Lok 6. hlekks, vika 5

Mánudaginn 6. apríl var ekki skóli því að við vorum í páskafríi :)

Þriðjudaginn 7. apríl horfðum við á myndbönd á Nature is speaking og pældum mikið í þeim, hér eru þau myndbönd sem að við horfðum á og hvaða skilaboð við héldum að þau gæfu:

Mother Nature

 • Ef að jörðin deyr, deyrð þú
 • Ef að jörðin skemmist, skemmist þú
 • Jörðin þarf ekki fólk
 • En  fólkið þarf jörðina
 • Hver ákvörðun sem að þú tekur hefur áhrif á jörðina á einhvern hátt
 • Jörðin þróast…..en þú?

Coral Reef

 • Ég sést frá geiminum
 • Þú sérð mig sjaldan, en þarft mig
 • Fiskar þurfa mig, og þið þurfið fiska
 • Ef að þið breytið hitastiginu eða skemmið á einhvern hátt sjóinn, þá dey ég
 • Ég er stærsta lífvera jarðar
 • Fimmti hluti af mér er horfinn

The Ocean

 • Hann mótar jörðina
 • Allir sem lifa, þurfa hann
 • Hann gefur, við tökum
 • Hver dropi kemur alltaf aftur til hans…eilíf hringrás
 • Ef að við pössum ekki upp á náttúruna, þá lifum við ekki af
 • Hann huldi eitt sinn alla jörðina, og hann getur gert það aftur
 • Hann er meirihluti jarðar
 • Mannkynið er að menga hann
 • Hafið er upphaf alls…upphaf lífs á jörðu
 • Hafið skuldar mönnum ekkert, en þeir eiga allt honum að þakka

Svo fórum við yfir nokkrar fréttir og töluðum mikið um steypireyði. Við kláruðum líka hugtakakortin okkar, svona er mitt:

Hugtakakortið mitt um þjóðgarða

Hugtakakortið mitt um þjóðgarða

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudaginn 9. apríl vorum við í tölvuveri og gerðum hugtakakort um steypireyð.
Hér má sjá kortið mitt, einnig er það í verkefnabankanum mínum :

steypireyður222

 

 

 

 

 

Fréttir:  Vatn á mars? , Töfraland skordýra , Blendingur ísbjarna
~Sunneva Sól~

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>