Vika 1 , hlekkur 7

Mánudaginn 13. apríl kynntum við okkur nýjan hlekk (Líffræði) og byrjuðum á honum. Við byrjuðum að fjalla um vísindalega flokkun og skoðuðum myndir, við fórum nánar í flokk mannsinns og ræddum um flokkinn okkar, HÉR má sjá mynd.
Svo skoðuðum við muninn á heilkjörnungum og dreifkjörnungum, hér eru niðurstöður okkar:
Heilkjörnungardreifkjörnungar

 

 

 

 

 

Í tímanum skoðuðum við líka þessar fréttir:
Hver er munurinn á bakteríu og veiru?
Bakteríur stuðluðu að þróun spendýra.

Þriðjudaginn 14. apríl var langur Nearpod glærupakki og kynning, Hér eru þær glósur sem að ég fékk út frá fyrirlestrinum:

 • Veirur teljast ekki lífverur því að þær eru ekki úr frumum og nærast ekki
 • Veirur sjást ekki í venjulegri ljóssmásjá
 • Veirur eru gerðar úr próteinhylkjum, erfðaefnum og festingum
 • Veirur orsaka marga sjúkdóma
 • Sumar veirur eru góðar
 • Óvirkar veirur eru í bólusetningarefnum til að venja ónæmiskerfið við veirunni
 • Veirur eru sníklar
 • Dreifjörnungar eru aðeins ein fruma með engann kjarna
 • Dreifkjörnungar eru bakteríur
 • Gerlar = Bakteríur
 • Baktería er dreifkjörnungur
 • Dreifkjörnungar geta gert frumuvegginn þykkari
 • Dvalagró = frumuveggur þykktur til að vernda kjarna
 • Til eru bæði hitakærar og kuldakærar bakteríur
 • Í 1 gr. af mold geta verið yfir 4000 tegundir af gerlum
 • Mítósu = frumuskipting
 • Bakteríur eru lifandi
 • Gerlar eru notaðir í erfðatækni

Við fórum mjög vel í fjölgun veira. En það fer þannig fram að veiran sem að gerð er úr próteinhylki, erfðaefnum og festingum, grípur í bakteríur með festingunum og stingur hálsinum inn í þær. Í gegnum hálsinn fer svo erfðaefni sem að dælist inn í bakteríuna. Við það að erfðaefni veirunnar fari í bakteríuna tekur erfðaefni veirunnar yfir bakteríunni og þá myndast fullt af veirum inní bakteríunni. Þegar að bakterían er full að veirum springur hún loks og veirur dreyfast um allan líkama.
Við horfðum líka á mörg myndbönd, t.d. þessi: Hvítt blóðkorn elltir bakteríu og Bakteríur og vírusar

Mynd fengin af: BBC

Mynd fengin af: BBC

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudaginn 16. apríl var ekki skóli því að við vorum í skíðaferð :)

Fréttir: Fleiri bakteríur, Fundu óþekktar bakteríur

~Sunneva Sól~

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

One thought on “Vika 1 , hlekkur 7

 1. […] flokkunarmynd er frá sunnevu sól […]

Skildu eftir svar við vika 1, hlekkur 7 | Sigga Lára Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>