Skip to content


Hugtak úr Hvítbók

Líffræðileg fjölbreytni

Líffræðilegur fjölbreytileiki eða líffjölbreytni er breytileiki lífvera frá öllum uppsprettum, þar með talin vistkerfi í sjó, á landi, í vötnum og á fleiri stöðum. Í dag lifa milljónir ólíkra tegunda lífvera á jörðinni  og við erum  stöðugt að verða vitni af tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika. Líffræðilegur fjölbreytileiki hefur djúpstæð áhrif á náttúru heims og velferð manna. Megin orkökin eru breytingar á náttúrulegum búsvæðum eins og t.d landbúnaðarkerfis, bygginga, vinnsla hráefna úr jörðinni, skógarhögg, innrás framandi tegunda, mengun og hnattrænar loftslagsbreytingar. Ef það væri ekki allskonar dýr í sjónum og það væri kannski bara ein tegund af fiski sem myndi lifa í sjónum þá væri ekki líffræðilegur fjölbreytileiki í sjónum.

Posted in Uncategorized.


Vika 5

Mánudagur

Við byrjuðum tímann á því að fara í hópana sem við vorum með í að taka myndirnar um daginn. Hóparnir fóru inn á facebook og áttu að kommenta undir hverja mynd hverju hún tengdist. Eftir það fengum við afhend heimaprófin. Heimaprófið var tíu blaðsíður og fjallaði um rafmagn, við áttum svo að skila því á miðvikudaginn. Við máttum svo nýta restina af tímanum í að vinna í prófinu og ná í bækur okkur til hjálpar.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn áttum við svo að afhenda Gyðu prófin okkar en við máttum nýta tímann í að klára prófið eða fara yfir það og afhenda það svo í lok tímanns. Ég var búin með prófið heima en ég fór aðeins yfir það í tímanum. Prófið var ekki það léttasta myndi ég segja en þetta tókst þó á endanum. Ég nýtti mér bækur sem ég hafði fengið lánaðar og svo fékk ég líka hjálp frá pabba. Mér finnst heimapróf sniðugri heldur enn venjuleg próf af því að mér finnst að maður læri miklu meira á þessu heldur en að reyna að muna allt utan af.

Fimmtudagur

Það var enginn skóli af því að það var vetrarfrí.

Fréttir

Ísland ein­stök hliðstæða Mars

Elta al­myrkva yfir hálf­an hnött­inn

Posted in Uncategorized.


Vika 4

Mánudagur

Netið lá niðri en við náðum að fara aðeins í nearpod og kíktum á stutta kynningu um segukmagn. Við fengum meðal annars glósur tengdar því.

Miðvikudagur

Byrjuðum að horfa á stutt myndband sem var tekið með dróna og myndbandið sýndi íslenskt landslag svo áttum við að skrifa niður hjá okkur staðina sem við þekktum. Myndbandið var mjög flott og svo var líka töff tónlist með. Horfðum svo líka á annað myndband  um rafmagn og segulsvið. Við fengum blað með spurningum  á sem tengdist myndbandinu og áttum við svo að svara þegar myndbandið var í gangi. Eftir það vorum við valin í hópa og vorum við sirka 3-4 saman í hóp og hver hópur fékk umslag sem var með spurningu framan á tengdu því sem við erum búin að vera að læra um. Við fengum smá tíma til að skrifa niður svarið okkar við spurningunni og þegar tíminn var liðinn fengum við næsta umslag með annari spurningu frá öðrum hóp og þannig gekk þetta þangað til við vorum kominn hringinn þá átti hver hópur að lesa öll svörin og velja besta svarið. Í lokinn á tímanum var svo skoðað nokkur blogg.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða bara fyrstu 10 mínúturnar af tímanum með okkur. Hún skipti okkur í hópa og við áttum að fara út og taka myndir af einhverju sem við gátum tengt við einhver hugtök sem við erum búin að vera að læra. Ég var sett í hóp með Halldóri Friðrik, Matta og Heklu. Þegar við vorum búin að taka myndir þá áttum við að setja myndirnar inná facebook hópinn. Svo áttu krakkarnir úr hinum hópunum að skrifa við myndirnar hjá hinum hvað þau héldu að myndin táknaði.

Fréttir

Satt og logið um lofts­lags­mál

NASA gef­ur út meinta geim­tónlist

Posted in Uncategorized.


Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn var rólegur tími, við skoðuðum allskonar fréttir og kíktum á blogg. Við áttum að enda á því að fara í Kahoot í lok tímans en það gleymdist alveg. Við fengum svo líka smá heimavinnu sem við áttum að skila á fimmtudaginn og verkefnið var það að við áttum að taka mynd eða teikna rafmagnstöfluna heima og merkja við lekaliðann og fjalla aðeins um rafmagnsöryggi.

Miðvikudagur

Það var öskudagur á miðvikudaginn og það voru nú nokkrir sem komu í búningum meðal annars ég og Eva :) En í náttúrufræði var stöðvavinna um rafmagn og það voru ýmsar stöðvar í boði, þetta voru þær:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

stöðvarnar sem ég fór á:

 10. Lifandi vísindi nr 15/2015 Samrunaver

Vísindamenn hafa hannað öflugan samrunaofn sem gæti verið tilbúin eftir 10 ár og framleitt sexfalda orkuþörf sína. Ofninn hefur fengið nafnið ARC og er helmingi minni í þvermáli en stærsti samrunaofn heims Iter, en á að framleiða jafnmikla orku fyrir aðeins brot af kostnaðinum.

Lifandi vísindi nr 13/2015 Hraðskólinn rafmagn

Rafmagn er neikvæðar rafhleðslur-rafeindir. Þær þeysa um í rafrás. Rafeindirnar bera þá orku sem rafrásin þarf til þess að virka. Rafrásinni er lýst með þremur eðlisfræðilegum einingum sem koma fream í lögmáli Ohms:

68bb5df2-fc01-477d-8f06-b4fd7b7b4d44

 

Orkan stekkur

Í rafhleðslu eru kjarnar koparatóma kyrrir meðan refeindirnar stökkva um milli atóma.

IMG_0896 (1)

12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10

Rafsjá er notuð til þess að greina rafhleðslur. Þegar rafsjá er óhlaðin hanga þynnurnar beint niður. Þegar rafhlaðinn hlutur snertir málmhnúðinn berst rafhleðsla niður stöngina og út í málmþynnurnar. Þynnurnar sperrast sundur og sýna að rafhleðsla er fyrir hendi. Þar eð hleðslurnar eru samkynja á báðum þynnunum hrinda þær hvor annarri frá sér og glennast sundur. Ef jákvætt hlaðin glerstöng snertir hnúð rafsjárinnar dregur stöngin til sín lausar rafeindir í málm þynnunum og málmstönginni. Málmstöngin og hnúðurinn leiða þessar rafeindir frá rafsjánni og yfir á glerstöngina. Málmþynnurnar verða jákvætt hlaðnar vegna þess að þær hafa misst rafeindirnar, þær hrinda hvor annarri frá sér og sperrast sundur.

IMG_0898

 

Fimmtudagur

Vorum í skíðaferð

 

Rafmagnstafla

IMG_0882

 

Rafmagnstafla deilir rafmagninu inn á herbergin inn í húsinu og einnig inn á stór rafmagnstæki og lítil.  Ef að leiðslur skemmast í þvottavél, eldavél eða í öðrum tækjum þá slær öryggið út til að koma í veg fyrir bruna.

 

 

IMG_0885

 

Lekaliði

Lekaliði er aðalrofinn og frá lekaliðanum deilist rafmagnið á öryggin. Ef að verður einhver meiriháttar bilun á húsinu þá slær lekaliðinn út rafmagninu í húsinu.

 

Fréttir:

Janú­ar sá hlýj­asti í sög­unni

Hola í óson­lag­inu þegar það ætti að vera þykk­ast

Auga­steinn skim­ar eft­ir rönt­gen­geisl­um

 

Posted in Uncategorized.


Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við í nearpod kynningu sem var um rafmagn. Svo skoðuðum við líka tvær greinar á vísindavefnum, önnur fjallaði um svartaraf og hin um rafmagn.

Raf

Svartaraf er mjög hörð tegund af koli sem eru oft notað í skartgripagerð. Svartaraf er þó ekki myndað undir hita og þrýstingi eins og önnur kol, heldur er það myndað undir þrýstingi í vatni. Þrátt fyrir nafnið er efnið alls óskylt rafi, sem er steingerð trjákvoða.

