Á fimmtudaginn þann 12.desember gerðum við nokkrar tilraunir með þurrís. Þetta voru nokkrar stöðvar. Hér er hægt að skoða allar stöðvarnar sem við gerum. 

Þurrís og sápukúlur

Inngangur: Ég tók þessa stöð því ég vildi vita hvort að sápukúlurnar myndu springa ef þær rekast í þurrísinn.

Efni og áhöld: Sápukúlur, þurrís og glerkassa. 

Framkvæmd: Við byrjuðum á því að setja kassann á borðið og settum þá þurrís á botninn á kassanum. Við fengum sápukúlur og blésum það oní kassann og það gekk ekki nógu vel því að sápukúlurnar sprungu svo snemma. En síðan tókst þetta á endanum. Sápukúlurnar sprungdu ekki á botninum og flugu og það var rosalega flott.

Niðurstaða: Ástæðan er að það var svo mikill þrýstinguur og þurrísinn er miklu þyngri en  sápukúlurnar.1520755_10200926837436240_1132222862_n    

 

 

 

Hér er Sesselja að blása sápukúlu oní þurrísinn.

1513242_10200926844236410_181268053_n 1526250_10200926842236360_576984276_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þurrís í heitt og kalt vatn

Inngangur: ég ákvað að taka þessa stöð því mig langaði að vita hvort að það myndi koma meiri reykur hjá annað hvort köldu eða heitu vatni.

Efni og áhöld: tvö glös, kalt vatn, heitt vatn og þurrís.

Framkvæmd ;Við settum kalt vatn í annað glasið og heitt vatn í annað. Settum þá smá þurrís oní og þá gufaði vatnið hratt upp. En það kom meiri reykur úr heitu vatninu en í kalda vatninu.

Niðurstaða: Því meiri hiti því fara sameindarnar hraðar. Heita vatnið gufar hraðar upp.

1240373_10200926845636445_671600185_n

 

 

 

 

 

←—————heitt vatn, kalt vatn————-→

 

 

 

 

Þurrís og málmur

Inngangur: ég vildi vita afhverju það kemur svona skrítið hljóð þegar maður setur málm oná þurrís

Efni og áhöld: bakki, málmar, heitt vatn, kalt vatn, þurrís.

Framkvæmd:Við byrjuðum á því að taka kaldari málminn sem var búinn að standa í köldu vatni og þrýstum honum í þurrísinn og þá kom mjög óþægilegt hljóð. Við gerðum það sama aftur nema núna tókum við heitt vatn sem var búinn að standa lengi í heitu vatni. Enn kom óþægilegra hljóð nema núna var hljóðið miklu hærra en það var með köldu vatni.

Niðurstaða: Þetta var eiginlega það sama og með heita og kalda vatnið, sameindarnar fara hraðar í heitara vatni.

Þurrís og kerti

Inngangur: mig langaði að vita ástæðuna afhverju það slökknar alltaf á kertinu þegar maður er að reyna að kvekja á því.

Efni og áhöld: kerti, skál, þurrís

Við tókum skál settum þurrís ofaní og settum kerti í miðjunni í skálinni.  Það sem við áttum að reyna að gera var að kvekja í kertinu sem var ofaní skálinni. En það slökknaðist alltaf á eldspýtunni þegar hún var komin að skálinni. Það var rosa skrítið og ekki hægt var að kvekja á kertinu. Ástæðan var að það var svo mikið koltíoxi og þá kæfir það.

 

Þurrís og sápa

Inngangur: Ég tók þessa stöð því hún virtist rosa skemmtileg og hun var það líka :)

Efni og áhöld: Bakki, stórt glas, klút, sápu, vatn og þurrís

Framkvæmd: Við tókum stóra glasið settum þurrís í botninn og settum svo vatn. Við dýfðum síðan klútnum í sápu og settum þá klútinn yfir glasið. Þá myndaðist stór sápukúla sem stækkaði hratt. Eftir smá tíma þá heppnaðist það.

Niðurstaða: Það var mikill spenna í sápunni og þannig myndaðist sápukúla í kringum glasið. Því þegar koltíoxið rýkur úr glasinu og þannig lokaðist koldvíoxíð inni.

1003791_10200926863876901_72291618_n 1471971_10200926857996754_651586475_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þurrís, basi og sýra

Inngangur: Ég valdi þessa stöð því hún var svo áhugaverð.

Efni og áhöld:2 tilraunaglös, bakki, standur, edik, sápa, rauðkálsafi, þurrís

Framkvæmd: Við byrjuðum á því að setja rauðkálsafa út í tilraunaglösin og eftir það settum við edik í annað glasið og sápu í hitt.Glasið sem edikið var í var bleikt á litinn og sápan varð græn. Síðan settum við þurrísinn útí, þá breyttist sápan aftur í fjólubláan eftir rauðkálið og edikið var ennþá bara bleikt.

Niðurstöður: Rauðkálsafinn er hlutlaust og þess vegna sýnir það litinn á milli sýru og basa. Sápan,(basi) edikið (sýra)

1462911_10200926874117157_69018091_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta voru stöðvarnar og þetta var mjög skemmtilegt. Ég fræddist mikið við þetta, og það var margt um þurrís sem ég vissi ekki um.

 

 

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *