Skip to content


Krufning

í náttúrufræði tíma á fimmtudaginn fengum við að kryfja, það var mjög gaman og fræðandi. Okkur var skipt í tvo hópa og hver hópur fékk einn bakka sem var með líffæri úr kind. Við fengum að sjá hjartað, nýrun, lungun og fleira.   Þetta var svakalega skemmtilegt og fróðlegt. Þegar við skárum hjartað sáum við tvær gáttir og tvö hólf. Við fengum líka að skera nýrun í sundur og sjá inní þau. Það skemmtilegasta var að við fengum að blása í lungun með röri sem var sett inní barkan og sjá lungun liftast upp það var ótrúlega flott að sjá þetta gerast.

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.