Vísindavaka

Nú er vísindavaka á enda og margar spennandi tilraunir eru búnar að vera í gangi í náttúrufræðistofunni. Ég var með tilraun sem hét „Grillpinni í gegnum blöðru“
Í tilrauninni okkar(mín og Siggu) var spurningin sú hvort beittur grillpinni kæmist í gegnum blöðru án þess að blaðran myndi springa, það kom í ljós að…(trommusláttur)…ÞAÐ ER HÆGT!
Í tilrauninni á maður að dýfa beittum grillpinna í uppþvottalög og stinga honum svo inn í uppblásna blöðru á staðnum þar sem hún er minnst teigð án þess að blaðan springi, við gerðum það auk þess að gera samanburð á því hvort betra væri að hafa uppþvottalög eða vaselin. Það kom í ljós að…..(trommusláttur)……það var betra að nota vaselin! Vaselin-ið var betra vegna þess að loftið lak hægar út, þegar við notuðum uppþvottalögur lak loftir strax úr og sápan frussaðist út um allt en þegar að við notuðum vaselinið lokaði vaselin-ið fyrir gatið og loftið lak hægar út.
Við gerðum þessa tilraun, tókum upp og bjuggum til myndband en myndbandið var ekki hægt að spila.  Við nátum þessu þói ekki gallalaust því að einu sinni sprakk blaðran og mörg fyndin mistök komu líka upp :)

***Sunneva***

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>