Smásjárskoðun á frumdýrum í vatni
Eydís Birta Þrastardóttir og Sölvi Rúnar Þórarinsson
Inngangur
Við gerðum þessa tilraun til þess að skoða frumdýr í vatni, en margar tegundir af þeirra finnast í vatni. Frumdýr ásamt frumþörungum eru frumverur. Stundum eru þessar lífverur settar saman í ólíkar fylkingar. Frumdýr líkjast dýrum að lifnaðarháttum, eru ófrumbjarga og geta flest hreyft sig úr stað. Frumdýr eru flokkuð í fjóra megin hópa sem nefnast: slímdýr, bifdýr, svipudýr og gródýr.
Við vorum væntanlega að kanna slímdýr, því að þau lifa í raka og ferskvatni. Í hverjum dropa af vatni eru mjög mörg frumdýr, maður þarf bara að finna þau.
Framkvæmd
Tilraun þessi var framkvæmd í Flúðaskóla þann 5. maí, 2015 af Eydísi og Sölva.
Vatnssýnum var safnað í krukkur nokkrum dögum fyrir skoðunina. Þau voru tekin í vatnsfalli fyrir neðan sundlaugina.
Í þessari tilraun notuðum við:
- Vatnssýni
- Krukku
- Dropateljara
- Burðagler
- Þekjugler
- Smásjá
- Lampa
Við notuðum dropateljara til að setja dropa af vatni á burðagler, settum síðan þekjugler ofan á það.
Við skoðuðum sýnið í smásjánni, stilltum ljósið frá lampanum með spegli til að lýsa upp sýnið. Svo stilltum við smásjána af þannig að allt væri í góðum fókus til að sjá eitthvað líf.
Niðurstöður
Okkur gekk ekki vel að sjá eitthvað líf. Við vorum óheppin með fyrstu tvö sýnin því það var lítið líf í þeim. Þriðju og fjórðu sýnin voru betri. Þar fundum við nokkur frumdýr. Við skoðuðum líka önnur sýni til að sjá frumdýr þar.
Frumdýrin sem við teljum að við höfum séð eru:
- Kúluhverfa (volvox globator) (1. mynd).
- Staurdjásn (pleurotaenium truncatum) (2. mynd).
- Teygjudýr (chaos diffluens) (3. mynd).
- Essekingur (Nitzschia sigmoedia) (4. mynd).
Hér að neðan eru myndir, sem við fundum á netinu, af þeim frumdýrum sem við teljum okkur hafa séð. Einnig er mynd af því sem við teljum vera kúluhverfu sem við tókum mynd af með síma gegnum smásjána (1. mynd).
- Kúluhverfa, mynd af netinu með stærðarskala (vinstra megin) og smásjármynd tekin í tilraun (hægra megin).
- Staurdjásn (Coesel og Meesters, 2007).
- Teygjudýr (Microworld, 2015).
- Essekingur (Protist Information Server, 2015).
Ekki reyndist auðvelt í öllum tilfellum að finna frumdýr í þeim sýnum sem skoðuð voru. Mögulega hefði meiri stækkun hjálpað, en sennilega var bara lítið um þau í mörgum af sýnunum.
Heimildir
Coesel, P.F.M. & Meesters, K.J. (2007): Desmids of the Lowlands. KNNV Publishing, Zeist. http://www.digicodes.info/pleurotaenium_truncatum.html
Microworld, 2015. Naked lobose amoebae. http://www.arcella.nl/naked-lobose-amoebae
Protist Information Server, 2015. Nitzschia sigmoidea. http://protist.i.hosei.ac.jp/pdb/images/Heterokontophyta/Raphidineae/Nitzschia/sigmoidea/sp_2a.html
Flúðir, 5. maí, 2015
____________________ ____________________
Eydís Birta Þrastardóttir Sölvi Rúnar Þórarinsson
En því miður voru myndirnar of stórar til að vera settar inn á bloggið. ég minkaði myndirnar í Myndbreytiforriti en þær urðu of óljósar.