Þurrís tilraun 16.12.2015

Miðvikudaginn 16.desember gerðum við alls kyns tilraunir með þurrís. Okkur var skipt í hópa og ég var með Siggu Láru og Birgit í hóp.

Fróðleikur um þurrís:
Þurrís er frosinn koltvísýringur, eða CO2. Hitastig þurrís er -79°C og þess vegna er nauðsynlegt að nota hanska þegar ísinn er notaður því ef hanskinn er ekki á þá getur komið brunasár og kalsár. Þurrís er ekki eins og venjulegur klaki. Þurrís er mun kaldari og líka venjulegur klaki bráðnar breytist hann í vatn og svo getur vatnið breyst í gufu ef það er hitað mikið. Hinsvegar þegar þurrís ,,bráðnar“ breytist hann beint í gas án þess að fara fyrst í vökvaham. Þessi hamskipti kallast þurrgufun. CO2 (s) —- Co2 (g). Þurrís er gerður úr koltvísýringsgasi sem í þar til gerðum vélum

Tilraun 1 – Þurrís og sápukúlur
Við settum þurrís á bakka og reyndum að blása sápukúlum á ísinn til þess að sápukúlurnar myndu frjósa. Það reyndist mjög erfitt í fyrstu að láta sápukúlurnar lenda á ísnum en þegar við náðum tækninni var þetta mjög flott. Trikkið er að blása sem minnstu sápukúluna, veiða hana á prik og halda henni við ísinn þá frýs hún. Hún fraus neðst svo að þegar hún sprakka var hálf sápukúlan eftir frosin eins og skál í laginu.
Við settum líka þurrís í fiskabúr og blésum sápukúlum í búrið. Það sem gerðist var að sápukúlurnar sveimuðu bara yfir ísnum en náðu aldrei til botns. Það er vegna þess að það kemur svo mikill þrýstingur frá koldvíoxíðinu sem kemur frá þurrísnum að sápukúlan kemst ekki niður.

Tilraun 2 – Þurrís og sápa
Við settum þurrís í skál og heltum sjóðandi vatni yfir. Við dýfðum svo klút í sápuvatn og drógum hann þétt yfir skálina. Þá átti að myndast stór sápukúla full a reyk en það heppnaðist ekki vegna þess að í þurrísnum sem að við fengum hafði verið búið að setja sápu í sem að gerði það að verkum að margar litlar kúlur mynduðust áður en við drógum klútinn yfir. Hefði tilraunin virkað hefði það gerst vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas og gasið átti að fangast í sápunni.

Tilraun 3 – Þurrís og blöðrur
Í þessari tilraun settum við smá þurrís í botninn á 2 tilraunaglösum. Næst settum við heitt vatn í annað tilraunaglasið, kalt vatn í hitt og settum svo blöðrur yfir. Blöðrurnar stækka en ekki jafn hratt, blaðran með heita vatninu vex hraðar. Það er vegna þess að sameindirnar í heita glasinu hreyfast miklu hraðar en sameindirnar í kalda glasinu.

Tilraun 4 – Þurrís og plastbrúsar
Við settum einn lítinn bita af þurrís í plastbrúsa og settum sjóðandi vatn yfir. Ástæða þess að við settum heitt vatn er vegna þess að sameindirnar hreyfast meira í hita og þá er þetta fljótar að gerast. Þegar vatnið fór á þurrísinn kom mikill reykur. Þá settum við lokið á brúsann og öll gufan þrýstist upp úr brúsanum í gegnum lítið gat sem var á lokinu.

Myndir: 

Úr tilraun 5

Úr tilraun 3

Úr tilraun

Úr tilraun 2

 

 

 

 

 

 

 

Úr tilraun

Úr tilraun 1

Úr tilraun

Úr tilraun 4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>