Skip to content


Vika 8

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að klára að kynna bæklingana. Eftir að við vorum búin að kynna bæklingana fórum við að gera okkur tilbúin fyrir próf á fimmtudaginn. Svo fórum við í efna alías og ég var með Herði og Filip í hóp :).

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í prófið, sem gekk misvel þar sem ég lærði ekki mikið fyrir það, en ég fór samt smá yfir lotukerfið með pabba. Mér fannst ég ekki kunna nógu vel að læra fyrir þetta próf en vonandi hef ég lært af reynslunni.

Föstudagur

Á föstudaginn fengum við prófin til baka  Gyða var ekki glöð af því að meðaleinkunnin var bara 5,0 :(  Eftir að við fengum prófin til baka máttum við bæta einkunnina okkar þannig að Gyða skipti okkur í hópa, ég var með Ljósbrá og Halldóri Friðriki og við fengum próf sem var nokkrar blaðsíður,  okkur gekk bara þokkalega með þetta og hækkuðum einkunnina eitthvað. Fengum líka einkunnir úr bæklingum og skýrslu.  Ég og Sunneva fengum 9,5 eða eittthvað um það bil fyrir okkar skýrslu, sem mér fannst mjög fínt :)

Posted in Hlekkur 2-3.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.