Raf er steingerð trjákvoða sem er stundum notuð í skartgripi. Flest raf er um 30-90 milljón ára gamalt. Rafmagn dregur heiti sitt af rafi.

svartaraf_151208220px-Amber.insect.800pix.050203

 

Svartaraf                                        Raf

Heimildir: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=30729https://is.wikipedia.org/wiki/Raf

Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu sem fjallaði um rafmagn. Þetta voru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Og þetta eru stöðvarnar sem ég fór á:

 1. Eflisfræði 1 sjálfspróf

Spurning 1: Hvaða eindir eru í frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?

Í hverri frumeind er kjarni. Umhverfis kjarnann sveima eindir sem kallast rafeindir. Bæði kjarninn og rafeindirnar  eru rafhlaðnar. Rafhleðslan er tvenns konar: Neikvæð hleðsla og jákvæð hleðsla. Í kjarna frumeinda eru jákvætt hlaðnar eindir sem kallast róteindir og óhlaðnar eindir sem kallast nifteindir. Róteindirnar valda því að kjarninn verður jákvætt hlaðinn en rafeindirnar eru hins vegar neikvætt hlaðnar.

Spurning 2: Hvers konar rafhleðslu fær sá hlutur sem:

 1. a) hefur of margar rafeindir?
 2. b) vantar rafeindir?
 3. a) Neikvætt hlaðin
 4. b) Jákvætt hlaðin

Spurning 3: Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?

Vegna þess að hún hefur jafn margar róteindir og rafeindir.

Spurning 4: Hvað gerist ef tveir hlutir koma nærri hvor öðrum og þeir hafa:

 1. a) samskonar rafhleðslu?
 2. b) mismunandi rafhleðslu?
 3. a) Sams konar rafhleðslur hrinda hver annarri frá sér
 4. b) ólíkar rafhleðslur dragast hver að annarri

Spurning 6: Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni ó þrumuveðri?

Eldingin fer ávallt stystu leið til jarðar og best er að forðast að vera hvar land rís hæst.

Spurning 8: Þú nuddar uppblásinni blöðru við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu.

Hluti rafeindanna færist frá hárinu og yfir á blöðruna. Hún verður neikvætt hlaðin og hárið fær jákvæða hleðslu.

 1. Lögmál Ohms

Lögmál Ohms er regla sem segir að rafstraumur í rafrás sé í réttu hlutfalli við rafspennu. Því hærri straumur því lægra viðnám.

V=Spenna-Volt V

I=Straumur-Amper A

R=Viðnám-Ohm

ohms-law2

 

Mynd: http://www.electronics-micros.com/electrical/ohms-law/

Fimmtudagur

Það var bara skóli til hádegis vegna óveðurs.

Fréttir:

Ævar vísindamaður talar um orku

Ban­an­ar gegn krabba­meini

Loft­meng­ur dreg­ur millj­ón­ir til dauða

Posted in Uncategorized.


Vika 1 Hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudeginum vorum við að kynna vísindavökutilraunirnar okkar.  Okkur gekk bara vel að kynna og öll myndböndin voru mjög flott og vel vönduð. Svo áttum við að gera sjálfsmat af okkar eigin myndbandi.

Miðvikudagur

Byrjuðum á nýjum hlekk sem er um orku. Við fengum svo glósur og fórum í nearpod.

Smá um orku:

Orkagetur aldrei eyðst eða myndast. Orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra. Það eru til ólík form orku.

Hreyfiorka: Þegar við göngum, hjólum eða sláum í bolta notum við orku. Við breytum efnaorku fæðuefnanna í hreyfiorku.

Stöðuorka: Hlutur getur búið yfir orku sem ræðst af því einu hvar hann er staðsettur og sú tegund orku nefnist stöðuorka.

Varmaorka: Þegar maður nuddar t.d. höndunum saman þá breytir maður hreyfiorku handanna í varmaorku.

Efnaorka: Þegar maður fer á íþróttaæfingu notar maður efnaorkuna sem geymd er í vöðvunum og var áður í matnum sem maður borðaði. Í ljóstillifunarferlinu beisla plöntur geislunarorku og bindur hana í efnaorku.

Rafsegulsorka: Ljós er ein gerð rafsegulorku.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var okkur gefið tækifæri til að skila blogginu fyrir vísindavöku. Ég hafði klárað það daginn fyrir en maður átti að segja frá sinni tilraun á blogginu hvernig tilraunin gekk og svo segja frá bæði rannsóknarspurningunni og niðurstöðunum.

Fréttir:

Fengj­um skýr­ari mynd af sól­kerf­inu

Gera til­raun með kjarna­samruna

 

Posted in Uncategorized.


Vísindavaka 2016

Í síðustu viku þá byrjuðum við á finna tilraunir fyrir vísindavöku. Ég var með Heklu og Evu í hóp. Við vorum nú ekki lengi að komast að niðurstöðu um hvaða tilraun við ættum að framkvæma og ákváðum við að gera tilraun sem við kölluðum Borðtennis í jógúrti. Við fundum tilraunina inná þessari síðu. Rannsóknaspurningin við tilrauninni var: með mismunandi aðferðum, hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað?

Efni og Áhöld

 • Þrjár misstórar plastdollur
 • Vatn
 • Þrjár borðtenniskúlur

Framkvæmd

Fyrst var sett vatn í fyrstu dolluna sem var lítil skyrdolla og sett lítið af vatni í hana. Síðan var dollunni snúið í hringi þannig að vatni varð að hringiðu svo að kúlan myndi haldast betur í miðjunni á dollunni. Kúlan var svo sett í dolluna og dollunni sleppt. Þegar dollan datt í jörðina þá skoppaðist kúlan mun hærra heldur þegar henni var sleppt beint í jörðina. Við gerðum þetta með þremur mismunandi dollum og kúlan skoppaði eiginlega jafn hátt með dollunum sem voru nokkurnveginn svipaðar að stærð. Við prófuðum svo að nota aðeins öðruvísi dollu sem var hærri og tók meira vatn en hinar og þegar við gerðum það sama með hana þá skoppaði kúlan ennþá hærra en í fyrri skiptin.

Af hverju gerist þetta?

Þetta gerist af því að þegar þú sleppir dollunni þá fellur kúlan, vatnið og dollan öll saman á sama hraðanum, sem eykst eftir því sem þau falla (hröðun) út af þyngdaraflinu. Dollan snertir jörðina fyrst, svo skellur vatnið í botninn á dollunni. Þegar vatnssameindirnar hrannast upp þá rekast þær á hvort aðra og búa til þjappaða öldu sem ferðast upp mjög hratt. Hafðu það í huga að um leið og þetta gerist er borðtenniskúlan enn að falla niður af því hún byrjaði aðeins ofar að falla heldur en dollan og vatnið. Vatnið hefur mun, mun meiri massa heldur en borðtenniskúlan þannig að þegar aldan sem er að ferðast upp rekst á kúluna sem er á leiðinni niður flyst ótrúlega mikil orka og skriðþungi yfir í kúluna. Þar sem borðtenniskúlan hefur mun minni massa þá gefur þessi flutningur á skriðþunga kúlunni mjög mikinn hraða upp (vegna varðveislu skriðþunga) mun meiri hraða heldur en kúlan eða vatnið hafði þegar þau féllu til  jarðar sem gerir það að verkum að kúlan skýst mun hærra upp í loftið heldur en hæðin sem þú lést hana falla úr.

Svarið við rannsóknarspurningunni var svo þetta:

Með mismunandi aðferðum hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað? Og svarið við þessari spurningu er: mjög hátt! Nánar tiltekið allt að 3,4 metrum. Þegar maður notar ekkert nema höndina til að sleppa kúlunni skoppar hún ekki nema í mesta lagi hálfan metra. Ef maður notar skyrdollu sem er frekar breið og stutt þá skoppar hún allt að 2 metrum. Ef maður notar jógúrtdollu sem er ekki alveg jafn breið og aðeins lengri skoppar hún allt að 2,5 metrum. Ef maður notar svo skyrdrykksdollu sem er ennþá mjórri of lengri þá skoppar hún allt að 3,4 metra. Ástæðan fyrir því að hún skoppar mest í mjóu og löngu dollunni er í fyrsta lagi að þæa er lengra bil á milli tímans sem vatnið skellur í jörðina og þegar kúlan skellur niður, og í öðru lagi af því þá er auðveldara fyrir vatnið að búa til ölduna sem talað var um áðan því það er ekki jafn dreyft og t.d. skyrdollunni. Að öllum líkindum er betra að hafa dolluna háa og mjóa.

Myndbandið sem við gerðum má svo sjá hér

Tilraunin var mjög skemmtileg og það gekk bara vel hjá okkur þótt það hafi tekið nokkrar tilraunir við að láta kúlurnar skoppa :)  Öll myndböndin voru rosa flott og vel gerð og eitt af þeim myndböndum sem mér fannst mjög flott var hjá þeim stelpum Ljósbrá og Eydísi hér er myndbandið þeirra.

 

 

 

 

Posted in Uncategorized.


Avatar

Avatar myndin

Við í bekknum horfðum á Avatar í síðustu viku þegar Gyða var ekki við og áttum svo að gera verkefni út frá myndinni. Við áttum að fylgjast vel með náttúrunni í myndinni og hvernig hún virkaði. Avatar er framtíðar ævintýramynd sem gerist árið 2154 á plánetunni Pandóru sem er í öðru sólkerfi en jörðin. Myndin fjallar um það að mennirnir fara til Pandóru til að sækja verðmætann málm sem kallast unobtanium. Málmurinn er í mestu magni undir risastóru tré sem frumbyggjarnir búa í. Jake Sully er fyrrum hermaður sem er lamaður frá mitti niður. Hann var valinn til þess að taka þátt í svokölluðu Avatar Program en upphaflega átti verkefnið að vera fyrir tvíburabróður hans sem hafi dáið nýlega. Verkefni hans Sully’s er að fara inn í manngerfing sem líkist Na’vi  fólkinu. Hann átti að kynnast fólkinu og falla inn í hópinn og færa sínum mönnum upplýsingar um Na’vi fólkið og reyna jafnframt að samfæra það um að það væri öllum fyrir bestu að þau flyttu búsvæði sitt eitthvert annað. Dæmið snýst við og Sully verður ástfanginn af Na’vi stúlku og kynnist fólkinu betur og sér þá hversu hræðilegar afleiðingar það myndi hafa fyrir Na’vi fólkið. Avatar er skrifuð og leikstýrð af James Cameron sem er þekktur fyrir að hafa leikstýrt ýmis stórmyndum eins og The Terminator, Aliens, Titanic og mörgum öðrum myndum. Avatar er ein vinsælasta  kvikmynd sögunnar og er einnig sú dýrasta. James Cameron byrjaði fyrst að skrifa Avatar árið 1994 og kom  hún svo loksins í kvikmyndahús árið 2009. Avatar varð mjög vinsæl ekki síst fyrir tæknina á bak við hana og fólki fannst ótrúlegt hvað þetta var virkilega vel gert og öðruvísi en það var vant að sjá og nákvæmt enda voru margir vísindamenn sem tóku þátt í gerð myndarinnar. Planað er nú að halda þessum myndum áfram og eru nú þrjár aðrar myndir í bígerð og munu líklega koma út árin 2017 og 2019. Ég ætla nú aðeins að tala um Pandóru og hennar fjölbreyttu náttúru.

Pandóra

Pandóra er fimmta tungl gas risans Polyphemus sem hefur í alls 13 tungl. Pandóra er næstum því jafn stór og jörðin en út af því að Pandóra er minni þá er þyngdarafl hennar 20% minna en á jörðinni. Út af minni þyngdarafli þá eru flest dýrin á Pandóru með sex fætur. Andrúmsloftið þar er blanda af Nítrógeni, súrefni, koltvíoxíð, xenon, ammoníak, metani og vetnissúlfíði. Mannfólkið getur ekki andað loftinu að sér af því að það er og mikið að koltvíoxíði í því. Á Pandóru umhverfið svipað og á jörðinni en samt allt öðruvísi. Á Pandóru eru mikið af vötnum, fossum, fjöllum, trjám og gróðri.

avatars_earth2

Náttúra

Náttúran á Pandóru er mjög falleg og öðruvísi en sést á jörðinni. Sumar plönturnar á Pandóru eru samt svipaðar og finna má á jörðinni. Á pandóru sjást stór og gömul tré og eitt þeirra sem sést í myndinni er tréð sem Na’vi fólkið býr í. Á Pandóru er samt eitt tré sem heitir Eywa eða sálnartréð. Eywa er einhvernskonar guð hjá Na’vi fólkinu.  Eywa leiðir afl og heldur jafnvægi í náttúrunni. Fræin af Eywu samkvæmt Na’vi fólkinu eru mjög hreinir og heilagir andar og gegna einnig trúarlegu mikilvægi fyrir Na’vi fólkið. Í myndinni sér maður oft á nóttunni að lífverurnar bæði fólkið og plönturnar gefa frá sér einhvernskonar ljós eins og þegar Na’vi fólkið er að ganga á jörðinni þá kemur svona ljós blettur þar sem þeir stíga,  jafnvel húð Na’vi fólksins hefur munstur með glóandi punktum. Svo til að forðast að rándýr finni dýrin þá geta þau dempað eigið lífs ljós.  Það er mikið um græna, bláa og fjólubláa liti í náttúrunni á Pandóru og það útskýrir afhverju N’vi fólkið er blátt á litinn, sem gefur þeim betri feluliti á kvöldin. Á Pandóru eru líka svífandi fjöll sem kallast Hallelujah mountains. Hallelujah fjöllin eru staðsett í segulhringiðu og svífa þar hægt líkt og hafís á rúmsjó. Fjöllin eru þakin skógi og það streyma vatnfossar niður hliðar fjallanna sem enda æi vatnsgufu.

Hallelujah-Mountains-Avatar-519274446694b4b30092893cb60fe1e27blogSpan

Dýr

Mörg furðuleg dýr eru á Pandóru eins og hestar sem hafa sex fætur sem Na’vi fólkið notar sem heimilsidýr. Na’vi fólkið veiðir ekki dýr nema af algjöri nauðsyn af því að þau trúa að hver einasta skepna sem lifir hafi sál og þegar Na’vi fólkið drepur dýr þá segja þau þessi orð „Ég sé þig og ég þakka þér, andi þinn fer með Eywu líkami þinn verður eftir og verður hluti af fólkinu“. Na’vi Fólkið er ekkert ósvipuð mönnunum þau ganga á tveimur fótum og láta svolítið eins og menn. Na’viar eru 3 metrar á hæð, hafa stór gul augu, bláir að lit, fjóra fingur og langt skott sem þeir nota til þess að tengjast öllum dýrum í gegnum Eywu. Það eru margir Na’vi þjóðflokkar á Pandóru sem hafa ólíka mennigu og í myndinni er verið að fjalla um Omaticaya ættbálkinn. Helstu dýr sem koma fram í myndinni eru Ikran sem eru fljúgandi drekar sem er mjög hættulegir. Þegar Na’vi fólkið er tilbúið má það fá sér Ikran og Ikraninn þarf alltaf að velja meistara sinn og Na’vi fólkið veit að Ikraninn er búinn að velja hann þegar hann reynir að drepa hann. Þegar Na’vi fólið hefur náð að beisla sér Ikran dreka geta þeir svifið um háloftin á ógna hraða. Taruk er lang stærsti drekinn og allir Na’viar óttast hann og sá sem nær að beisla hann er ótvíræður leiðtogi og það tókst Jake Sully að lokum. Thanator kemur einnig fyrir í myndinni og það eru mjog hættuleg dýr sem lifa í skógum Pandóru og minnir helst á grimman úlf.

Thanator

Heimildir:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Avatar_Wiki

https://www.pandorapedia.com/

https://en.wikipedia.org/wiki/Avatar_(2009_film)

Myndir heimildir:

http://planetaria.ca/2013/12/first-exomoon-found/

http://moviewallpaperpics.com/hallelujah-mountains-avatar/

https://www.pinterest.com/pin/365495325983610098/

http://learning.blogs.nytimes.com/2010/01/20/natures-call-drawing-inspiration-from-avatar-to-study-and-create-organisms/?_r=0

https://www.pinterest.com/11anndon/avatar-~-navi-~-pandora/

 

 

 

 

 

 

Posted in Uncategorized.


Þurrís tilraun

Þurrís

Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur en klakinn er frosið vatn. Þurrís er miklu kaldari en venjulegur ísmoli og ef hann er snertur lengur en örskamma stund getur húðin kalið og brunasár myndast. Ísmoli breytist í vatn ef að hann er tekin úr kæli og ef vatnið er síðan hitað mjög mikið getur það breyst í gufu. Þurrís breytist aftur á móti í gas við það að bráðna og hann fer ekki í vökvaform áður. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Efnajafnan fyrir þessa breytingu er: CO2(s) – CO2(g). Þurrís breytist í gas við -78,5°C og er því mun kaldari en venjulegur klaki. Þurrís er búinn til úr koltvísýsingsgasi í sérstökum vélum. Þurrís er ekki hægt að finna á jörðinni en finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru t.d. aðallega úr þurrís.

Heimildir: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

Það voru nokkrar stöðvar sem maður var að gera allskonar tilraunir með þurrís og okkur var skipt í hópa. Ég var með Filip í hóp.

Hér eru svo tilraunirnar sem við gerðum (í þeirri röð sem ég fór í)

Þurrís og málmur

Áhöld og efni:

 • Bakki
 • Þurrís
 • Málmur

Settum þurrísinn á bakka og prófuðum að setja allskonar málma á og gá hvað myndi gerast. Þegar það var tekið málm og þrýst honum við þurrísinn þá komu há ískurhljóð. Þetta gerðist af því að það er svo mikill hitamunur á milli málmsins og þurrísins þannig að þá kom þrýstingur.

Þurrís og sápukúlur

Áhöld og efni:

 • Glerbúr
 • Þurrís
 • Sápukúlur

Í þessari tilraun settum við þurrís í stór og djúpt glerbox og blésum svo sápukúlum yfir. Þegar við blésum sápukúlum yfir glerbúrið voru þær næstum því alveg kyrrar svífandi yfir glerbúrinu. Við náðum þó að láta eina komast ansi nálægt botninum. Þetta gerist af því að koltvíoxíið er að gufa upp og þrýstir þá kúlunum upp.

IMG_0675

Þurrís og sápa

Áhöld og efni:

 • Plastskál
 • Tuska
 • Heitt vatn
 • Uppþvottalögur

Byrjað var að setja heitt vatn í plastskál og svo var sett smá þurrís ofan í skálina og þá kom upp mikil gufa því næst var svo sett blauta tusku með sápu í á kantinn á skálinni tuskan var síðan dregin þétt yfir op skálarinnar þannig að sápan hélt spennu og blés út. Það þurfti að gera þetta hægt og rólega nokkrum sinnum til þess að það myndi koma sápukúla. Þetta gekk á endanum og þá kom alveg risastór kúla sem var full af gasi frá þurrísnum. Þegar sápukúlan var orðin mjög stór þá sprakk hún og hvít gufa dreifðist út um allt borðið. Þetta gerist vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas og gas hefur stórt rúmmál. Þetta var mjög kúl tilraun.

 

IMG_0677IMG_0679

Þurrís og vatn

Áhöld og efni:

 • Vatn
 • Mjó tilraunarglös
 • Þurrís

Sett var heitt, kalt og sjóðandi heitt vatn í þrjú mjó tilraunarglös. Svo var sett smá af þurrís í öll glösin. Það kom mest gufa úr glasinu sem var með sjóðandi heitu vatni í og svo kom næstmest úr glasinu með heita vatninu en það kom minnst úr því glasi sem var með köldu vatni. Þetta gerðist út af því að það er mesti hitamismunurinn í glasinu með sjóðheita vatninu en minnst í glasinu með kalda vatninu.

IMG_0681IMG_0684

Posted in Uncategorized.


Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við einkunnirnar úr skýrslunum. Við fengum svo glærur um efnafræði og fórum í nearpod kynningu sem var upprifjun um frumeindir.

Miðvikudagur

Gyða byrjaði aðeins að tala um efnahvarf og hvata og allskonar því tengt. Við vorum að skrifa hjá okkur á hugtaka kortin okkar á meðan. Svo byrjuðum við á því að gera stutta tilraun sem var kölluð fílatannkrem. Ég var sett í hóp með Mathiasi, Heklu og Eydísi.

Efnahvarf og hvati

Við efnahvörf myndast ný efni vegna endurröðun raðeinda. Engin breyting verður á kjarna við efnahvarf. Efnin sem breytast eru kölluð hvarfefni en efnin sem myndast eru kölluð myndefni og bæði hvarfefnin og myndefnin geta samanstaðið af frumefnum og sameindum. Efnahvatar eru efni sem hjálpa til við efnahvörf með því að lækka orkuþröskuldinn sem þarf til þess að efnahvörf geti átt sér stað. Efnahvörf geta átt sér stað bæði þegar meiri orka kemur inn í kerfi eða þegar orka losnar úr kerfi.

IMG_0618

Fílatannkremstilraunin

Fimmtudagur

Ég var ekki af því að ég var í tannréttingum að losna við spangirnar! :) En ég heyrði að þau voru að vinna í skýrslunni sem við áttum að skrifa um fílatannkremstilraunina.

Fréttir:

„Geim­veru­bygg­ing­ar“ lík­lega hala­stjörn­ur

„Jörðin okk­ar er með krabba­mein, ég er líka með krabba­mein“

 

Posted in Uncategorized.