Home // 2016 // febrúar // 16

Verkefni, Raftafla, 16/2

Raftafla

20160216_174431

Hér er raftaflan á heimilinu mínu á vesturbrún, Vegna þess að þetta hús er langt frá því að vera nýtt er rafkerfið ekki af efstu hilluni nú til dags. Það eru alls 11 stjórnrofar og þeir eru annaðhvort skiptir í herbergi eða amper sem þarf til að knúa húsið. flestir rofarnir leiða 10 amper í húsið fyrir ljós sem eru að sjálfsögðu bara 60 wött og vegna þess að jafnstraumurinn sem er dældur í húsið er 220 volt þarf aðeins 0,272 amper til að styðja við eina peru. það eru fjórir rofar sem dæla frá sér 16 amper, það er fyrir tæki eins og þvottavél, þurkara, uppþvottavél og ofn, ég skal taka þvottavél sem dæmi. Það er mótor sem er snír þvottinum og það er hita kerfi sem hitar vatnið fyrir vélina, mótorinn í sjálfumsér er nokkurhundruð Wött og svo er hitaelimentið sem bætir við frá nokkurhundruð að þúsundum. sem þýðir það að það er lágmark 7 amper sem þarf til að knúa minni vélar, en fer sjaldan framm yfir 12 amper. Svo er einn rofi sem hleypir út 25 amper, það er fyrir rafmagnseldavélina. Eldavélar taka alveg óttalegan kraft til að hita helluna, maður gæti ímyndað sér að meðal hella á hæðstu styllingu þurfi u.þ.b 1000 wött, sem þýðir að ef allar hellurnar séu í gangi samtímis væri það 4000. sem þýðir að meðal eldavél þurfi 18 amper.

Lekaliðin

Lekaliðinn sem maður sér á vinstri hliðinni sem er með hvítan rofa og rauða stafi er helsta örryggistækið í öllum rafkerfum og að sjálfsögðu í þessu tilfelli. Hlutverk lekaliðans er að stöðva rafmagnið að „leka“ (rafmagn lekur þó ekki.) Lekaliðinn er skynjari sem mælir allt renslið sem fer í gegn um kerfið, og ef það er allt of hátt magn af rafmagni sem leiðir í kerfinu slær það út. Svo eru öðruvísi atvik sem koma því að verki að það slái af, t.d þegar að rafmagn slær í jörð og lekaliðinn skynjar það með flýtibragði. Lekaliðinn virkar ekki nema að hann sé tengdur við jörð og þessvegna er sniðugt að íta á prufu takkan til að gá hvort að hann sé ekki alveg örugglega að gera sitt verk.