. mölun á hitaviðkvæmu efni, skreppsamsettningu tengja og undirþrýstings átöppun með kælingu . Þurrísperlur eru notaðar í blásturshreinsun á ýmsum vélum og tækjabúnaði. Einnig er hægt að nota þurrís til að búa til þoku til að ná fram leikrænum áhrifum.

 

Tilraunirnar 

                        

Sápukúlur og Þurrís (:

Á þessari stöð vorum við með stórann plastdall, sápukúlur, og þurrís. Tilrauninn var að sjá hvað gerist þegar við blásum ofann í plastdallin þar sem þurrísinn var ?

Það sem gerist er það að þegar maður blás sápukúlum á þurrísinn svífa kúlurnar yfir ísnum og fara svo upp í loftið og springa eða löguðust á ísinn og sprungu, það gerðist reyndar hjá einum hópnum að kúlan lagðist á ísinn og frosnaði hálf. Ég sjálf reyndi að blásakúlu til þess að athuga hvort að það væri hægt að fylla hana af vatnsgufu sem kemur frá ísnum, en það virkaði ekki, það sem gerðist var það að þegar eg fór með sápukúlurnar nálægt þurrísnum kom svona ísing á sápuna og ég gat ekki blásið.

 

Kerti og Þurrís (: 

Á þessari stöð vorum við með kerti, bakka og þurrís, svo vorum við með slökkvitæki svona til vara . Tilrauninn var að sjá hvað gerist ef kerti fer nálægt þurrís ?

Það sem gerist er að ísinn slekkur á kertinu, það gerist vegna þess að ísinn hrindir frá sér súrefni og þá slökknar á kertinu því að eldurinn þarf súrefni.

 

Málmur og Þurrís (:

Á þessari stöð vorum við með allskonar málma, tíkall, plastbút,  bakka, töng og þurrís. Tilrauninn var að sjá hvað gerist ef eftirtaldir hlutir snerta þurrísinn snertir þurrísinn?

Það sem gerðist var það að ef málmurinn snerti þurrísinn kólnaði hann mjöög ! hratt og svo eitthvernveginn bráðnaði málmurinn inn í ískubbana og þá heyrðist mjög mikið ískur og það sama var með tíkallin nema þá heyrðist bara mun meira, svo var það plstbúturinn en í honum heyrðist voðalítið. Ég hef ekki beint neina skýringu á því hvað það var sem gerðist en ég myndi halda að þetta ískur hafi komið vegna þess að ísinn liggur á bakkanum og þegar að málmurinn snertir myndast eitthver þrýstingur og ísinn svona „titraði“ og þá myndast þetta hljóð.

 

 

Blöðrur og Þurrís (:

Á þessari stöð vorum við með tvö tilraunarglös(svona löng og mjó), 2 blöðrur og heitt vatn og kalt vatn , bakka og þurrís. Tilrauninn var að sjá hvað gerist þegar þurrís blandast við heitt og kalt vatn?

Við settum smá þurrís í bæði glösin og svo kalt vatn í annað og heitt í hitt, það sem gerðist var það að það kom svona eins og reykur uppúr glösunum vegna þess að þurrísinn vara að breytast i lofttegund. Svo settum við sitthvora blöðruna á glösin til þess að sjá hvort að þær myndu blása upp með loftinu. Það gerðis og blaðran sem var á glasinu með heita vatninu blés aðeins hraðar upp og sprakk svo af glasinu.

 

Sápukúlur og Þurrís 2 (:

Á þessari stöð vorum við með, Sápukúlur, skál og þurrís.
Tilrauninn var að athuga hvort við gætum fryst sápukúlurnar með ísnum ?

Við blésum sápukúlunum ofaní skál með þurrís og þegar sápukúlurnar lentu á þurrísnum frusu þær og sprungu svo og þá varð eftir neðri parturinn á sápukúlunni frosinn á þurrísnum. Það sem gerðist var bara það að Vatn frýs við vissan kulda og það sama á við sápu vatn þess vegna fraus sápukúlann.

 

Þurrís og Sápa                

Á þessari stöð notuðum við bakka , skál , tusku, mælikönnu, þurrís, sápu og soðið vatn. Tilrauninn var að athuga hvort við gætum gert stóra sápukúlu yfir skálina.

Við byrjuðum á því að setja slatta af þurrís ofan í skálina og svo settum við heitt vatn og þá kom reykur, og svo settum mjög mikla sápu í tusku og drógum yfir skálina til þess að gera stóra kúlu, það virkaði ekki strax en ég gat gert það. Kúlan var ekki mjög stór en þetta var mjöög kúl , en svo sprakk hún og reykurinn fór útum allt. Svo reyndum við aftur en þá var kominn of mikil sápa ofan í skálina þannig að það kom bara froða. Ég hef ekki skýringu fyrir því afhverju þetta gerist en allaveg gerðist það sem eg sagði áður út af því að reykurinn blés upp kúluna.

 


ég finn ekki snúruna á simanum mínum svo myndirnar koma inn bráðum (: