Home // 2016 // febrúar

Vika 5

Ég skal nefna fyrirframm að það er ekki hægt að fjalla mikið um þessa liðnu viku bæði vegna vetrarfrís og skil á Heimaprófi

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við í það að dæma þær myndir og myndbönd sem voru gerð í smaræmi við eitt hugtak frá þeim hlekk sem við vorum í. sá mynd sem greip minn áhuga mest var reyndar myndband frá hópnum hans Nóa. Myndbandið lýsti frumeind og þau lýstu því með því að hafa nifteindir og róteindir í miðjuni af „kjarna“ og svo var ein rafeind sem fór umhverfis kjarnan. Rafeind var leikin af Nóa, Nifteind var Eva og róteind var Hekla. Svo síðar á deginum fengum við Heimapróf sem var svo skil á næstkomandi miðvikudag.

Miðvikudagur

Miðvikudagurinn var notaður í það að klára prófið fyrir þá sem voru ekki búnir. Ég var heppilega búinn með prófið og fór létt yfir með Mathiasi og byrjaði svo í því að blogga. Óheppilega náði ég aðeins að klára mánudaginn sam stendur hér að ofan vegna þess að sjöundi bekkur var búinn að panta tölvuverið. Vegna þess að ég var búinn með öll skil verkefni skólans og náttúrufræðilegar þarfir (náttúrufræðinnar) svo að ég byrjaði að lesa tímaritið Júlía. Vegna innigalds skal ég ekki nefna lestursefnið.

Fimmtudagur

Það var ekki kennsla á fimmtudaginn vegna vetrarfrís.

http://www.iconsdb.com/red-icons/minus-4-icon.html

Fréttir: Ársdvöl í Geim

Menn ferðast fyrir Almyrkvan

Lýfræðileg lýsing vegna Karlmenn drekka meira

Vika 4

Mánudagur

Það var farið í kjarna málefnisins með Gyðu á mánudaginn með kynningu hennar um segulmagn og rafmagn. Segulmagn er helsta aðferðinn til að frammleiða rafmagn í eins og t.d bílum. Bílar nota tæki sem heitir altarnator sem er einhverskonar rafall sem frammleiðir rafmagn með snúningi vélarinar og segulmagni. núningurinn í tvem seglum sem eru með koparleiðslu milli þeirra framleiðir rafmagn í nokkurskonar hringrás. Að því leiti framleiðir rafallinn riðstraum en umbreytist yfir í jafnstraum vegna þess að ljósin á bílnum og öll raftengd tæki þurfa þess,þannig kom nafnið altarnator.

Miðvikudagur

Miðvikudagurinn horfðum við á fræðslumyndband um sama málefnið og kynningin var á mánudaginn, þó var myndbandið töluvert leiðinlegra en kynningin. Myndbandið lýsti núningi og hvernig það framleiðir rafmagn… líkt og í kynninguni. Það sem var þó mismunandi við kynninguna var að við sáum öðruvísi rafala en maður sér í bifreiðum. Við sáum virkjun á Íslandi sem notaði hverfla til að framleiða rafmagn úr vassorkuni (og fallorkuni) af vatninu sem knúir hverflana. Það var líka lýst hvernig spennubreytingastöðvar virka. Spennubreytistöðvar virka þannig að rafmagnið sem kemur úr virkjununum er í allt of miklari volt tölu til að vera dæld í Íslensk húsnæði heldur breytir stöðinn með spennubreytum rafmagninu í 220 volt sem fer svo í húsinn.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var aðeins smá upprifjun á eindunum og svo var sent okkur út til að taka myndir af hlutum sem tengdust orku og hugtökunum þeirra.

Puls Dimension hraðabreitir

http://www.samey.is/spennugjafar.htm?gclid=CPPuup6ki8sCFTUo0wodHjMPIw

Fréttir: Tónlist frá mirkru hlið tunglsins( dálítið Pink Floyd ekki satt?)

