Vika 1, hlekkur 3

Á mánudaginn 17.nóvember og fimmtudaginn 20.nóvember var ég veik og fór ég því bara í tíma þriðjudaginn 18.nóvember. En nú erum við byrjuð á nýjum hlekk sem fjallar um stjörnufræði.

Á þriðjudaginn 18.nóvember var stöðvavinna úr stjörnufræði efninu, og ég fór á þessar stöðvar:

Stöð 5: Á þessari stöð var ég í tölvu í forritinu Phet, þar átti ég að búa til mitt eigið sólkerfi og stjórna öllu þar.

Stöð 15: Þessi stöð var „Orð af Orði“ stöð þar sem ég gerði krossgátur, orðarugl og fleirra.

Stöð 3: Hér átti ég að lesa frétt um ungar stelpur sem fundu nýja stjörnu, einnig áttum við að velta því fyrir okkur hvort að við gætum nokkuð gert svona sjálf og fleirra þess háttar. Í fréttinni fannst mér áhugaverðast hve lengi ljósið var að koma til jarðar, eða frá því að risaeðlur voru á jörðinni! Og já, ég hélt að ég eða einhver annar íslenskur unglingur gætu allveg fundið nýja stjörnu, stjörnurnar eru jú alveg eins hvaðan sem þú lítur á þær :)

Stöð 10: Hér fórum við á síðuna Scale of the universe, en þetta er mjög skemmtileg síða þar sem þú getur skoðað stærðir og borði saman  allt frá stærstu og til minnstu lífveru jarðar.

Stöð 11: Ég skoðaði á þessari stöð bók sem heitir Stjörnufræði fyrir byrjendur og er eftir Jacqueline og Simon Mitton, en þar las ég um vetrarbrautina.

Stöð 2: Hér skoðaði ég myndir úr Hubble sjónaukanum, hér er ein flott sem dæmi:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

~Sunneva Sól~

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>