Vísindavaka 2015

Við í 10.bekk í Flúðaskóla vorum í vísindavöku. Í vísindavöku velja krakkarnir tilraun til að gera og sýna fyrir framan bekkinn og fá einkunn fyrir það. Krakkarnir geta valið hvernig á að kynna tilraunina t.d. plakat, glærukynning, myndband o.s.f.

Fyrst skiptum við okkur í hópa (hægt var að vera ein í hóp) ég var í hóp með Anítu Víðis. og Hrafndísi Kötlu. Það tók sinn tíma að finna tilraun en loksins fundum við tilraun frá þessu myndbandi  (tilraunin byrjar á 1:15 ). Við ákváðum að kynna tilraunina með því að búa til myndband. Við redduðum öllu sem við þurftum í tilraunina og það var mjög einfalt, það eina sem við þurftum var fjögur vatnsglös full af vatni, matarlitur og auðvitað blóm (við völdum rósir). Með þessari tilraun ætluðum við að kanna hvað gerist ef rósir eru settar í litað vatn, munu þær breytast um lit? Við ákváðum lika að prófa að lita meira en einn lit af rósum og gá hvort það virki einnig.

Tilraunin gekk afar vel og við lentum ekki í neinum vandamálum og vorum fljót að gera hana því hún var afar einföld eins og hægt er að sjá í myndbandinu sem við gerðum. Við unnum allar saman og þetta var bara gaman. Við vorum svo fljót að gera myndbandið svo við fengum mikið að frjálsum tíma meðan aðrir klipptu myndbandið svo það var þægilegt :) en svo vikuna eftir horfðum við á myndböndin. Við sýndum og einn annar hópur en hinir krakkarnir ætluðu að sýna í næsta tíma en Gyða var því miður ekki þá svo við eigum eftir að horfa á myndböndin :)

——–-VÍSINDAVÖKU MYNDBANDIÐ!-——–

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>