           Sumir eva jarðhlýnun

 

Verkefni, Raftafla, 16/2

Raftafla

20160216_174431

Hér er raftaflan á heimilinu mínu á vesturbrún, Vegna þess að þetta hús er langt frá því að vera nýtt er rafkerfið ekki af efstu hilluni nú til dags. Það eru alls 11 stjórnrofar og þeir eru annaðhvort skiptir í herbergi eða amper sem þarf til að knúa húsið. flestir rofarnir leiða 10 amper í húsið fyrir ljós sem eru að sjálfsögðu bara 60 wött og vegna þess að jafnstraumurinn sem er dældur í húsið er 220 volt þarf aðeins 0,272 amper til að styðja við eina peru. það eru fjórir rofar sem dæla frá sér 16 amper, það er fyrir tæki eins og þvottavél, þurkara, uppþvottavél og ofn, ég skal taka þvottavél sem dæmi. Það er mótor sem er snír þvottinum og það er hita kerfi sem hitar vatnið fyrir vélina, mótorinn í sjálfumsér er nokkurhundruð Wött og svo er hitaelimentið sem bætir við frá nokkurhundruð að þúsundum. sem þýðir það að það er lágmark 7 amper sem þarf til að knúa minni vélar, en fer sjaldan framm yfir 12 amper. Svo er einn rofi sem hleypir út 25 amper, það er fyrir rafmagnseldavélina. Eldavélar taka alveg óttalegan kraft til að hita helluna, maður gæti ímyndað sér að meðal hella á hæðstu styllingu þurfi u.þ.b 1000 wött, sem þýðir að ef allar hellurnar séu í gangi samtímis væri það 4000. sem þýðir að meðal eldavél þurfi 18 amper.

Lekaliðin

Lekaliðinn sem maður sér á vinstri hliðinni sem er með hvítan rofa og rauða stafi er helsta örryggistækið í öllum rafkerfum og að sjálfsögðu í þessu tilfelli. Hlutverk lekaliðans er að stöðva rafmagnið að „leka“ (rafmagn lekur þó ekki.) Lekaliðinn er skynjari sem mælir allt renslið sem fer í gegn um kerfið, og ef það er allt of hátt magn af rafmagni sem leiðir í kerfinu slær það út. Svo eru öðruvísi atvik sem koma því að verki að það slái af, t.d þegar að rafmagn slær í jörð og lekaliðinn skynjar það með flýtibragði. Lekaliðinn virkar ekki nema að hann sé tengdur við jörð og þessvegna er sniðugt að íta á prufu takkan til að gá hvort að hann sé ekki alveg örugglega að gera sitt verk.

Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn var það sama og er vanalegast á dagskránni, fyrirlestur sem var framið og samið af hönd Gyðu. Það sem við töluðum um í fyrirlestrinum var aðalega rafrásir og slíkt. Það var fjallað mikið um hvernig rafrásir tengja mismunandi raftæki, Hliðtenging er að einhveð er með sjálfbæra tengingu og að ef að annað tæki sem er tengt í sama kapal mun tengingin hjá hinum raftækjunum ekki rofna. Raðtenging er dálítið öðruvísi, Raðtenging er “ viðkvæmari“ á þann hátt að kapallin sem tengir ljósinn er ekki með útleiðslu til að tengjast í raftækið heldur er það með beina tengingu milli raftækjana og notar þau álíðandi sem leiðslu, sem kemur því að verki að ef að eitt raftæki misheppnast þá misheppnast öll. Þó að einhvað sé raðteingt þíðir ekki endilega að allt fari til fjandans þegar eitthvað eitt gerir það, t.d í seríum þegar fimm og fimm perur eru raðtengdar og svo er tengt á milli með Hliðtengi. Svo var það á dagskránni að fara í Kahoot en Gyða gleymdi sér.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var snögg stöðvavinna til að abla þekkingu í raforku og tengingu þeirra, og mælingum. En áður en við gerðum það greiddi Gyða upp skuld af Kahoot af bæði Avatar og Raforku. Það voru alls 21 verkefni sem hægt var að velja úr en ég tók aðeins tvö verkefni. Fyrsta verkefnið sem ég tók var að útskýra hví tenging sem stóð á blaði myndi ekki ganga upp og hvernig ætti að laga það. Í fyrsta lagi var bara jörð sem átti að leiða rafmagn í gegn um kerfið, sem kemur því að verki að það væri ekkert rafmagn að leiðast í gegn um tengingarnar. Að öðru leiti var Viðarleiðari sem segir sig nú sjálft að viður er alls ekki góður leiðslu „málmur“. Svo það seinasta sem ég man eftir var að það var varað yfir magn af OHM(spennu) sem er algör óþörf. Hin tilraunin var hvort eihvað – + og °myndi annaðhvort verða annstæða, dragast saman eða aðskiljast. Fyrir fleyri upplýsingar skoða fyrra blogg.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var sameiginlegur tími í samfó og náttó og þá var bara próf á móralsmálum.

on.is

Fréttir:

Einstein var með rétt mál

Miljónir farast af mengun

 

Skýrsla 10/2 Sölvi

SkýrslaVerkefni 2

Sýrska 2

 

 

 

Verkefni 1 Bakhlið

Verkefni 1 Frammhlið

Skýrsla 3Heimildir: Gyða Björk.

Myndaheimildir: Sölvi Rúnar

Vika 2 Hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við í kynningu um rafmagn. Kynningin var eins og vanalegast flutt af Gyðu Björk með fróðleik og ást í hjarta( er það augljóst að ég sé að mjólka þetta ?) Kynningin var flutt í gegn um forritið Nearpod sem Gyða er orðin helvíti fær með. Aðal umræðuefnið hjá Gyðu var að sjálfsögðu rafmagn, enda eum við í þeim hlekk. Eins og í seinni viku lagði Gyða mikkla áhærslu á að orka getur ekki eyðst og verið búinn til heldur bara umbreyst í annað, enn núna kom annað til sögunar. Að rafmagn er mælt í Voltum, Wöttur, Hertz og júlum. Volt eru magnið sem leiðist og Wött eru hraðinn sem það leiðist(held ég.) Og mig minnir að það sé alveg það sama með riðstraum nema það er mælt í hertz.

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna um rafmagn og hvernig á að notfæra sér það til notkunnar. Fyrir frekari upplýsingar farið inna bloggið frá seinni viku.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var veðurtæft og vegna þess fengum við ekki að njóta tíma með okkar uppáhalds kennara =-(

Fréttir:

Elon Musk planar marsferð

Það má ekki nefna stjörnumerki eftir honum láttna David Bowie

http://www.metalinjection.net/av/every-acdc-song-ends-the-same-way

Vika 1 Hlekkur 5

Mánudagur

Það sem við gerðum í byrjun þessara viku var að kynna þau verkefni sem við gerðum í samræmi við vísindavökuhlekkinn. Sú kynning sem ég flutti með Mathiasi,Nóa,Kristnni og Halldóri gekk hér um bil eins vel og var hægt að búast við. Við fengum margar góðar spurningar varðandi tilraunina og með okkar langtíma fræðslu um verkefnið og hvernig það virkaði náðum við að svara sem flestum án hika, það voru þó sumar sem voru ekki í neinu samræmi við verkefnið sem var greinilega bara til að hækka sína einkunn án hugsunar.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjuðum við á spann nýum hlekk sem megin mál er orka og hvernig hún umbreytist og slíkt. Eins og í byrjun allra hlekka tók gyða mjög vel yfirlísta kynningu sem var vel fræðandi en þó smá torskilinn. Þessi kynning kom í formi af Nearpod sem hentar þörfum vel, í kynningunni voru tvö þrjú próf sem við þurftum að hugleiða aðeins, mínir hugleiðslufélagar voru Þórný og Mathias. Í þessari kynningu var sett gríðalega áhærslu á það að orka getur ekki verið frammleidd, hún getur ekki verið eydd, hún getur bara umbreist. Þá fór ég að velta fyrir því hvort að með þessari kenningu hlýtur það alltaf að vera jafn mikið magn af orku í Heiminum, en ekki á jörðu endileg því að sjálfsögðu umbreitist orka úr ytri aðilum að nothæfri orku hér á jörðu.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var bloggvinna um Vísindavökuna. Þau skylirði sem við þurftum að fylgja voru meðal annars að gefa góða lýsingu af frammkvæmd, helst vera með myndir, hvað hefði geta verið gert betur ef tilrauninn væri endurtekin og hvaða verkefni annara manna heillaði mann mest af öllu. Ég sagði frá verkefninu sem Guðmundur og Filip gerðu með strengi og bolla, og verkefnið sem Halldór Fjalar gerði með Orra með eggjum og ediki.

 Openstudy.com

Fréttir:

Hákarl á Húsdýraveiðum

13 Ár Síðan eitt stærsta NASA slys gerðist

 

Skýrsla, 2016 2/3, Sölvi

abba

 

addi

Ég vildi sétja inn myndband af sírenunni sem ég gerði en WordPress leyfir ekki gagnaskipti stærra en 1 mb.

 

 

Heimildir: Secondary 2 electonics kit.