Skip to content


Vísindavaka 2014

Vísindavaka 2014  stóð yfir fyrstu þrjár vikur skólaársins. Á vísindavökunni þarf maður að finna sér hóp til að vinna með og gera tilraun . Maður getur leitað á netinu að allskonar tilraunum. Svo þegar maður er búin að finna tilraun með hópnum sínum byrjar maður annað hvort að taka upp eða gerir skýrslu eða powerpoint til að kynna tilraunina en flestir gera samt myndband. Ég og Eva vorum búnar að ákveða að vera saman í hóp og vorum að leita að tilraun til að framkvæma en á föstudaginn var ég veik og maður átti að vera búin að finna tilraun þá. Þannig að ég og Eva töluðum bara saman á facebook og vorum að senda link til hvors annars af  einhverjum sniðugum tilraunum.

Hér eru þær:

Dry ice eruptions-youtube
water candle-youtube
Glowing boyncy egg-youtube
How to cut a glass bottle in half-youtube

Ég og Eva völdum síðustu tilraunina semsagt hvernig maður á að skera flösku í tvo hluta með snæri, eld,acetoni og vatni. Við byrjuðum á því að setja snærið utan um flöskuna svona 3-4 hringi og binda og klippa endann af. Svo næst var snærið tekið af og dýft í lítið glas sem acetonið var í. Næst var snærið sett aftur um flöskuna og kveikt í því. Þegar eldurinn var slokknaður var flöskunni dýft  í fötu með ísköldu vatni og þá klofnaði hún í tvennt. Flaskan hitnar mjög mikið á svæðinu þar sem snærið var og glerið þenst út, þegar flaskan er svo sett í ískalt vatn og þannig snöggkæld þá springur glerið og flaskan fer í tvo hluta. Kynningin á myndbandinu var á mánudag og hún gekk vel :)

Hér er slóðin að myndbandinu okkar: Flúðaskóli Vísindavaka 2014 Eva og Þórný – YouTube

Smá villa kom fram á myndbandinu í skýringunni á því hvað gerist þegar flaskan er hituð og klofnar í tvennt.

Posted in Hlekkur 4.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »