Vika 2, hlekkur 7

Mánudaginn 20. apríl kláruðum við að fara yfir Nearpod kynninguna frá síðustu viku, við áttum mjög lítið eftir og vorum fljót að klára :)
En við fórum yfir þessa hluti:

  • Við töluðu um ræktun gerla og hvernig hún færi fram, t.d. hvernig unnið væri úr streptókokka prófum. Hvernig gerlarnir væru ræktaðir með ræktunarögum, sem að er eiginlega bara eins og nammi fyrir gerlana. En gerlar eru það sama og bakteríur.
  • Við ræddum muninn á ófrumbjarga og frumbjarga lífverum. En hann er sá að frumbjarga lífverur þurfa í raun ekki fæðu, því að þau búa hana til sjálf. En ófrumbjarga lífverur þurfa hins vegar fæðu úr náttúrunni.
  • Við horfðum á þetta myndband þar sem talað er um muninn á bakteríum og veirum.
  • Því næst fræddumst við um Ebólu sem að er talin vera hættulegasta veira í heimi. Ebóla er veira sem að tilheyrir þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi. Heimild af upplýsingum um Ebólu.
  • Í framhaldi af ebólu umræðum horfðum við á tvö myndbönd um ebólu, það fyrsta er þetta og það fjallar um hvernig ebóla hafði áhrif á mannfólkið. Seinna myndbandið var þetta myndband, og það útskýrði eiginlega bara hvað Ebóluvírusinn væri í raun og veru.
Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru, mynd fengin af vísindavef.

Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru, mynd fengin af vísindavef.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudaginn 21.apríl kynntum við okkur kynsjúkdóma og hvaða veirur fylgdu þeim. Okkur var skipt í hópa og við bjuggum til kynningar um einhvern kynsjúkdóm. Ég og minn hópur gerði kynningu um Tríkómónas-sýkinguna og Klamidýu. Hér má sjá kynninguna okkar: Kynsjúkdómarpdf2

Fimmtudaginn 23.apríl var sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli og enginn náttúrufræðitími.

Fréttir: HIV próf, Sýklalyfjaónæmar bakteríur

~Sunneva Sól~

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>