Skip to content


vika 5

Mánudagur

Kíktum á nokkrar glærur og fréttir notuðum samt ekki ipadana þegar við vorum að fara yfir glærurnar afþví Gyða gleymdi að panta þá.

Fimmtudagur

það var stutt könnun úr líffræði og jarðfræði tengdri Þjórsárþemanu. Þegar maður var búin í könnuninni var farið niðrí tölvuver og skipt í hópa og unnið að glærukynningum sem var um virkjanir í Þjórsá. Ég var með Filip og siggu H í hóp og vorum við með Hrauneyjarfossvirkjun

Smá um Hrauneyjafossvirkjun:

„Hrauneyjafossstöð er þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir því sömu vatnsmiðlunarmöguleika og Sigöldustöð. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.

Tungnaá er stífluð á fremur flötu landi um 1,5 km ofan við Hrauneyjafoss og um 7 km neðan við Sigöldustöð. Hæðarmunurinn þar á milli er um 15 m. Við stífluna myndast 8,8 km² dægurmiðlunarlón; Hrauneyjalón. Fremur lágreist jarðvegsstífla teygir sig eftir hraunflákunum á suðurbakka árinnar.

Um eins kílómetra langur aðrennslisskurður liggur frá lóninu í norður um lægð í Fossöldu að inntaki við norðurbrún öldunnar. Þaðan liggja þrjár stálpípur (4,8 m í þvermál) 272 m niður hlíðina að stöðvarhúsi. Frárennslisskurður er rúmlega eins kílómetra langur og liggur út í Sporðöldukvísl sem síðan rennur í Tungnaá.“

Þessar upplýsingar fékk ég af þessari síðu :)

Þessa mynd fékk ég hér

Föstudagur

kláruðum glærukynningarnar og fórum að æfa kynninguna og sendum svo Gyðu. Í þessum tíma skoðuðum við líka nokkur blogg og kíktum á fréttir. Skoðuðum svo trailer af myndinni heild.

fréttir:

Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar – mbl.is

Ungar konur ættu að borða nóg af grænmeti og ávöxtum – mbl.is

Örkin gat flotið með 70 þúsund dýr – mbl.is

Eiga erfitt með öndun í London – mbl.is

 

 

Posted in Hlekkur 6.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »