Mánudagur 6.janúar

Ég var í hópi með Sesselju og Kristínu. Við fundum tilraunina inná youtube og sáum nokkur svona myndbönd. Við hugsuðum hvort að þetta sé satt og ætluðum að gá að því. Tilraunin var að reyna að sprengja melónu með pósteygjum.

fimmtudaginn 9. janúar.

Við horfðum á fleiri svona myndbönd og við vorum að ákveða hvernig við myndum setja þetta upp og þannig.  Kristín fór á Selfoss og keypti melónu og pósteygjur og við ákvöðum að framkvæma tilraunina í náttúrufræðitímanum í næstu viku.

mánudagur 13. janúar

Það var starfsdagur svo það var enginn skóli.

fimmtudagur 16. janúar

Við byrjuðum á því að fara út og finna okkur stað þar sem það var ekki mikið rok. Við settum melónuna á borðið og stilltum myndavelina upp. Við byrjuðum á því að mæla hana og þegar við vorum bunar á því þá byrjuðum við að setja plasteygju alltaf í miðjuna gerðum það þangað til að það var komið 50 teygjur og þá mældum við aftur. þá var hun buin að þéttast. Þegar við vorum búnar að mæla hana aftur settum við aftur teygjur þangað til að það voru komnar 150 teygjur og þá mældum við aftur. Þegar það var komnar 166 teygjur sprakk melónan í tvennt. Okkur brá allveg mikið.

Hér er hægt að sjá tilraunina okkar :)

nettu

 

 

 

 

 

 

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *