Skip to content


Vika 6

Mánudagur

Unnum í heftinu og svöruðum spurningum, kíktum líka á fréttir og blogg. Fræðuðumst um skaðsemi tóbaks hér er smá upplýsingar um það:

Tóbaksvarnir

Fimmtudagur

Við vorum í tölvuveri á fimmtudaginn að leggja lokahönd á bæklinginn um frumefni :)

Föstudagur

á föstudaginn vorum við að eyma sígarettu, vorum skipt í hópa og ég var með sunnevu í hóp.

Við byrjuðum á því að stilla upp öllum græjunum á tækjagrindina og setja ís í glasið, vatn í skálina, tengja allt saman og setja sígarettuna í tilraunaglas nr. 1
Svo var kveikt á brennaranum sem var fastur á tækjagrindinni. Gufa fór smátt og smátt að myndast í tilraunaglasi nr. 1 og niður tilraunaglas nr. 2 í ísvatnið. Eitthvað gult  settist í botninn á tilraunarglasi nr. 2 en sumt hélt áfram í gegnum gúmmíslönguna og fór í glas sem sett var ofan í vatnið, glasið var fullt af vatni og var ekkert loft í því, loft fór þá að safnast í glasinu úr gúmmíslöngunni. Þegar þetta var búið að flæða í um korter slökktum við á brennaranum og þefuðum úr glösunum. Fyrsta glasið lyktaði eins og brunnið poppkorn, annað glasið lyktaði eins og venjuleg reykingalykt en það þriðja var bara hreint HRÆÐILEGT!
Svo var gengið frá, en við gátum lítið verið þarna því að það var ólíft af lykt og reyk þarna uppi! Það var oft hlaupið út til að fá sér ferskt loft!

 

sígaretta eymd

 

Posted in Hlekkur 2-3.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »