Nýr hlekkur- Ísland

Mánudagur 16.02.2015

Við byrjuðum á nýjum hlekk sem heitir Ísland. Hann er um jarðfræði. Við einnig skiluðum heimaprófunum okkar. Við fengum svo nokkrar spurningar sem við eigum að velta fyrir okkur:

…hvað er náttúra?

…hvað er umhverfi?

…er íslenskt vatn íslenskt?

…hvernig mótar maður landið?

…menningarlandslag, hvað er það?

…hver á Dettifoss?

…á ég að hreinsa fjöruna?

Næst var sett okkur tvö og tvö með eina spurningu sem við áttum svo að byrja umræðu á í einhverjum tíma sem væri framundan . Ég var með Anítu í hóp og fengum við spurninguna „hvað er umhverfi?“

 

Miðvikudagur 18.02.2015

Strákarnir voru að kynna fyrir nokkrum stelpum hvað hægt væri að gera í legó-vali, hvernig brautin virkar og forritin og margt fleira. Mikið af tímanum fór í þetta svo í restina af tímanum förum við bara yfir hvað við ætluðum að segja í umræðunni sem mun vera í næsta tíma Okkur gekk vel í því. Líka í næsta tíma skoðuðum við líka eldvirknina á Íslandi og Pangeu..

Fimmtudagur 19.02.2015

Í þessu tíma byrjuðu umræðurnar. Allir töluðu og var þetta mjög skemmtilegt. Aníta var ekki svo ég hélt umræðunni uppi um okkar spurningu og gekk það vel. Þetta gekk vel hjá öllum og var skemmtilegt að sjá hvernig skoðarnir við höfum á mismunandi málefnum.

 

Fréttir

Leifar forns meiginlands…

Ísland örlítið minna en talið var

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>