Home // Hlekkur 4 // Hlekkur 4, Vísindavaka

Hlekkur 4, Vísindavaka

Kerta vegasalt

Það verkefni sem við frammkvæmdum var svokallaða kerta vegasalt. Kerta vegasalt er þegar maður finnur miðpunkt kertis og leggur það milli tveggja bakka og kveikir á báðum endum kertis. Ég frammkvæmdi þetta verkefni í hóp af fimm. Mathias sem vann að því að klippa myndbandið. Kristinn sem… Kveikti á kertinu. Nói sem græaði allar byrðir. og Halldór Friðrik sem vann vel sem veikindarpési. Og Ég setti allt upp.

Efni og áhöld

*Glös

*Pappír

*Töng

*Málband

*Skurðbretti

* Stórt og lítið Kerti

*Hnífur

*Naglar

*Eldspýtur og stokk

*Plast bakkar

*Bækur

*Blöð

og Hitaketill

Framkvæmd

Það fyrsta sem var gert var að finna miðpunkt kertisins svo að þingdaskiptingin væri jöfn, en við misreiknuðum hversu þungur endinn var sem væri búið að pússa niður. Það næsta á framkvæmdarlistanum var að skera utan um botnin á kertinu svo að það standi þráður út á báðum endum. Svo far hellt heitu vatni í bolla (ég er ekki með nákvæmlega gráðutal) og lögðum naglana ofan í. Nú kom til verka af hverju við fundum miðpunktin, við Þrístum nagla í gegn um kertið á u.þ.b miðpunkt massans. Svo var bara eitt í málunum að gera. við lögðum kertið niður milli tveggja bakka og nagglin hélt því á lofti. Við kveiktum fyrst þeim megin sem kertið var þingra og ég hélt því uppi rétt á meðan massin varð semi jafnur og kveiktum svo í hinum endanum. Svo eftir að tilrauninni hefði lokið setti ég upp alveg sömu tilraun með smáu kerti og tvem glösum á meðan við gengum frá.

Niðurstöður/ Útskýring

Niðurstaðan af rannsóknarspurninguni sem var „Hvað gerist þegar maður kveikir á báðum endum á kerti?“ Var að það vaggar með sæmilegum hraða eins og vegasalt. Ástæðan fyrir því að kertið vaggaði eins og það gerði var vegna þyngdarskiptingar. Þessi þyngdarskipting fór framm á þann máta að þegar kertið logar notar það vaxið sem eldsneiti, og þegar það það gerist þá breytist massatalið báðu megin á kertinu. Þegar kertið vaggar þá fer loginn meira í vaxið og missir meira magn af vaxi sem kemur því að verki að kertið fer hraðar og hraðar og notar eiginlega bara efri hlutan af vaxinu.

Aðrar tilraunir

Þær tilraunir sem ég hafði mikinn áhuga á voru meðal annars, Tilraunin hjá Gumma og Filipi, og tilraunin hjá Orra og Halldóri. Tilraunin hjá Gumma og Flippa voru að prufa að likja þráð milli mismunandi íláta til það myndi berast hljóð á milli, þeir prufuðu marga mismunandi strengi og ílát til að gera verkefnið víðtakara. Það sem Halldór og Orri gerðu voru eiginlega tvær tilraunir en ég mun bara segja frá fyrri. Sú tilraun var að blanda saman mjólk við edik og byrja að hræra, vegna sýrunar í edikinu aðskiljuðust fitusýrurnar í mjólkini og gerðu fast lag. Mér fannst báðar tilraunir jafn athyglisverðar.

Hér er Myndbandið okkar

Og hér er meigin heimildinn okkar 2:17

Frétt: Stjörnur sem skýna bjart farast fljótt

 

 

 

 

Posted in Hlekkur 4

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *